Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 1
MiSvikudagur 17. apríl 1968 — 49. árg. 68. tbl. Gagnrýnin g hvöss' FjármáSaráSuneytið svarar gagnrýni AiþýSibEa^sins í gluggamálinu Fjármálaráðunejtið hefur sent frá sér grreinargerð um gluggamálið, þar sem segir að smíði gluggaveggja í nýju tollstöðvarbyggingunn? í Reykjavík verði gerð í samvinnu milli innlendra aðilja og er_ lendra: Völundur hf. smíði hluta glugganna, en að öðru leyti leggi danska fyrirtækið Perspektiva A/S til efni í gluggaveggina, en uppsetning þeirra eigl sér stað á vegum innlendra aðilja. Verði verkið með þessu mói um 1,5 milljón kr. ódýrara en ef tilboði Rafha hefði verið tekið, en í því tllboði sé einnig gert ráð fyrir að hluti verksins verði unnin af erlendum aðiljum. Fréttatilkynning ráðuneytisins er- á þessa Ieíð: í forsíðufrétt í Alþýðublað- inu hinn 9. apríl og leiðara hinn 10. apríl hefur Alþýðublaðið tjáð lesendum sínum, að í tveim ur stórbyggingum, sem nú eru reistar á' vegum ríkisins í mið- bænum í Reykjavík, tollstöð og Landssímahúsi, séu erlend fyrir tæki ráðin til að smíða glugga- veggi í þessi stórhýsi, og gangi ríkið framhjá íslenzkum iðnaði með verkefni fyrir rúmlega 12 millj. kr. Að því er varðar Lands símahús mun póst- og símamála stjórn gera grein fyrir þessu máli. Tollstöð við Reykjavíkur höfn er hins vegar byggð á veg um fjármálaráðuneytisins og telur ráðuneytið í því sambandi eðlilegt að taka fram eftirfar- andi. Gagnrýni Alþýðublaðsins á þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið í sambandi við áður nefnd verk er mjög hvöss og telúr ráðuneytið illa farið, að svo hörð gagnrýni skuli ber- sýnilega vera sett fram að því er varðar tollstöð í Reykjavík án þess að blaðið hafi vitneskju um grundvailaratriði málsins. Tollstöðvarhúsið í Reykjavík er þannig gert, að á því eru stórir gluggaveggir, rammar með ísettu gleri. Þar eð hér er um að ræða mjög umtalsverðan hluta af byggingarkostnaði var það verk að smíða og setja upp þessa gluggaveggi boðið úf og bárust tilboð frá 10 aðilum, sem voru mjög mismunandi að verði og gæðum, allt frá röskum 5 millj. kr. og yfir 12 millj. kr. á eldra gengi. Eins og áður sagði var efni það, sem í boði var frá hinum ýmsu tilboðsgjöfum, mjög misjafnt að gæðum og styrk- leika. Það kom enn fremur í ljós, að öll tilboðin, hvort heldur þau komu frá innlendum eða er lendum pðilum voru f.vrst og fremst erlend og í engu tilfellinu innlend að meiru en % hluta. Fyrir gengisfellingu íslenzku krónunnar höfðu tilboð verið ikönnuð og bygginganefnd húss- ins komizt að þeirri niðurstöðu, að af innlendum tilboðum kæmi helzt til greina að taka tilboði Raftækjaverksmiðju Hafnarfjarð ar h.f., en af erlendum tilboðum kæmi helzt til greina að taka til boði Perspektiva A/S, dansks Framhald á bls. 13. Körfuknattleikur Framm'istaða fslendinga á nýafstöðnu Norðurlandamóti í körfuknatt leik var til sóma. Bezti maður íslenzka liðsins, að öðrum ólöstuð- um, var Þorsteinn Hallgrímsson sem hafði beztu útkomu íslenzku leikmannanna úr þeim fjórum atriðum sem reiknuð eru eínstök um leikmönnum til tekna, þ. e. fyrir flest stig„ flest fráköst og bezta hittni í vítaköstum ogr skotum. Þorsteinn er nýútskr'ifaður verkfræðingur frá Kaupmannahafnarsháskóla. Sjá nánar um leikina á íþróttasíðu blaðsins. (Ljósm.: Bjarnleifur). tmn með 1006t. í þætti Péturs Axels Jónsson. ar í blaðinu í dag um verstöðv arnar kcmur fram að Greirfugl inn sé aflahæztur á þessari ver tíð, búism að afla 100(5 tonn. Þetta er me'iri afli en hann fékk á allri vertíðinni í fyrra og.ekki ósennilegt að skipverj um á Geirfuglinum _takist að slá nýtt met ef gæftir og afli verður góður um nokkurt skeið enn. Hverniq dó Masaryk? Málgagn tékkneska kommún- istaflokksins hefur kvatt sov- ézk yfirvöld til að aðstoða tékknesk yfirvöld til að rann_ saka, hvernig dauða fyrrver andi utanríkisráðherra Tékkó slóvakíu hafi borjð að hönd- um, en hann fannst látinn fyr ir framan íbúð sína í tékk- nesku þinghöllinni við valda töku kommúnista 1948- Hefur hingað t’I verið gefið til kynna af opinberri hálfu að hann hafi framið siálfsmorð. Segir blað ið að ekki sé ósennilegt að leynilöffreelan rússneska und- ir st.iórn Beria hafi staðið að morð’nu á Masaryk með til- liti til þeirra ofsókna, sem leynilögreglan hélt upoi gegn tékkóslóvakískum embættis- mönnum meðan Beria veitti rússnesku leyntbjónustunni forystu- Hafa miklar umræð- Frí>mhald á 14. siðu. Útvarps- umræður Almennar útvarpsumræður, eldhúsdagsumræður, fara fram á alþingi í kvöld og ann að kvöld. Ræðumenn Alþýðu flokksins í kvöld verða ráð- herrarnir Emil Jónsson og Eggert G. Þorsteinsson, en annað kvöld tala af hálfu flokksins dr. ' Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra og alþingismennirnir Benedikt Gröndal og Sigurður Ingi- mundarson. Hefur de Gaulle sovézkan njósnara íyrir rábunaut? Ásakanir um þa@ birtast í e riendum blöðum. .. Brezku sunnudagsblöðin, The SUNDAY TIMES og The OB- SERVER skýrðu frá því um helg ina, að ásakanir hai'i komið fram um það að einn af nánustu ráðunautum de Gaulles Frakk Iandsforseta sé í rauninni sov ézkur njósnari. Það er fyrrver- andi franskur njósnari, sem nú er búsettur í Bandaríkjun. um, sem heldyr þessu fram, en hann er talinn byggja staðhæf ingu sína á upplýsingum frá sovézkum yí'irmanni í leyniþjón ustunni sem flúði land 1961, en upplýsingar þessa sovétnjósn- ara urðu m. a. til Þess að upp komst um brezka njósnarann Kim Philby. The OBSERVER segir að frá sagnir Frakkans munu byrja að birtast í bandaríska viku- blaðinu LIFE mjög bráðlega, en The SUNDAY TIMES segist munu hefja birtingu á frásögn inni um næstu helgi. The OB- SERVER segir hins vegar þessar staðhæfingar séu komn ar frá Thiraud de Vosjoly of- ursta, sem starfaði í 10 ár í Washington sem tengiliður ■milli frönsku leyniþjónustunn- ar og CIA, en hliðstæðu starfi gegndj Kim Philby á sínum tíma fyrir brezku leyniþjónust Framhald á bls. 14. Er þessi bók ekki skáld- skapur, heldur raunveru- leg?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.