Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 2
rAT lŒoastö) Bltstjórar: Krlstján Berst Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 - 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. - I lausasölu kr. 7,00 eintakið. _ Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. I MAÍ Á HÁTÍÐISDEGI verkalýðs- ins, 1. maí, sameinast allir laun- þegar um þau baráttumál, sem þeir leggja á mesta áherzlu. Enn þá fer víðs fjarri, að vinnan sé jnetin því verði, sem þjóðfélag nútímans á 'að geta greitt. Ennþá búa launþegar við miðlungskjör og lág kjör í samanburði við aðra, og standa að mörgu leyti höllum fæti í lífsbaráttunni. Tilgangur 'verkalýðshreyfingarinnar er að jafna þessi met. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík leggur megináherzlu á fjögur atriði í ávarpi sínu í dag. Þau eru þessi: Atvinna handa öllum. Uppbygging eigin atvinnulífs. Dagvinnulaun til lífsviðurværis. Þjáðum bræðrum brotna hlekki. Þrjú fyrstu atriðin lúta að stétta baráttunni hér á landi og minna á, að atvinnan er fyrir öllu, að atvinnulíf þjóðarinnar verður fyrst og fremst að byggja með ís lenzíkum höndum og hugviti undir íslenzkum yfirráðum, og loks að eðfilegur vinnutími dugir enn ekki til að tryggja verkafólki lífsviðurværi. Fjórða krafan er stíluð til um- heimsins. Fulltrúaráðið vill sýna öreigunum og fátækri alþýðu annarra landa hugarþel sitt, fylgja eftir kröfunni um sjálfs- stæði undirokaðra og brauð til hungraðra. Það styður þróunar- ríkin á leið til bjargálna, mótmæl ir undirokun kynþátta og minnir á mannréttindaár Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúaráðið krefst friðar í Vietnam og fulls sjálf- stæðis þjóðarinnar. Það mótmæl ir samþjöppun valds, herforingja klíkum og vaxandi einokun skoð anamyndunar. Meginkrafa dagsins kemur fram í upphafi ávarpsins. Það er á þessa leið: Atvinna öllum verkalýð! Ávarp vort í dag hefst á kröfu um atvinnu, undirstöðu okkar daglega lífs og hamingju. I vetur hefur liðið um vofa atvinnuleys is og auðra handa. Taki hún að ganga ljósum logum, mun afli beitt. Við vísum á bug hugmynd um um sjálfvirkni þjóðfélags- legra athafna - þeim mun vofan fylgja og veikleikinn. Við vilj- um vera herrar athafna okkar í þjóðfélaginu. Atvinnuleysi er böl sem ekki verður við unað. Alþýðublaðið sendir öllum verkalýð landsins hamingjuósk- ir í tilefni dagsins. LANDSPRÓFí 1. Einfaldið eins og unnt er: a) (5x + 2y)3 - (5x - ly)? 2x + l X 7 2x+3 x—2 2x? — x — 6 2. a) Einfaldið eins og unnt er: STÆ RÐFRÆÐI 4 a) x-fy —2z = 3 3x-f2y- z = 12 8x—4yf-5z = 21 b) í tveggja stafa tölu er síðari tölustafurinn einum hærri en sá fyrri. Tala þessi er 13 4a?c? 15x2 -------: 12 .----------------- 5bx9 ab‘-'c b) Ari og Bjarni aka á skellinöðrum sínum suður Reykjanesbraut. Þeir aka báðir með jöfnum hraða, Ari 36 krri/klst, en Bjarni 54 km/klst. Klukkan 10 mín. yfir tíu fer Ari fram hjá Vatnsleysu- strandarvegamótun- um, en Bjarni fimm mínútum síðar. Hvað er klukkan, þegar Bjarni ekur fram úr Ara? 3. a) Tölurnar, sem hér fara á eftir, eru ritaðar í tvíundarkerfi. Reikn- ið í tvíundarkerfi og skráið útkomur síðan í tugakerfi. Sýnið greinlega framkvæmd reikningsins (1) 100101+11011-f 10111+110= (2) 1000001101 : 11001= b) Á Eyri eru alls 168 heimili. Á fjórða hverju heimili er favorki sjónvarpsvið- taek né talsímatæki. Á helmingi heimil- anna, sem síma hafa er einnig sjónvarpsvið tæki. Heimilin, sem sjónvarpstæki hafa, en ekki síma, eru 36 fleiri en hin, sem bæði tæk in hafa. Á hversu mörgum heimilum á Eyri eru bæði sjón- varpsviðtæki og tal- símatæki? 