Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 3
.limiiiiiiiiiiiiiiiniiHmiimimmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiMi iimmmmimmiii jiiiiiiiiiiimmiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimil | Borgar CIA | | kennurum? | í ÁRÓSUM, 31. marz (NTB-RB) j = Milli 60 og 70 fulltrúar 20 = | kennarasamtaka í Vestur-Evr- : § ópulöndum munu í næstu viku i i ræða meint samband heims-i i i jsamltalka ktirmalra og banda- i ÓSAMMALA Kl IIM STRÍDSREKSTURINN rísku leyniþjónustunnar CIA, ; að' sögm formanns utanríkis- nefndax danska kennarasam- bandsins, P. A. Andersens yf- irkennara. Fundurinn fer fram í Skar- ildshus á Vestur-Jótlandi. AS- alritari heimssamtakanna, Bandaríkjamaðurinn dr. Carr kveðst ekkert um það vita j hvort samtökin (World Con- i federation of Teaching Pro- : fession) hafi fengið peninga úr i sjóðum, er CIA hafi styrkt. Ef': það reynist rétt munu evr- i ópskir og einkum norrænir i kennarar krefjast þess að sam- i bandinu við sjóði er CIA styrk- i ir, verði slitið. i mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmil SAIGON, 31. marz (NTB-Reuter). Bandarískir hermenn komust nýlega yfir Vietcongskjal sem bendir til þess að skoðanaágreiningur ríki í lierbúðum kommúnista um stefnu þá er fylgja skuli í striðsrekstrinum. Samkvæmt skjalinu sem banda- rísk heryfirvöld birtu í dag vilja Cínverjar að bardögum við Banda ríkjamenn verði haldið áfram þar til Kína og önnur kommúnistalönd séu reiðubúin að koma Vietcong til hjálpar. Norður-Vietnammenn munu vera þeirrar skoðunar, að halda skuli bardögum áfram þar til skapizt hafi aðstæður til samn inga, og berjast skuli meðan sam ið sé. Skjalið er dagsett í apríl 1966 og undirrituð af n-vietnamska hershöfðingjanum Nguyen Van Vinh. Er hér um að ræða grein argerð til handa Lao Dong flokki kommúnista á Striðssvæði C í Suðui'-Viétnam, en þar náðu Bandaríkjamenn í skjalið. MAOLINAN ORAUNHÆF. Hershöfðinginn heldur því fram stefnu Vo Nguven Gians. Landvarnarráðherra Norður-Viet- nam, og Ma Tse-tungs, for- manns kínverska kommúnista- flokksins, er fylgt hafi verið til þessa, sé ekki lengur framkvæm anleg vegna hins aukna styrk- leika bandaríska herliðsins. Hers höfðinginn kvaðst gera sér ljóst að Kínverjar væru ósammála þeirri skoðun hans að berjast yrði meðan samningaviðræður færu fram og harmaði klofning inn í herbúðum kommúnista. Hann sagði, að sum lönd vildu að gengið yrði til samninga til að forðast alheimsófriðarbál án tillits til hagsmuna Vietnam- manna. Aðrir einkum Asíuríki og ríki í Afríku og Rómönsku Am- eríku, efuðust um að sigra mætti Bandaríkjamenn og hvettu til við ræðna. Enn önnur ríki, aðallega Austur-Evrópuríki telji að tími sé kominn til samninga er smám saman geti leitt til yfirráða komm únista, en auðvitað verði sett þau fyrirfram skilyrði að Bandaríkja menn hætti loftárásum og banda ríska herliðið verði smám saman flutt burtu. Kínverjar telja, að samningar séu ekki tímabærir ennþá, held- ur hershöfðinginn áfram, og nauð synlegt verði að bíða eftir þeim í mörg ár. Kínverjar telja, að samningaviðræður verði ekki tímabærar fyrr en eftir sjö ár og þangað til verði að lialda bar- dögunum áfram til þess að gera fleiri sósíalistalöndum kleift að efla. varnir sínar þannig að unnt verði að hefja skjóta og kröftuga allsherjarsókn með öllum tiltæku herliði, án tillits til landamæra. Það sem Kínverjar telja að við eigum að gera, segir hershöfðing- inn, er að „gleypa“ fjandmanninn í Norður-Vietnam þar til Kín- verjar ráði yfir nógu öflugu her liði til að hefja allsherjarsókn. — Sjálfir erum við þeirrar skoð unar, að við verðum að halda á- Framhald á bls. 14. ) Suður-Vietnam fær nýja stjórnarskrá SAIGON, 