Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 4
Jóhannes Geir sýnir í Umiinjsi JÓHANNES GEIH, listmál- ari, opnar málverkasýningu í dag kl. 16,00 í Unuhúsi við Veghúsa- stíg. Verður sýningin opin frá 1.—12. maí daglega frá' kl. 14 —22 og verða alls til sýnis og sölú um 23 málverk. Það er þreytandi að halda málverkasýiningu og rriaður missir áhugann um stund eftir að maður hefur haldið sýningu, sagðj Jóhannes Geir, er frétta- maður Alþýðublaðsins skoðaði málverk hans í gær. Flestum málurum er illa við þetta. enda finnst mér málverk eiginlega aldrei fullklárað og hægt er að gera experiment með sama mál- verkið allt lífið og sé ég á viss- an hátt eftir að selja tþau. . Ég verð fyrir áhrifum af nátt- lirunni og geri uppkast og kom- pcsitionir vegna áhrifa frá henni, sem smám saman síast inn í mann. Margir hafa sagt, að í málverkum mínum gæti mest áhrifa frá heimabyggð minni, Sauðárkróki og Skagafirðí. Enda þótt ég máli ekki abstrakt er náttúrlega öll teorían í málara- list abstrakt og skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvort menn mála abstrakt myndir eða fígúra- tívar. Ég geri mörg uppköst af sama mótívi og geta þau oft gjörbreytt um svip. Ég geymi öll uppköst, sem ég geri; það er aldrei að vita, hvenær not er fyrir þau, sel þau aldrei, — gef þau í hæsta lagi vinum mínum. Jóhannes Geir hefur ekki haldið margar sjálfstæðar sýn- ingar; eina hélt hann 1954 og sýndi þá' pastelmyndir og 1957 hélt hann einnig sýningu á past- elmyndum, en hefur átt verk á mörgum samsýningum. Þá er í bígerð h.yá Jóhanr-esi að sýna í nýbyggingu Menntaskólans í Reykjavík í haust og er sýn- ingaraðstaða á málverkum einna skárst þar í Reykjavík. Vietnamfundur a5 Hótel kl. 16 í dag HIN íslenzka Vietnamnefnd gengst fyrir almennum fundi að Hóiel Borg í dag klukkan 16. Hefst hann strax að loknum úti- | fundi verkalýðsfélaganna á í Lækjartorgi. ! I Ræðumenn á Vietnamfundin- | um verða: Sigurður A. Magnús- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Ásmundur Sigurjónsson. Edda Þórarinsdóttir, leikkona, syngur nokkur lög við undirleik Kjart- ans Ragnarssonar og Atla Heim- is Sveinssonar. — Kynnir verð- ur Jóhanna Axelsdóttir. Allir velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. 1. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. maí Framhald af bls. 1 í einstökum starfsgreinum geti komið til greina. Við neitum ójafnri rekstraraðstöðu inn- lendra og erlendra aðila hér ó landi, þeim síðarnefndu til hags. Við neitum ofdýrkun er- lendrar vejrkmenningar og á- sókn í sífjölgandi ráðningu út- lendinga með sérfræðititla í verklegri kunnáttu að yíir varpi og undirstrikum þá skoð un okkar, að sé uppbygging íslenzks atvinnulífs mikilvæg fyrir afkomu og sjálfstæði, þá sé áframhaldandi efling á starfshæfni og verkmennt hjá íslenzku vinnuafli það engu síður. í dag er því fagnað, að ís- lenzkri verkalýðshreyf ing'u auðnaðist víðtækur sameigin- legur skilningur og samstaða í nýafstöðnum átökum til varn ar árásum á vísitölubundið kaup. Mótsnúin öfl urðu að hörfa fyrir sameinuðu afli verkalýðsstéttarinnar. Vitund hennar um mátt sinn óx. Hreyf ingin lítur á það sem aðalskil- yrði fyrir friði á vinnumark- aði, að laun séu verðtryggð, verðlagsákvæði ströng og verðlagseftirlit virkt. Hún vís- ar á bug þeim einhliða skiln- ingi, að laun séu kostnaður og byrði og aukning þeirra veiti rétt til hækkunar verðlags