Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 1
Miívikudagur 22. nóvember 1967 — 48. árg. 270 tbl. — Verð 7 kr. Stöðug fundahöld voru í allan gærdag til að fjalla um örlög íslenzku krónunnar eftir fall sterlingspundsins síðastliðið laugardagskvöld. Ekki er.búizt við, að Seðlabankinn og ríkis- stjórnin taki ákvörðun sína fyrr en í dag eða á morgun, og kemur þá í ljós, hve mikil lækkun krónunnar verður. Það var almenn skoðun manna í stjórnmálaheiminum í gær, að lækkunin verði meiri en lækk un pundsins, en hve miklu meiri vita menn ckkj enn, enda atliugunum varðandi það mál ekki lokið. Ríkisstjórnin hélt fund í gærmorgun, og mættu þar sér fræðingar hennar í efnahags- málum. Munu þeir hafa lagt fram ýmsar athuganir, sem gerðar hafa verið síðan á laug ardagskvöld. Stuttir fundir voru í deild um Alþingis í gær og umræðu efni þar í engu samhengi við þau stórmál, sem allir hugsuðu um. í dag verður fundur í Sam einuðu þingi og fara þá fram ýmsar kosningar í stjórnir, nefndir og ráð, sem hverju ný kjörnu Alþingi ber að kjósa í. Á tímabilinu frá klukkan 4 til 6 síðdegis í gær hafði for- sætisráðherra Bjarni Bene- diktsson boðaði til sín ýmsa að ila, sem hann ræddi við ásamt Emil Jónssyni, utanríkisráð- herra. Fyrstir gengu á þeirra fund fulltrúar Framsóknarflokksins þeir Eysteinn Jónsson og Ólf- ur Jóhannesson. Næstir voru fulltrúar Alþýðubandalagsins Hannibal Valdimarsson og Lúð vík Jósefsson. Þá komu fulltrú ar Vinnuveitendasambands ís- lands. Að loknum þessum fundum, þar sem ráðherrarnir hafa án efa skýrt frá nýjustu upplýs- ingum og viðhorfum í gengis- málinu, var haldinn annar fundur í ríkisstjórninni kl. 6 síðdegis. Viö tökum upp , haagri umferö ] Fæða unnin úr olíu London 21. 11. (ntb-reuter). Vísindamenn brezka olíufélagrs- ins BP hafa nýleffa fundið upp að ferð tili Þess að vinna mat úr olíu. Benda allar líkur til að hér sé um að' ræða merkustu uppfinn insu í sögu olíuiðnaðarins siðan billinn var fundinn ur>p. BP er nú að láta reisa stóra verksmiðju skammt frá Marseilles í Frakk- landi sem á að vinna næringar- efni úr olíunni. Er áætlað að verksmiðjan taki til starfa fyrir 1970 og á hún að geta unnið 16000 tn. af egg:ahvítuefni á ári. Mikill skortur á eggjahvítu- efni hefur lengi ríkt í ýmsum vanþróuðum löndum. Er talið að þessi nýja framleiðsla muni eiga ríkan þátt í að draga úr skort inum. Einn framámaður BP hef ur sagt að 2% af olíuframleiðslu heimsins myndu nægja til þeSs að fullnægja allri þeirri umfram þörf á eggjahvítuefnum s.em nú London 21. 11. (ntb-teuter). Þingmenn brezka Verkamanna- flokksins veittu Harold Wilson, for.sætisráðherra, fullan stuðning við gengislækkun pundsins í brezka þinginu í gær. Á hinn bóg inn létu sumir í ljós andstöðu gagnvart nýrri kaupbindingu. Formaður þingflokks Verka- mannaflokksins, sagðj að lokinni ráðstefnu þingmanna, sem hald- in var síðdegis í gær að enginn ágreiningur hefði orðið um efna hagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Bæði Wilson og Callaghan fjár málaráðherra var vel tekið