Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 - 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Eeykjavik. - Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. - Askrlftargjald kr 120,00. - I lausasölu kr. 7.00 eintakið------Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf! 6 0 einmenningskjördæ mi ? UNDANFARNAK VIKUR hafa sprottið upp nokkrar umræður um kjördæmaskipan, og hefur bólað á gömlum hugmyndum um að hætta við hlutfallskosningar en skipta öllu landinu í einmenn ingskjördæmi. Hafa þessar um- ræðiír borizt inn á Alþingi, þar sem f jallað hefur verið um stjórn arskrármálið í heild. Svþ virðist, seam þröngsýni framfeóknarmanna hafi bjargað þjóðínni frá slíkri kjördæma- skipan. Sjáljfstæðismenn vildu gera Reykjavík að 20-30 einmenn ingskjördæmum, eins og íbúa- fjöldi gaf tilefni til, en því hafn- <aði Framsókn. Þar með var sam komulag þessara flokka um mál ið úr sögunni, en Sjálfstæðismenn sneru sér að vinstriflokkunum og sömdu um hlutfallskosningar í stórum kjördæmum. Meginröksemd fyrir einmenn- ingskjördæmum er, að þau veiti einum flokki hreinan meirihluta °g tryggi festu í stjórnarfari. Bjarni Benediktsson hefur í þing ræðu afsannað þessa kenningu með dæmum um upplausn, er var í íslenzkum stjórnmálum, með- an enn voru einmenningskjör- dæmi, og festu, sem skapazt hef- ur eftir <að hlutfallskosningar urðu algerar 1959. Þafmeð er veigamesta röksemd fyrir ein- menningskjördæmum hrakin. Sagt er, ?að einmenningskjör- dæmi mundu draga úr flokka valdi og gera stjórnmálin persónu legri. Þetta er misskilningur. Hér á landi mundu þrír minni f lokk- ar taka saman höndum gegn þeim stærsta í hverju kjördæmi. Þar með væri val frambjóðenda kom ið í hendur flokkanna og vald þeirra meira en nú er. Val á milli manna yrði mun þrengra en nú. Hvert einmeriningskjördæmi á íslandi mundi hafa innan við 2.000 kjósendur. Svo smá geta kjördæmi ekki verið, enda alltof létt að hafa á þau áhrif með efna hags- eða fjármálavaldi eða á annan óeðlilegan hátt. Menn ræða um jafnrétti allra borgara, hvar sem þeir búa á land inu. I þeim efnum hefur pottur verið brotinn hér á landi og er enn. Ekki má þó gleyma, að ann- ars konar misrétti getur skapazt. Einmenningskjördæmi mundu skapa herfilegt misrétti gagn- vart minnihlutaflokkum og draga óeðlilega úr aðstöðu þeirra. Kem ur jafnvel fyrir (sbr. England óg Bandaríkin), að minnihlutaflokk ur fær meirihluta þingmanna, en meirihlutaflokkur verður að stjórnarandstöðu. Tilviljanir ráða of miklu um, hvernig fylgi f lokka raðast í hin smáu og mörgu kjör dæmi. Þessi áhætta jafnast hjá stórþjóðum, en yrði óþolandi hjá smáþjóð með aðeins 60 eða færri kjördæmi. Það er hægt að gera ýmsar end urbætur á núverandi kjördæma skipan, bæði til aukins jafnréttis kjósenda og tíl að gera kosningu persónulegri. En í grundvallar- atriðum hefur þessi skipan gefizt vel og fært þjóðinni meiri festu í stjórn landsins en áður hefur þekkzt. Einmenningskjördæmi eru stór gölluð og má hiklaust fullyrða að íslenzka þjóðin mundi aldrei sætta sig við þau í raun. KJÖRBÖRN 0 Bréfa— KASSINN GERA ber skarpan greinar- mun á 1) ættleiðingu og 2) fóst ursambandí, sem er tvennt ó- líkt. Um ættleidd börn, eða kjör börn eins og þau eru venjulega nefnd manna á milli, gilda hér á landi sérstök lög, en um fóstur börn er við fá lagafyrirmæli að styðjast og alls engin heildarlög. Lög um meðferð einkamála í hér aði og lög um meðferð opin- berra mála drepa þó lítillega á fóstursambahd. Sjá og alm.hegn ingarlög og lög um almannatrygg ingar. Mikill munur er á því hvort barn er kjörbarn eða fósturbarn. Binn veigamesti munurinn á ættleiðingu og fóstri er þessi: 1) Þegar barn er ættleitt, hverfa foreldraráð til ætt- leiðenda. 