Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 15
m £ IRÚIN | EFTIR KAY WINCHESTER | L 3 | — Ég skal reyna, sagði hún. — Ég vil gjarnan byrja eftir mánuð. — Það var slæmt, sagði hann. — Ég hélt, að ég væri að bjóða yður stöðu, en svo setjið þér yð ar skilyrði. Þá segjum við eftir mánuð. Eg hef hvort eð er aldrei haft roð við yður. 15. K A F L I. Melita settist nu aftur að á sínu gamla heimili. Fyrsta verk hennár var að tala við systur sína. — Er það rétt sem ég heyri, að þú sért einkaritari Símons spurði hún. — Já, svaraði Laureen. — Hann ætlar raunar að selja fyr- irtæki sín í London og setjast hér að sem óðalseigandi. — Og hvað kemur það þér við? spurði Melita og virti systur sina fyrir sér. — Þó nokkuð. — Við hvað áttu? — Hann hefur beðið mín, sagði Laureen. Systuruar tvær störðu hvor á aðra. Laureen beið en Melita var efins á svipinn. — Þetta er dagsatt, sagði Lau reen. — Eg trúi þér ekki. mrnmmmmamm* ÉfRCð BELTI o g BELTAHLUTIR &BELTAVÉLAR BERCO Keðiur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jofnan fyrirligg{andi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 ■■l|||||||||lllll|l|l|||ll|l| — — Þetta er auðvitað ekki róm antískt bónorð, sagði Laureen. — En við erum líka alltof full orðin til slíks. — Þú virðist ekki vera neitt sérlega elskuleg í dag, Melly. En ég segi þér þetta til að þú vitir það fyrst manna. Ég er ekkert lík þér. Þegar þú trúlofaðist Jim . . — Ég er ekki trúlofuð Jim. — Þú 'þarft ekki að hrópa þetta. Það leit samt út fyrir að allir vissu á undan mér, að þú hefðir í hyggju að trúlofast Jim. — Haltu áfram með söguna, sagði Melita. — Hann hefur engan sérstak an áhuga fyrir kvenfólki sagði Laureen, — og hér eru allar mömmur á hælunum á honum. Þær vilja eignast ríkan eigin- mann handa dætrunum. — Heldur hann að eina leiðin til að losna sé að giftast þér? — Hann vill gifta sig án þess að konan hans hangi alltaf utan í honum og ali honum hrúgu af háVærum börnum. Ég er ekkert sérlega heimilis- leg„ en ég vil gjarnan giftast manni eins og Símoni Aldridge, sem kemur til með að gefa mér dýrmætar gjafir og . . — . . .og það án þess að krefj ast neins í staðinn? Símon Ald- ridge myndi aldrei gefa neitt án þess að fá það ríkulega borgað. — Þú átt kannski von á að hann krefji þig um fulla vinnu fyrir launin sem þú færð sem hestasveinn, sagði Laureen kæru leysislega. — Það gegnir öðru náli með mig, ég er einmitt kona við hans hæfi. Hann sagði mér það sjálfur. Melita hafði engan við að tala og egkk um niðursokkin í hugsanir sínar. Hvernig stóð á því, að henni fannst eins og ský hefði dregið fyrir sólu, þegar ■ ’ún frétti að Laureen ætlaði að giftast Símoni? Gat það verið að hún væri sjálf hrifin af honum? Hjarta hennar sló örar þegar hún skildi hver sannleikurinn var og þó að hún reyndi að flýja sannleikann var það til einskis. 16. K A F L I. í næstu viku var gestaboðið í Mill húsinu. Laureen var glæsi- lega búin í túrkísiitum kjól og stóð mjög vel í stöðu sinni, sem glæsileg húsmóðir. Þær gengu saman niður tröpp urnar systurnar til að taka á á móti gestunum. All margir voru komnir, en Melita sá að- eins tvo, Símon, sem horfði und arlega ákaft á hana og Jim, sem stóð bak við hann. Laureen hikaði. Hún hafði ekki átt von á að sjá Jim, en hún var fljót að jafna sig, gekk inn í herbergið og bauð hann vel kominn. Melitu fannst þetta ó geðslega smeðjuleg kveðja.Hvers vegna lagði hún sig svo mjög fram við að vera elskuleg við hann? Var það til að gera Sím on