Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 9
"'lc r' ';;0j /■' x 1»; v » ■'W .Bræður munu berjast heyrslu". Hermaður Saigonstjórnarinnar leiðir fangaðan skæruliða tii „yfir- komnirstjórn Ngo Dinh Diems, að liðs- minh skyldu allir vera norður fyrir markalínuna, og her- ir Frakka og bandamanna þeirra suður !íyrir hana, innan 300 daga. Fyrir maímánuð 1956 skyldi fara iVam þjóðaratkvæðagreiðsla íi öllu landinu um sameiningu og skiþuð var alþjóðleg eftirlits- nefnd 3 ríkja með samningunum. Atkvæðagreiðsla þessi fór þó aldirei fram í suðurhluta lands- ins;. Þar hafði kaþólskum man- darína að nafni Ngo Dinh Diem, fyrrverandi ráðherra Bao Dai, tekizt að festa sig í sessi. Ngo setti Bao Dai af eftir einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu í október 1955. Árið 1956 tókst hon- um að koma fótum undir ríki sitt. Var það mest fyrir atbeina Bandaríkjamanna, sem Ngo var miklu hlynntari en Frökkum. Um aðgerðir i þessa átt má nefna sem dæmi, að 24. júlí 1956 ákvað foringjar ríkishersins skyldu eft- irleiðis stunda framhaldsnám sitt í Bandaríkjunum, en ekki Frakk- landi, eins og tíðkazt hafði. Flestum þeim frönsku blaða- mönnum og rithöfundum, sem rit- að hafa um Víetnam og mér eru kunnugir, ber saman um það, að stjórn Diems, eins og hann var oft nefndur, hafi verið spillt kúgunarstjórn. Allir helztu stjórn- málaandstæðingar Ngos og bræðra hans voru hundeltir, ofsóttir, fangelsaðir og jafnvel drepnir. Það var löngum mikil þröng í fangelsum þessara bræðra, og fangarnir sátu þar langflestir af st j órnmálaástæðum. Þ j óðf relsisf y lkingin Árið 1960 tóku allflestit and- stæðingar stjórnar Ngo Dinh Di- ems höndum saman og stofnuðu samfylkingu hinn 20. desember þ. á. Að samfylkingunni stóðu fyrst og 'fremst kommúnistar, — nokkrir vinstri sinnaðir og frjáls- lyndir stjórnmálaflókkar, ýmis trúarsamtök, bæði búddhista og svokallaðra caodaista t. d., ýmsir þjóðernisminnihlutar o. fl. Sam- fylkingin nefndi sjálfa sig Þjóð- frelsisfylkinguna, en Diem nefndi hana Víetkong, sem merkir „ví- etnamskir kommar.” Þetta síðara orð, sem er stutt og laggott, hef- ur komizt inn í heimsfréttirnar, til mikils ama þeim, sem táknað- ir eru með því. Þeir vilja leggja áherzlu á það, að fylkingin sé ekki kommúnisk, eða að komm- únistar séu þar aðeins minnihluti. Þetta kann að hafa verið rétt í byrjun, en naumast getur leikið nokkur vafi á því, að með örum stigvexti styrjaldarinnar hafa rót- tækustu öflin tekið mestöll völd í hreyfingunni, en þar er að verki dynamiskt lögmál, sem mjög oft á við, 'þegar sverfur til stáls í baráttusamtökum. Atburðir síðustu sex ára, stig- vöxtur stríðsins, sem Bandaríkin hafa gert að sínu stríði, eru kunn- ugri en svo, að ég sjái - ástæðu til-að rekja þá hér. Mun ég því snúa mér aftur að athugun sam- skipta Frakka og Víetnama. Samskipti Frakka og Vietnama. Það,' sem fyrst er vert að líta á í þessum samskiptum, er tím- inn. I’að má ekki gleyma því, að Frakkar hafa þekkt og umgeng- izt Víetnam lengur en nokkur önnur Evrópu- eða Ameríkuþjóð. V » SKJALA- GEYMSLU- HURÐIR eru fyrirliggjandi. Landssmiðjan Sími 20680. TIL SÖLU AF LAGER NOTAÐIR GAFFALLYFTARAR Coventry Climax rafkn'úinn lyftari model LGE. Lyftir 4000 pundum í 12 fet, 36 tommu gafflar, massiver hjólbarðar og rafgeymir. í góðu ástandi. Coventry Climax knúinn dies elvél, model IGDA. Lvftir 4000 pundum í 7,5 fet, 48 tommu gafflar og lofthjól- barðar. í góðu ástandi. Coventry Climax knúinn dies elvél model IGDA Lyftir 4000 pundum í 12 fet 36 tommu gafflar og lofthjólbarðar. í fyrsta flokks standi. Covéntry Climax knúinn dies elvél model IGDA, lyftir 4000 pundum í 8 fet, 48 tommu gafflar og lofthjólbarðar. Endurbyggður. Coventry Climax knúinn dies elvél model IGDA, lyftir 4000 pundum í 10 fet, 48 tommu gafflar og lofthjólbarðar. í fyrsta flokks ástandi. um. Hafið samband við Globus hf. Lágmúla 5, Reykjavík, sími 11555. NOTAÐIR LYFTIKRANAR Jones KL22, á lofthjólbörð- um, knúinn Turner 1V95 dies elvél með 16 feta hliðtengdri J bómu. Lyftir 2 tonnum -í 8; feta radius. Yfirfarinn og í fyrsta flokks ástandi. Jones -KL22 sem að ofan en knúinn Turner 2V95 diesel- vél. Yfirfarinn . og í fyrsta flokks ástandi. Neals NS 45 á lofthjóibörð- um, knúinn Lister loftkældri, dieselvél. Með 25 feta grind ' arbómu. Lyftir 4 tonnum í 8 feta radius. Lítið notaður og f fyrsta flokks ástandi. Jones KL33 á Iofthjólbörðum mismunadrif. Knúinn Petter AVA 2T diéselvél. Með 16 feta og 9 tommu hlið- tengdri bómu. Lyftir 3 tonn um í 7,5 feta radius. í fyrsta flokks ástandi á sól- uðum hjólbörðum og máluð- 600 eða George Cohen Machinery Itd- LONDON, IV 12, símnefni Omniplant Telex: London, Telex no. 21288/9. • • _ ■ ■ V. FERMINGARSKEYTILANÐSSÍMANS SÍMI 06 1. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.