Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 8
Andri ísaksson Fmmsöguerindi flutt á almennri ráðstefnu um Víetnam í Tjarnarbúð, 26. febrúar 1967 Land og þjóð Á UNDA NFÖRNUM árum hafa fá lönd verið jafnumlöluð og smáríkið Vietnam í Austur- Asíu. Ríki þetta var áður, eins og fle^tum mun kunnugt, hlutí af hinií svonefnda Franska Indó- kína. V;ar farið að tala um þetta land sém sérstakt ríki, eftir að Frakkar hrökkluðust frá Indó- kina 1954. i | t Til ýíetnam teljast þrjvi fyrr- verandi furstadæmi: Tonkin nyrzt, þá Annam langt og mjótt, og loksi Cochinchine — eða Kok- kánkínai — syðst. Lönd þessi byggja > margar þjóðir og ólíkar UH> hit,t og þetta, en fjölmenn- asta þjóðin í öllum löndunum er hin. sama, Víetnamar. Tala Vietnamar mál, sem er skylt kín- Versku. Nafn landsins, Víetnam, merkir „hið fjárlæga 'suður.” Víetnam á sér langa og merka sögu. Áhrif , Kínverja, hinna voddugu frænda og granna að narðan,: voru löngum rik í land- inu, o| undu Víetnamar þeim illa. S^ga landsins verður ann- ars rakjn mjög stuttlega hér, og tftkmörkuð fyrst og fremst við sam fikipti t’rakka og Víetnama. Nýlendustjórn Frakka í Vietnam. Það var árið 1859, sem Frakk- ar hófu beina landvinnifnga í Víetnam. Lögðu þeir þá undir sig borgina Saigon og nágrenni hennar. Að yfirvarpi fyrir her- hlaupi sínu höfðu Frakkar of- sóknir víetnamskra keisara á hendur kaþólskum mönnum í landinu. Frakkar létu ekki þar við sitja, og héldu áfram hernámi landsins. Árið 1883 má segja, að allt landið hafi verið hernumið, og fjórum árum síðar var Indó- kínasambandið stofnað. Það var nokkuð misjafnt, hve Frakkar höfðu mikla tilhneigingu til að stjórna landinu með harð- ýðgi. Fór þetta að miklu leyti eftir landstjórum. Margir þeirra sýndu mikla harðýðgi, eins og t. d. Paul Doumer, sem stýrði landinu 1897 — 1902. Víst er um það, að uppreisnir voru tíðar. Bar fyrst í stað mest á andstöðu mandarínanna, hinnar öflugu embættismannastéttar. Síðar lét hin vaxandi borgarastétt landsins nokkuð að sér kveða skamman tíma. En sú hreyfing, sem átti eft- ir að draga stærstan dilk á eftir Andri ísaksson sér, var r^ttæk og þjóðernisleg hreyfing, s|m menntamenn stóðu fyrir. Varð' þessi hreyfing, eink- um áhrifarík upp úr 1927. Ho Chi Minh í marzmánuði 1930 stofnaði maður að nafni Nguyen Ai Quoc Indókínverska kommúnistaflokk inn í Hong Kong. Maður þessi, sem síðar tók • sér nafnið Ho Chi Minh, varð leiðtogi þeirrar bar- „Það hefur aldrei fyrirfundizt góS styrjöld effa illur friffur“ (Benjamín Franklín), S 1. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ áttu, sem tekin var upp gegn Frökkum og öðrum útlendingum í landinu. Nafnið Ho Chi Minh þýð- ir ,,sá, sem færir Ijósið.” Árið 1941, í septembermánuði, eru Víetminh-samtökin stofnuð, einnig að frumkvæði Ho Chi Minh. Víetminh, eða Sjáifstæðis- bandalag Víetnam, voru sameigin- leg samtök kommúnista og ým- issa þjóðernissinna, sem vildu reka af höndum sér alla erlenda íhlutun, frakkneska, japanska eða aðra, og koma á lýðræðislegra stjórnarfari í landinu. í ágúst 1945, um það bil, sem Japanir eru að hverfa brott úr landinu, og áður en Frakkar hafa haft ráðrúm til að leggja undir sig landið að nýju, lýsa Ho Chi Minh og stuðningsmenn hans yf- ir stofnun víetnamsks lýðveldis. Er Ho tilnefndur forseti þess 2. marz 1946. Allt árið 1946 standa yfir erfiðír samningar milli Víet- minh og Frakka, og var einkum ágreiningur um hið hrísgrjóna- ríka Kokkinkína. Undir lok árs- ins ástunda báðir samningsaðilar gagnkvæmar ögranir með her- hlaupum, og má segja, að um áramótin 1946—’47 hefjist styrj- öld sú þeirra á milli, sem fræg er orðin, og stóð á 8. ár. Á árunum 1948—’50 reyna Frakkar að koma fótunum undir víetnamskt ríki að sfnu skapi, og var landið sjálfstætt að nafninu til. Yfir þetta ríki sitt setja Frakkar veiklyndan mann, Bao Dai að nafni, fyrrverandi Annams keisara. Um svipað leyti gerast aftur atburðir utan landamæra Víetnam, sem áttu eftir að verða andstæðingum Frakka allmjög til styrktar, þ. e. valdataka komm- únista í Kína undir forystu Mao Tse-tung. Stjórn Maos viður- kenndi stjórn Ho Chi Minh sem hma einu löglegu stjórn landsins þann 16. janúar 1950. Ósigurinn við Dienbienphu Stríðið heldur áfram. Frakk- ar fjölga mjög í liði sínu þar eystra, en senda þó aðeins at- vinnuhermenn þangað, þess er rétt að geta. Færustu herforingj- ar Frakka eru sendir austur, eins og t. d. de Lattre de Tassigny, sem lætur lífið í flugslysi 1952. Undir stjórn Henri Navarre hers- höfðingja er gerð áætlun um að reisa svokallaða „sóknarstöð” uppi í hálöndum Tonkin, þar semllver er mín sök? skæruliðar Víetminh réðu lögum og lofum. Var stöðin reist í grunnum dal að nafni Dienbien- phu, og settur yfir hana riddara- liðshershöfðingi nokkur, Mirhel de Castries. Þessi umdeilda á- kvörðun Frakka gaf herjum Víet- minh, undir forystu Vó Nguyen Giap, tækifæri til að gera út um stríðið á skömmum tíma. Víet- minh var miklu sterkara þarna en Frakka hafði órað fyrir. Eink- um kom það Fi'ökkum á óvart, hve birgðaflutningar gengu vel og reglulega til herja Giaps, en frumskógurinn var kvikur af fólki, sem bar og dró hermönn- um Víetminh vistir og skotfæri. Megináhlaup Vietminh á herstöð- ina í Dienbienphu hófst í marz 1954, og stóð úrslitaorrustan sam- fleytt í 55 daga. Lyktaði henni með fullum sigri Víetminh, þrátt fyrir gífurlega tæknilega yfir- burði Frakka. Friður saminn í Genf Þessir viðburðii’ ollu stjórnar- skiptum i Frakklandi, rétt einu sinni. Nýi forsætisráðherrann, Pierre Mendés-France úr flokki róttækra, hét því að koma á friði í Víetnam innan mánaðar frá þvi, að stjórn hans tók við taumun- um. Við þetta stóð Mendés- France. Samningar voru undir- ritaðir á ráðstefnu 9 ríkja í Genf aðfaranótt 21. júlí 1954. Með samningunum var Víetnam skipt í tvennt til bráðabirgða, og fylgdi markalínan Ben Hoi-fljóti, sem er við 17. breiddarbaug. Herir Víet-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.