og afurðaverðs. Þrýstinði til Iauna hækkunar samfara aukinni hlutdeild í vaxandi þjóðarauð Iegð undanfarinna ára — verð ur að fylgja alhliða aðhald að öllum rekstri, svo knúið sé á um hagræðingu og skipulagn- ingu atvinnugreina til þess, að launahækkanir leiði á þann hátt skilmerkilega til hækkun- ar rauntekna. Það er meginverkefni hreyf ingarinnar nú, að aukning rauntekna náist í aðalatriðum á þann hátt, að dagvinnutekj ur nægi til lífsviðurværis. Það er jafnframt barátta hennar fyrir likamlegri heilsu, menn- ingarlífi og möguleikum til fé-. lagsiðkana. Þetta markmið hefur verið að fjarlægjast. Baráttu fyrir því verður nú að skipuleggja og fylgja eftir. Það verk vinnur enginn nema verkalýðshreyfingin sjálf. islenzkur verkalýður! Sýndu öreigum og fátækri alþýðu annarra landa hugarþel þitt á áþreifanlegan hátt. Fylgjum eftir á öllum svið- um kröfunni um stjórnarfars- legt sjálfstæði undirokaðra og hungraðra þjóða og árangur í baráttu þeirra gegn erlendum herveldum. Veitum stuðning við eigin alhafnir þróunarríkja í bar- áttu þeirra gegn hungri og fyr ir afnámi nýrra hátta fjár- magns- og verzlunararðráns. Sýnum istuðning okkar við baráttu undirokaðra kynþátta, um leið og við minnumst mannréttindaárs Sameinuðu þjóðanna. Látum aldrei róast, fyrr en friður hefur komizt á í Viet- nam, erlendír herir horfið á brott og þjóðin hlotið fullt sjálfstæði. Styðjum báráttu til aukins lýðræðis og frjálsari stjórnar- hátta gegn samþjöppun valds, herforingjaklíkum og vaxandi einokun skoðanamyndunar. Reykvísk alþýða! Fylkjum liði í dag undir fána og kröfur verkalýðsfélag- anna; Atvinna handa öllum. — Uppbygging eigin atvinnu- lífs. - Dagvinrtulauna til lífsviður- væris. — Þjáðum bræðrum brotna hlekki. í 1. maínefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík: Sigfús Bjarnason, Jón Snorri Þorleifsson, Helgi Arnlaugsson, Guðm. J. Guðmundsson, Jóna Guðjónsdóttir, Hilmar Guðlaugsson. Fulltrúaráð Þann'ig lítur eldhúsið út í húsunum í Breiðholtshverfinu. Þetta er einföld innrétting en smekkleg. Það er athyglisvert að húsmóðurin hefur borðrönd fyrir ofan vaskinn þar sem hægt er að sctja ieirtau cg matarföng. Hlið’in sem snýr að borðkróknum líkist helzt bar borði. ÍSLENDINGAR SIGRUÐU SPÁNVERJA í GÆR 18.17 ÍSLENDINGAR sigruðu Spán- verja í handknattleik í gærkvöldi, með 18 mörkum gegn 17. Staðan í leikhléi var jöfn, 9 mörk gegn 9- Leikurinn var jafn og harður frá upphafi, í fyrri hálfleik var aldrei meira en eins marks mun- ur. í síðari hálfleik náðu ís- lendingar strax forystu og Spán- verjum tókst aðeins einu sinni að jafna metin, 17 gegn 17. En Ingólfur Óskarsson skoraði sig- urmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Mikil harka var í leikn- um og um tíma munaði þremur mörkum, íslendingum í hag, 16 gegn 13. Dómarinn, sem var sviss neskur, missti tökin á leiknum og bitnaði það mjög á íslenzka liðinu. Einum manni var vísað af leikvelli. Það var Guðjón Jónsson. íslenzku leikmennirnir léku yfirleitt vel, en beztur var Ingólfur, sem skoraði 7 mörk. Leikurinn fór fram í glæsilegri íþróttahöll í Madrid, sem tekur um 10 þúsund á’horfendur. í gær kvöldi voru áhorfendur um 2 þúsund, en leiknum var sjón- sjónvarpað um allan Spán. Allir íslendingarnir voru við Sk beztú heilsu og sigurglaðir og báðu fyrir kveðjur heim. INGÓLFUR ÓSKARSSON, fyrirliði landsliðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.