Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 7
Ymislegt um hrökkbrauð Næstum allt það Iirökkbrauð, er við eigum kost á að kaupa í verzlunum, er bakað úr rúg- xnjöli. Það er bakað á þann hátt, að næringarefnin fara ekki til spillis og það er því holl fæða. Það er ríkt af eggjahvítuefn- um og einnig járni, sem er svo mikilvægt fyrir líkamann. Auk þess er það ríkt af B-vítamín- um, sérstaklega B1 vítamíni. Það vítamín vill eyðast við hita, en það liefur verið rannsakað, hvort ekki sé nægilegt B-vítamín í hrökkbrauði þrátt fyrir hitaun við baksturinn og komið hefur í ljós, að svo er. Einnig er nokk- uð af E-vítamíni í hrökkbrauði. Hér fer á eftir ýmislegt, sem gott er að vita um hrökkbrauð. Gott er að hafa mulið hrökk- brauð út í súrmjólk. — í einu hrökkbrauði (1 stk.) eru 30—40 kalóríur. — Það er til margar tegundir af hrökkbrauði og eins og sjá má hér á myndinni er gott að bera fram af því ýmsar tegundir. Á Á myndinni eru 5 tegundir. — Smyrja á hrökkbrauðið á sléttu hliðinni, þar sem annars fer of mikið smjör ofan í hol- urnar. Flestir nota ost ofan á hrökk- brauðið og það er mjög gott. En ýmislegt annað má nota ofan á hrökkbrauð t.d. 1) Kaviar. 2) Égg — tómata — gaffal- bita. 3) Álegg — tómata. 4) Lifrarkæfu - súrar eða nýj ar agúrkur. 5) Reyktan lax — egg. 6) Þorskhrogn — tómatsósu eða sítrónusneiðar. 7) Kjötsneiðar — sinnep. 8) Rækjur — sítrónusneiðar persille. -K ^tiiiiiiiiiiiiaii|l||||||||||,l|,,,llll,|,|||||||||||||||||||||||||||4|(| HÚN ER 140 KlLÚ = Hérna á myndinni sjáum við I hina vinsælu Twiggy, sem er = ein vinsælasta sýningarstúlkan | í dag. Það hefði þótt tíðindum = sæta fyrir nokkrum árum, ef | slík horrengla hefði getað náð 1 svo langt í tízkuheiminum, en I Twiggy, sem réttu nafni heit- = ir Lesley Hornby er aðeins 40 i kíló að þyngd. Twiggy fær 80 1 pund í laun á klukkustund fyr- | ir að sýna fatnað og nú hefur i . Twiggy lagt féð í að kaCspa \ hlutabréf í fyrirtækjum og i stofnað sín eigin fatnaðarfyrir- i tæki. Bráðlega mun Twiggy i svö komast í vaxmyndasafn = Madame Taussauds á meðal | þeirra frægu, sem þar eru, = Mörgum þykir, að Twiggy sýni i þá furðulégu þróun. sem hefur = orðið í tízkuheiminum uridan- i farið, sem sagt að igera kon- i ur sem líkastar drengjum. | Twiggy er ákaflega föl og i veikluleg með lítil, dökk augu i sem eru það fallegasta viC | hana. I; ' Twiggy hefur fengið tilboí i Framhald á 15. síðu UPPSKRIFTIR Kjötréttur ca. 2 kg súpukjöt, 2-3 matsk. hveiti, 2 tsk. salt, 14 tsk. pipar, 3 stórir laukar, 75 g smjörlíki, 114 kg hvítkál, ca. 300 g kartöflur, 1 kjötkraftsteningur, 14 1 vatn. Kjötið er skorið frá beinun- um-.í ferninga. Beinin eru síðan soðin í vatninu. Laukurinn er skorinn niður og steiktur, þa,t' til hann er ljósbrúnn. Hann er síðan lagður á botninn í ofn- fþstu fati. Kjötinu er velt upp úr hveitinu og kryddi og létt- steikt á pönnu, siðan eru kjöt- stykkin lögð ofan á laukinrt í fatið. Fínt skorið hvítkál er sett þar ol'an á og síðan þunnar kart öflúsneiðar. Fituiia, sem sk’or- ið hefur verið utan af kjotinu, má síðan leiggja ofan á kartöfl- ’ urriar; éinriig i þunnum sneið- um. f soðiriú af kjötbeinunum ér tenirigurinn síðan látinn ' bráðna ög söðinu síðan hellt í xaut;, bciú öíuctix ci V crx Xvjxvctu Uq iauu vcx d x uxiixxxuill i IVU lililct við 150 gráðu hita. Þá er lokið tekið af og enn haft í ofninum í 20 mín. eða þar til kartöflurn- ar eru ljósbrúnar. Eplastykki , 14 kg. hveiti, 375 g smjörlíki, 214 dl. rjómi, 14 kg. epii, sykur, kanill, egg til að pensla með, grófur sykur og 75 g möndlur Hveitið, smjörlíkið og rjóminn er hnoðað saman. Deiginu er skipt í tvo hluta, sem eru flatfc ir út (á stærð við bökunarplötu). Framhald á 14. síðu. "l' apríí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ {Jt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.