2) Þegar barni er komið í fóstur, haldast foreldraráð in eftir sem áður hjá for- eldrunum. Annar veigamikill munur er líka sá, að erfðasamband er á milli kjörforeýldra og kjörbarna og gagnkvæmt, en ekkert erfða samband (lögerfðasamband) á milli fósturforeldra og fóstur- barna þeirra. Hins vegar er að sjálfsögðu áframhaldandi erfða- samband milli fósturbarns og kynforeldris, þó að barninu sé komið í fóstur. Við ættleiðingu rofna aftur lögerfðatengsl kyn- foreldris og kjörbarns. Fóstur er að sjálfsögðu stofn inn bæði í venjulegu fóstursam bandi og ættleiðingu, — er ætt le!ðing sprottin úr venjulegu fóstursambandi, sem því er eldra. T.d. rekumst við víða í ís lenijjngasögum á' fóstursamband, en að sjálfsögðu ekki á ættleið ingu, eins og við þekkjum hana nú. Að fornu tóku menn oft ann arra börn til fósturs og uppeldis í heiðursskyni við foreldra — eða þeim til stuðnings, sem í kröggum voru. Ættleiðing í íslenzkum lög- um er þangað komin úr dönsk um rétti, sem aftur hefur þáð hana úr öðrum evrópskum rétti. Talið er, að ættleiðing sé upp- haflega komin úr Rómarrétti (adoptio-doptio: Kjörval). í Róm arréfti var um tvenns konar ætt leiðíngar að ræða — germanskur réttur er aftur kunnur að ýmiss konar fóstursamböndum. Ætt- leiðing er nú orðin töluvert rót gróin og ekkert reifabarn í norr ænum rétti, - en þó að undar- ItO0 .& RB"IUR legt megl virðast eru til þjóðir, sem jafnvel þekkja hana ekki, t.d. Portúgalar, en í Portúgal, einu Evrópulanda, þekkist ætt- leiðing alls ekki. Og sum önnur Evrópulönd hafa verið sein til í þessum efnum, - t.d. fengu Holl endingar sína fyrstu ættleiðing- arlöggjöf ekki^fyrr e,n 1956. Ættleiðing er mjög viðamik- ið lögfræðilegt viðfangsefni, sem ekki verða gerð skil að ráði að þessu sinni; verður það að bíða sérstakrar greinar, ef tækifæri gefst. En þeim sem áhuga hafa á' að kynna sér efnið til ein- hyerrar hlítar, hafa til dæmis á huga á að taka k.iörbarn, skal bent á tvö undirstöðurit íslenzkra bókmennta um þessi efni: langa og ítarlega ritgerð próf. Ármanns Snævarrs um hina lögfræðilegu hlið málsins, en sú ritgerð birt ist á sínum tíma í Tímariti lög fræðinga og var gefin út sér- prentuð; og bók dr. Simonar Framhald á bls. 14. ¦ Að liðnum páskum NÚ eru blessaðir páskamir liðnir með fylltu lambslæri, sviðum og rófustöppu — og steiktum svínakótelettum. Mikið lifandis skelfing er maS ur nú saddur og ánægður —. og svo sá maður Djeims Bond á annan — svona til að kór- óna lífsfyllinguna og sælutil- finninguna. Já, það er sem ég segi: það ættu alltaf að vera jól eða páskar. EN kæri Bréfakassi. Hver er annars skýringin á því aS maður er alltaf svona skolli latur og syfjaður eftir stór. hátíðir? Það er fjanda korh- ið að máður nenni að fara að vinna aftur. Er þetta ef til vill einhvers konar ofmettun — sem lýsir sér í andlegum og líkamlegum sljóleika? SVO kemur að því, að maður fer að hlakka til sumardagsina fyrsta- Þá fara blessuð börn- in á kreik með feðrum og mæðrum — veifandi þrílitura fánum — íslenzka fánanum vænti ég? Ég vona bara mað ur fái ekki að sjá mikið af káboj-höttum og þvílíku, — það hefur alltaf komið svo illa við þjóðræknina í mér. OG iþá er niQ víst ekki annað eftir en að kveðja. Vertu bless aður, Bréfakassi minn, og fyr irgefðu tilskrifið, sem var nú reyndar í fátækara lagi. Ég vona að þú takir viljann fyrir verkið- -Mér er alltaf svo skolli létt um að skrifa begar vorar. Vorið virkar eitthvað öðruvísi á mig en aðra. Þá lanpar mig bara að setjast nið ur að lesa eða skrifa gullald arbókmenntir). BLESSAÐUR þinn K.S. EIRROR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vaínslagna. Bursfafell byggringavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. 2 17. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.