31. marz (NTB-Reuter) — Suður-Vietnam fær nýja stjórn arskrá á morgun, og er talið að liér sé urn að ræcJa einhverjia merkustu tilraun sem hingað til hafi vcrið gerð' til að breyta sam- félagi á stríðstíma í lýðræðislegt tiorf. Stjóirnarskrláin mun veita 111111111111111111111111 Sjávarútvegs- málaráðherra talar í Eyjum herforingjastjórninni stjórnar- farslegan grundvöll, en jafnframt gerir hún ráð fyrir að kosin verði borgaraleg stjórn í lýðræðislegum kosningum, innan sex mánaða. Stjórnlagasamkunda 117 manna hefur um eins árs skeið unnið að samningu stjórnarsknárinnar, sem herforingjastjórnin hefur sam- þykkt án breytinga. Þegar hefur verið tilkynnt, að forsetakosning- ar fari fram september og verður jafnframt kosið til öldungadeild- ar þingsins. Mánuði síðar verður kosið til fulltrúadeildarinnar. □ Lögreglumenn vopnaðir tára- gassbyssum héldu í dag vörð við stjórnarráðsbygginguna í Saigon, en þar söfnuðust 3.000 kaþólikkar saman og kröfðust þess að Nguyen Cao Ky forsætisráðiherra kæmi fram á svalirnar. Samtímis mót- mæltu þeir því, að orðin „ábyrg- ur gagnvart guði almáttuguin" höfðu verið fjarlægð af hinni há- Framhald á 14. síðu. Nýr sjónvarps- tími á morgun A morgun verður gerð nokkur breyting á útsendingartíma sjón- várpsins og hann færður fram á kvöldið. Hefur það verið ætlun sjónvarpsins að gera slíka breyt- ingu, þegar sól tæki að hækka á lofti. Hefst dagskráin á morgun kl. 18 í stað kl. 16, eins og verið hefur, og stendur til 21.45. Helgistund verður enn sem fyrr fyrsti dagskrárliðurinn, nú kl. 18. Á eftir henni verður barnatíminn, Stundin okkar, kl. 18.20. íþróttir verða kl. 19.05 og standa eins lengi og efni er til hverju sinni, en að þeim loknum verður hlé — ef þær ekki fylla 55 mínútur, sem er ólíklegt. Fréttir verða síðan kl. 20 eins og aðra sjónvarpsdaga, er- lend málefni kl. 20.15, Grallara- Framhald á bl. 14. Ný uppreisn í Alabama? MONTGOMERY, Alabama, 31. marz (NTB-Reuter)) — Fylkisþing ið í Alabama á að taka afstöðu til þess í næstu viku livort veita skuli frú Lurleen Wallace fylkisstjóra Framhald á bl. 14. Almennur fundur um sjávar \ útvcgsmál verður haldinn í i Agoges-húsinu í Vestmannaeyj i um í das: kl. 3. Frummælandi: i Egffcrt G. Þorsteinsson, sjávar- : útvegsmálaráðherra. i Öllum er hcimill aðgangur. i 1111111111111111111111111111 iiiiiliiilliliii Jón G. Maríasson lætur af störfum Reykjavík, — KB. Tilkynnt var á ársfundi Seðla- banka íslands í gær, að Jón G. Maríasson bankastjóri hafi sagt lausu starfi sínu, viiðað við 1. ágtist n.k. Færðu dr. Gylfi Þ. Gísla son viðskiptanuUaráðherra og Birg ir Kjaran formaður b ankaráðs Seðlabankans Jóni þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bankaniála, en Jón hefur perið starfsmaður Framhald á 14. síðu. ::i j Björgvin Guðmundsson Eyjólfur Sigurðsson Kristján Þorgeirsson Óttar Ingvason | Kappræðufundurinn á briöjudag i Kappræðufundur FUJ og Heimdallar um „Þjóðnýtingu, opinberan rckstur og verðgæzlu“ verð Í ur haldinn í Sigtúni þriðjudaginn 4. apríl og hefst hann kl. 20.30. Ræðumenn ungra jafnaðarmanna verða: Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur, Kristján I Þorgeirsson bifreiðastjóri og Eyjólfur Sigurðsson prentari. Fundarstjóri af hálfu FUJ veröur Óttar Ingvason lögfr., en af hálfu Heimdallar Kristján Krist = jánsson trésmiður. Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og mæta tímanlega, en húsið i veröur opnað kl. 20. -» 1111111111111111111111111 11111111111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli l■l••l•l•l••••ll•ll•■lllllllll••l•ll••lllllllllll•l•■■■l 1. apríl 1967 llllllllllllllllllllllllllllll■■l••l••l•••l ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.