og eng ar tilraunir gerðar til árása á þá. Samt sem áður hafa einstakir þingmenn úr vinstri armi flokks- ins gefið greinllega í skyn eins og mörg verkalýðsfélög hafa gert að þeir myndu ekki sætta sig við lcaupbindingu í kjölfar gengislækk unnar. Stjórnmálafréttaritarar hafa bent á að margir fjármálasérfræð ingar í Bretalandi og víðar hafi nú þegar látið í ljós þá skoðun að gengislækkunin næði ekki til- gangj sínum nema launum yrði jafnframt haldið niðri. Brezka ríkisstjórniii hefur hing að til sagt að kaupbindingarlög þau sem nú eru í gildi og ná yfir sjö næstu mánuði yrðu ekki end urnýjuð. Ýmsir forystumenn brezk a iðnaðarins sem áttu fund með ríkisstjórninni á mánudagskvöld, lýstu að honum loknum þó yfir þeirri skoðun sinni, að nauðs.vn- legt yrði að herða ákvæði þessara laga, til þess að virina á móti kröfum um hærri laun, sem búast mætti við í kjölfar gengisfelling arinnar. Callaghan fjármálaráðherra sagði á þingmannafundinum, sem fyrr er getið, að sérhver launa- hækkun á næsta ári myndi draga úr árangrinum, sem mætti ná með gengisfellingunni. Það væri hörmu legt, ef launakröfur myndu eyði leggja hið góða tækifæri sem r.ú hefði gefizt, til þess að efla fjár hag landsins. Ráðherrann taldi ó- líklegt, að kröfur um hærri laun myndu berast í bráð, og ríkis- stjórnin fengj nægan tíma til þess að semja við verkalýðshreyfing- una. Callaghan fullyrti, að sparnað arráðstafanir þær sem ákveðnar hefðu verið jafnframt gengisfell- ingunni, væru eingöngu ætlaðar til að hindra verðbólgu og ættu ekkert skylt við verðhrun. Hann sagði að efnahagsmálastefnan, sem ríkisstjórnin hefði rekið fyrir gengisfellinguna, hefði gert ráð fyrir mikillj þenslu í efnahagslíf inu á næsta ári og Bretar hefðu hvað sem öðru líður orðið að lifa sparsamlega fram til næsta vors, til að vinna á móti þcnslunni. er í heiminum. Eggjahvítuframleiðslan úr oliú verður fyrst um sinn eiúgöngu seld sem dýrafóður en ætlunin að síðar meir verði einnig frarp- leitt til manneldis. Tilraunir, sem gerðar hafa verið sýna að þetta nýja efni er sizt orku- minna en eggjahvítuefr.i unnið úr fiskmjöli eða sojabaunum. Ennfremur á það að verða tals- vert ódýrara í framleiðslu. Aðferðin til að framleiða eggja Framhald á 15. slðu. Wilson og Callaglian. Spariskírteinin hafa selzt upp HIN verðtryggðu spariskírteini sem gefin voru út um miðjan október samkvæmt lagaheim- ild frá síðastliðnu vori, eru nú uppseld. Útgáfa þessa verð- bréfaláns nam 25 milljónum króna. Spariskírteini ríkissjóðs eru örugg sparifjártrygging vegna ýmissa skilmála, sem eru hagstæðari fyrir eigendur sparifjárskírteina en annarra sparifjáreiganda.. Spariskír- teinin eru verðtryggð, þau eru ' innleysanleg hvenær sem er eftir 3 ár. Vextir eru hagstæð ir og höfðustóll tvöfaldast með vöxtum á tólf árum og eru þá verðbætur ekki meðtaldar. Skír teinin eru skatt- og framtals- frjáls. Fyrir helgi höfðu spariskír- teini þessi selzt fyrir 17 millj- ónir króna, en þá höfðu þau Framhald á blaðsíðu 15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.