Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Bcncclikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Augiýsingasíml: 14906. — A'ðsetur: Alþýðuliúsið við Hveríisgötu, Rvlk. — Prentsmiðja Alþýðiiblaðsins. Sítni 14905. — Áskriítargjald kr. 105.00. — í lausa- £ölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefandi: A’þýðuXlokkurinn. Jónas Þorbergsson JÓNAS ÞORBERGSSON, fyrrverandi útvarpsstjóri Jiefur sent dagblöðunum til birtingar stutta grein um þær deilur, sem risið hafa út af læknaþættinum „Þjóð líf“; Jónas er slíkum málum nákunnugur og raunar einn aðalhöfundur útvarpslaganna, svo 'að fróðlegt er að heyra afstöðu hans. Hann segir um hinn um- deilda útvarpsþátt: „Virðist umsjónarmanninum hafa láðst að kveðja til annan höfuðaðila málsins, sjálfan heilbirgðismálaráð herra eða annan þann mann, er ráðherra kynni að velja, til þess að sitja fyrir svörum.“ Þessi afstaða Jónasar Þorbergssonar er nákvæm" lega hin sama, sem Benedikt Gröndal, fulltrúi Alþýðu fiokksins, tók í útvarpsráði. En Tíminn hefur enn ekki séð ástæðu til að birta grein Jónasar, og er hann j)ó fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður Framsókn- arflokksins. Jónas minnir á, að 5. grein útvarpslaganna hafi ver- ið sett til þess að tryggja um aldur og ævi, að útvarpið risi yfir dægurþrasið í landinu og gætti fyllstu óhlut- drægni (ekki „hiutleysis“ eins og sífellt er stagazt á) gagnvart öllum þeim 'aðilum, sem hlut ættu að málum hverju sinni. í stuttu máli sagt, segir Jónas Þorbergs- son: Allir landsmenn skyldu hafa sama rétt og sitja við sama borð. Torrey Canyon TQRREY CANYON, nafn olíuskipsins mikla, sem brotnaði úti fyrir Landsenda í Cornwall, er frægt orð ið. Strand skipsins olli mesta tjóni af slíku tagi, sem sögur fara af, enda þótt engar bætur verði greiddar íbúum suðurstrandar Bretlands. Hinn risavaxni harmleikur, er þúsundir lesta af olíu íiutu upp á fegurstu strendur Bretlands, snertir marga. Ef til vill hafa íslenzkir fuglar, sem fara um vetur suður þangað, til dæmis hrafnöndin, farizt í stórum stíl. Hitt ér þó alvarlegra, að slík slys geta orðið hvar sem er, og þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um það gífurlega tjón á náttúrunni, sem tækni nútímans getur valdið. Brezka stjórnin ætlar að halda alþjóðlega ráðstefnu til að finna leiðir til að hindra slík slys í framtíðinni. En það er ekki nóg. Stóraukið átak þarf til að verja náttúruna á skynsamlegan hátt fyrir vélakosti nútím ans; Hér heima snertir þetta olíu á Mývatni, jeppa í Þjórsárverum eða jarðýtur hvar sem er. Nú er tím" inn til að bjarga fegurstu og sérstæðustu stöðum landsins — það verður nóg land eftir súmt fyrir byggð, athafnir og ræktun mannfólksins. Þar fyrir utan þarf vaxandi þjóð griðland og fegurð, sem aðeins fæst úti í náttúrunni. 4 1. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J Koparpípur og Rennilokar. Byggingarfélag verkamanna. Fittings. Reykjavík Ofnkranar, Framvegis verður skrifstofan í Stórholti 16 op in til afgreiðslu: Tengikranar, mánudaga og fimmtudaga Slöngukranar, kl. 4—7 síðdegis. Blöndunartæki. STJÓRNIN. Burstafell byggingavöruverzlun Garðleigjendur Réttarholtsvegl 3. Simi 3 88 40. í Kópavogi Þeir, sem ætla 'að bafa garðlönd sín áfram, eru 'l/f/ j. . . // / I beðnir að endurnýja leiguna fyrir 1. maí nk. / I finn UigarJi'jjölci | Greiðslu veitt móttaka á bæjarskrifstofunni O (í t? O 1 kl. 10*11 f. h. daglega, nema laugardaga. A J, Z\ A | Garðyrk j uráðunautur. VANTAR BLAÐBURÐAR- FÖLK í EFTIRTALiN HVERFi: MIÐJJÆ, I. og IL HVERFISGÖTU EFRI OG NEÐRI ESKIHLÍÐ LÖNGUHLÍÐ GNOÐARVOG RAUÖARARHOLT LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI LAUFÁSVEG ÁLFHEIMA KLEPPSHOLT S í M I 14900 krossgötum ★ SVÍN OG SVXNAKJÖT. Húsmóðir hefur sent okkur svo- hljóðandi bréf: — Mér þótti sannarlega athyglis- vert sjónvarpsviðtalið við yfirmann. nýju kjöt- vinnslustöðvarinnar norður á Akureyri. „ Hann skýrði frá því, sem mig hefur lengi grunað, en ég hvergi fengið opinberlega staðfest fyrr en þarna, að íslenzki svínastofninn er úrkynjaður og varla hæfur til kjötframleiðslu lengur, vegna þess hve feitt kjötið af þessum úi'kynjuðu svinum okk- ar er. Ég hef lengi haldið þessu fram við kunningjafólk mitt, en enginn hefur viljað leggja trúnað á orð mín. Nú vitum við það, að íslenzkir menn eru margir hverjir fyrirmyndar búmenn og vel menntir í ,sínu fagi. Ég er sannfærð um að hægt er áð finna bændur, sem vildu koma hér upp betri svínastofni en fyrir hendi er, og hvers kjöt er selt ó okurverði, þótt oft sé þar um lítið annað að ræða en eintóma fituklepra. Getur það verið, spyr ég fóvís húsmóðir, að einhverjar lagaflækjur standi~í vegi fyrir því hér á íslandi á tuttugustu öld vísinda, tækni og framfara, að kynbæta megi íslenzka svíi stofninn. Ég á sannarlega bágt með að trúa, að þetta sé satt. Sé það hins vegar satt, leikur mér talsverð forvitni á að vita hver ásæðan er. ★ FLEIRA MATUR EN ROLLUKJÖT. Lengra er bréfið frá húsmóður ekki. Okkur er því miður ekki kunnugt um hvernig í þessu máli liggur, en sjálfsagt er að birta svar þeirra, sem betur vita, þegar það berst okkur. Ef framkvæmd væri athugun S neyzluvenjum almennings hér, sérstaklega yngra fólksins, mundi það áreiðanlega koma í ljós, að neyzla annarra kjöttegunda en lambakjöts fer stöðugt vaxandi, þótt óheyrilegt verð sé á þessum kjöttegundum og gæðin oftast undir lágmarki, nema þegar fuglakjöt á í hlut. nefnilega að því er mér virðist, að uppgötva, að það er íleira matur en feitt rollukjöt, sem hér áður var talið mesta hnossgæti, en fáir lítt nú við. Áreiðanlega mætti létta talsvert þann bagga, sem íslenzki landbúnaðurinn er nú á ríkissjóöi, með því að hefja vísindalegar kyn- bætur á svína- og nauta-stofnum. Gætu þannig fleiri bændur en nú haft framleiðslu þessara kjöttegunda, sem áreiðanlega er ört vaxandi mark- aður fyrir, að atvinnu. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.