5. 1 ársbyrjun síðasta árs voru 180 af bókum Ásgríms á Eyri í bandi. Á árinu lét Ásgrímur binda inn eina af hverjum 35 bókum, sem hann átti óinnbundnar í ársbyrjun, og keypti einn- ig nokkuð af nýjum bók- um, þriðjungi fleiri óinn- bundnar en innbundnar. í árslok hafði þó óinnbundn 1. maí í Olafsvík FJÖLBREYTT hátíðahöld verða í Ólafsvík á vegum Verkalýðsfélagsins Jökuls í dag, 1. maí. Hefjast þau með kvik- myndasýningu fyrir börn í fé- lagsheimilinu kl. 16. KI. 21 um kvöldið hefst svo samkoma fyr- ir fullorðna. Ræðu flytur Sig- urður Guðmundsson, skrifstofu stjóri; fluttur verður leik- þáttur og sungnar gamanvísur. Kl. 23 hefst dansleikur, sem standa mun frana eftir nóttu. £ 1. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ II. 1968 Finnið x, y og z hærri en þreföld þver- summa hennar. Hver er talan? um bókum Ásgríms fjölg- að þriðjungi minna á ár inu en innbundnum bók- um hans, og voru nú inn- bundnar bækur Ásgríms 23 færri en óinnbundnar. Hversu margar bækur hafði Ásgrímur keypt á árinu og hversu mikil var bókaeign faans um síðustu áramót? Frá Guöspeki félaginu STÚKAN BALDUR heldur síð- asta reglulegan stúkufund starfs- ársins næstk. fimmtudagskvöld kl. 21,00 í húsi félagsins. D a gs kr á: Erindi. Innri barátta Jesú í eyðimörkinni. — Guðjón B. Baldvinsson flytur. Gestir velkomnir. Hljómsveit. Kaffiveitingar. VIÐ HOT— HÆLUH Ófeigur enn! í MÓTMÆLUM í GÆR gerði ég að umtalsefni nokkur atriði, er fram komu í nýlegu út- varpserindi Ófeigs læknis Ófeigssonar, sem ég vona að sem flestir hlustendur hafi hlýtt á. Rúmsins vegna gat ég ekki fjölyrt frekar um það að því sinni, en leyfi mér að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið. Öfeigur læknir lauk er- indi sínu með áskorun til blaða manna að ljá nú tilteknu mál efni lið. Taldi hann þá geta fengið miklu áorkað, ef þeir „nenntu og þyrðu“. í þessari brýningu læknisins felst tví- mælalaust nokkur aðdróttun — sem að minni hyggju er alls ómakleg. □ □ UMMÆLI LÆKNISINS hljóta að skiljast svo, að töluverð brögð séu að ,,leti og hugleysi" meðal blaðamanna. Ekki skal því fram haldið, að sú stétfi sé viljugri eða djarfari en margar aðrar — hún er eflaust misjöfn eins og fleiri stéttir, þ.á.m læknastétt — en að bera blaðamönnum það á brýn, að þeir forðist þjóðfélagsgagn- rýni í skrifum sínum, hygg ég að sé bæði rangtúlkun og ó- sanngirni. Hafi nokkur ein stélt gagnrýnt þjóðfélagið og það, sem þar fer miður, þá eru það tvímælalaust blaðamenn. Hitt er svo annað mál, hversu mikið mark hefur verið tekið á orðum þeirra- En þar er auð- vitað ekki við þá að sakast. □ □ NEI, ÉG HELD að læknirinrt fái aldrei rökstutt af viti þau ummæli sín, að íslenzkir blaða menn „nenni“ ekki og „þori“ ekki að skrifa um það sem af- laga fer. Á það má t.d. benda að hér í Alþýðublaðinu er á degi hverjum opinn dálkur þar sem bæði blaðamönnum og öðrum er gefið tækifæri til að koma umkvörtunarefnum sín- um á framfæri Ef Ófeigur læknir Ófeigsson ,nennir“ og „þorir“ getur hann skrifað hér um áhugamál sín í stað þess að eiga allt sitt undir ,,lötum“ og „hugdeigum" blaðcunönn- um“. GA,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.