Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 5
Gautaborg 13da apríl 1968. Heill og sæll, kæri vinur- ÞÚ spurðir mig í bréfi um dag inn um áiit á þróun íslenzkra fræðslumála og skal ég nú ekki lengur láta þá kurteisi ] Jmdir höfuð leggjast að gera tilraun i.i anusvars. Erj svo er um þetta mál sem umræðu okkar um Alþýðuflokkinn, að fremur er þetía bókarefni en bréfs- Staða okkar í þessum málum er hvorki fögur né til fyrirmyndar, hvernig sem á því getur slaðið, eins og Steinn Steinarr komst stundum að orði. Ungir sjálfstæðismenn hafa þótzt sýna þessu málefni áhuga að undanförnu, og er það út af fyrir sig fagnaðar- efni, einkum með tilliti til þess að stærsti stjórnmála- flokkur landsins hefur ekki af sérlega miklu að státa í skóla- málum, né öðrum menningar málum ef því er að skipta. Miklu meiri tíðindum sætir ráðstefna landssambands menntaskólanema og ályktan- ir þeirra, svo og hin óvænta „menningarbylting“ lands- prófsiiema í Reykjavík. Þetta er gleðilegur voltur um áhuga nemenda sjálfra, enda er beim málið skyldast. En bragð er að þá barnið finnur, stendur einhvérs staðar skrifað, og gildir í þessu máli að leiðtog- ar í fræðslumálum íslands haldi ekki alls kostar vöku sinni, ef skólanemendur þurfa nú að knýja á um breytingar til úrbóta. Þó er þetta ekki annað en eðlileg afleiðing þess sem er að gerast í nágrarína- löndunum. Hér í Svíþjóð eru nemendasamtökin öflug og um svifamikil og gjarnan til þeirra leitað um ráðuneyti ef nýmæli í skólamálum eru á dagskrá- LÍTT gezt mér að þeim tillög- um sem nokkrar hafa fram komið á þessum vetri og miða að afnámi landsprófs, Ég hef haft fjölbreyttari afskipti af þessu prófi en flestir aðrir- Ég hef gengið undir prófið, búið nemendur undir það í fimm ár og verið formaður lands- prófsnefndar um tveggja ára skeið. Ég tel mig því geta rætt um það af nokkurri þekkingu og reynslu. Þrátt fyrir ýmsa gagnrýni sem að því hefur beinzt, hefur enginn mér vit- anlega getað bent á betra fyr- irkomulag. Sameiginlegt inn- tökupróf í menntaskóía um land allt hefur ómetanlega kosti, ekki aðeins fjárhagslega tfyrir allar hinar efnáminni fjölskyldur, heldur tryggir það ekki síður fastákveðinn þekkingargrundvöll allra nem- enda er hefja menntaskólanám. Þessu má ekki gleyma. Allir kennarar vita hvernig ástand- ið er að því er tekur til al- menns gagnfræðaprófs. Þar er að heita má ógerningur að meta þekkingu nemenda eftir próskírteinum þeirra, prófin eru svo ólík frá hinum ýmsu skólum og lítið samræmi í einkunnagjöf. Auk þess trygg ir landsprófið öllum þeim er það hafa staðizt, setu í menntaskólum- Enginn mennta skóli hefur heimild til að hafna nemanda með gilt lands próf. EF fallið yrði frá landsprófs- kerfinu ætlu meríntaskólarnir auðveldara með að vísa nem- endum frá samkvæmt þeirri sjálfsögðu afsökun að óger- legt sé að meta þekkingar- grundvöll þann er búi að baki prófi þeirra, og sennilega krefjast eigin inntökuprófs. Við þetta myndi trúlega bæt- ast að miklu fleiri leituðu til inngöngu í menntaskóla en hægt væri að veita viðtöku og ættu þangað erindi. Og hvað á þá að gera? Þá er komið sama öngþveitið og ríkir í þessum málum hér í Svíþjóð, þar sem ekkert landspróf er- Og hér er ástandið svo alvar- legt að Moberg, ráðgefandi menntamálaráðherra, viðhafði jþau ummæli í sjónvarpsviðtali ebki alls fyrir löngu að eins gott væri að éfna til happ- drættis um inngöngu í mennta skólana og fara eftir burtfar- arprófum lægri skólanna, þar sem ekkert samræmi væri í einkunnagjöf. ÞAÐ mun hafa staðið á ein- hverju kröfuspjaldi í „menning arbyltingunni“ að landspróf ætti ekki að búa ti! náfgauka, og er það orð að sönnu. Hér er á ferðinni vandamál er mik ið var rætt þann tíma sem ég veitti landsprófsnefnd for- ustu og voru þá gerðar ríokkr- ar breytingar á prófinu sem áttu smám saman að leiða til mikilla umbóta- Hins vegar voru þá allir nefndarmenn sam mála um að prófinu ætti að breyta smám saman og ekki allt í einu. Ég vona að þessari stefnu hafi verið haldið áfram. Það er ekki ýkjamikill vandi að bæta prófið þannig smám srman verulega í einstökum greinum og bæta þannig það sem gallað hefur verið, en þeir gallar hafa leynzt í einstökum prófgreinum en alls ekki í prófkerfinu- EN það er fleira skólamál en landspróf. Ég hygg að barna- skóiarnir standi einna bezt í stykkinu, þrátt fyrír allt, af islenzkum skólastigum — og menntaskólarnir verst, en Menntaskólinn að Laugar- vatni og Hamrahlíðarskólinn hafa sýnt mikinn umbótavilja. Því ber mjög að fagna, en jafnframt er þess að gela að menntaskólarnir eru frjálsari í skólakerfinu en aðrir skólar og því miklu auðveldara að breyta þeim og bæta þá. Ég hef til dæmis aldrei getað skil ið hvað verið er að halda í þriðja bekk menntaskólans,- Hann er leifar gagnfræðaprófs ins gamla sem landspróf hef- ur leyst af hólmi. Þar með hefði í rauninni átt að leggja hann niður og breyta mennta skólunum í þriggja ára skóla eða að minnsta kosti láta deildaskiptingu hefjast strax í neðsta bekk menrítaskólanna. Nú er námið þennan vetur hvorki fugl né fiskur, eins kon ar millistig landsprófs og menntaskóla og í litlum tengsl um við óframhaldandi nám. Og varla er verjandi að gera þennan bekk að nýrri lands- prófsdeild með hörðu úrtöku prófi að vori- eins og sums stað ar er gert með vafasömum ár- angri. Þá er brýn þörf á deilda fjölgun í menntaskólunum. Það er í' engu samræmi við breytta þjóðfélagshætti að enn skuli aðeins vera tvær deildir um að velja, þær ættu að minnsta kosti að vera fjórarj ef ekki fimm og rniðá þær (sumar í það minnsta) meira við háskóíanám en nú er gert. Bæta þarf við náttúrufræði- deild, þjóðfélagslegri deild og ef til vill tvískipta málkdeild- inni. ÞESSU fylgir að sjálfsöfeöu að menntaskólarnir þurfa að verða miklu umfangsmeiri stofnanir en nú er. Það þarf að búa þá miklu betri ok meirí og nýtízkulegri húsakosti, búa þá öflugum bókasöfným og skapa nemendum vinnuað- stöðu í skólunum, auka sjálf- stæð vinnubrögð nemenda, fjölga kennslugreinum og skapa valfrelsi, t-d. milli tungu mála (þar sem að þiinnsta kosti ætti að bæta vi$ rúss- nesku, spænsku og ít'ölsku). Það er með öllu óverjándi að tónlistarfræðsla skuli engin vera, sömuleiðis ætti að kenna helztu undirstöðuatriði mynd- listar og heimspeki. ÞEGAR þetta er haft í huga ætti að vera augljóst hvers vegna margir snúast öndvert við þeirri stefnu alþingis að fjölga menntaskólunum um tvo á Vestfjörðum og Austur- landi- Við höfum nú 6 stúd- entaskóla og það ætti að nægja í bili handa 200 þús. manna þjóð. Hér til kemur að tveir elztu menntaskólarnir búa við húsnæði sem einungis verður talið hlægilegt. Það sem gera þarf í málefnum menntaskól- anría er að stórefla þá og gera bá að nútímaskólum (í stað þess að vera 19. aldar skólar) en ekki að bæta við tveimur hálfkáksskólum í viðbót- ANNARS hygg ég að auðvelt sé að svara bví hvað sé að í íslenzkum skólamálum. Það er í rauninni ekki skólakerfið- Það er peningaleysi, áhuga- Farmhald a? bls. 14 17. apríl 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.