afbrýðissaman? Melita gerði sitt bezta og fór frá einum til annars og reyndi að fá fólk til að tala saman. Klara frænka og Adela voru afar spenntar.Annað hvort höfðu þær fundið hve loftið var hlaðið spennu því að þær gengu um beina eða þær höfðu heyrt eitt- hvað, sem hafði farið fram hjá Melitu. Hún vissi það ekki en hún vissi, að hún varð dauð- þreytt löngu áður en til mála kom að nokkur færi. Það var opið út á svalirnar og þegar hún fór þangað út til að anda að sér fersku lofti heyrði hún raddir, sem hún þekkti. Jim og Laureen. Hún leit inn í salinn og sá að Símon var að koma til hennar. Hún reyndi að finna sér eitt- hvað til að segja, sama hvað það var til þess að koma í veg fyrir að hann heyrði hvað Jim og Laureen voru að tala saman En þau heyrðu bæði greini- lega ,að Laureen sagði. — Láttu ekki svona, elskan eftir öll þessi ár. Það er blátt áfram ótrúlegt, að þér hafi fyrst núna skilizt . . . Svo skelltj hún upp ur og þau heyrðu ekki meira. Þegar gestirnir voru farnir hnakkrifust Laureen og Melita, Símon reyndi að stilla til friðar. — Ég vil ekki hafa þessi læti, sagði hann. — Ég hef lofað að giftast þér Símon, sagði Laureen rólega þó að rödd hennar væri kuldaleg, — en þar með er ekki sagt, að þér leyfist að skipta þér af einka málum mínum. Við systurnar högum okkur eins og okkur hent ar. Símon varð svo undrandi, að Melita skellti upp úr. Hann stóð þarna og gapti meðan Laur een var utan við sig og óróleg, þó að liún virtist róleg á yfir borðinu. — Ef einhver ætti að vera móðgaður er það ég, sagði Sím on. — Hvað á það eiginlega að þýða hjá þér að vera á stefnu- móti með Jim Thurlow, Laur- een? Hann er unnusti Melitu. — Það mál kemur yður ekki við, sagði Melita lágt. -— Jú víst, sagði Símon. — Ég hef bannað honum að stíga sínum fæti hingað. Ég hef alltaf haft óbeit á honum og . . — Hvernig ætlarðu að bjóða Melly hingað en ekki manninum hennar?" spurði Laureen. — Þá banna ég henni líka að koma hingað eftir að hún giftir sig, sagði Símon og þar með var umræðunum lokið. Rétt áður en þær fóru að sofa kom Laureen inn til Melitu. Hún var í fallegum náttkjól og Me- lita hélt fyrst að hann væri á- stæðan fyrir heimsókn systur sinnar. — Hvernig finnst þér? spurði Laureen. — Sæmilegt, svaraði Melita. — Mér finnst hann hinmesk- ur. Þetta er nælon, en minnir á flauel og er alveg nýtt á markaðnum. En hún hafði ekki komið til að sýna náttkjólinn sinn. — Það var þetta með hann Jim Thurlow, sagði hún og Me- lita kipptist við. — Hvað með hann? — Þykir þér vænt um hann, Melly? Eða ertu bara að draga hann á tálar? — Hvað kemur það þér við Laureen? —Mér kemur það við að vissu leyti, en ég óska ekki að segja þér það strax. — Þú skalt einskis spyrja á meðan. HARDVIÐAR OTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 — Þá . . .. þá verður það orð ið of seint, tautaði Laureen og gekk til dyra. • — Þú getur ekki farið eftir að hafa talað svona, sagði Me- lita. — Mig langar líka sjálfa til að ræða um Jim við þig. — Hvers vegna? spurði Laur- een og gekk til hennar. Melita fór hjá sér. Laureen var alltaf svo full af sjálfs- trausti. Það var afar erfitt að komast inn fyrir skelina, sem umkringdi hana. — Ég .. .. ég veit það ekki.. ég elska hann ekki, en svo virð ist, sem hann álíti að hann verði að giftast mér. Ég var að vona, að þú gætir fengið hann ofan af því. Laureen virtist undrandi og hún gekk út að glugganum. — Ég veit ekki, hvað er að ykkur báðum, sagði Melita æst. — Þið hafið alltaf farið i taug- arnar á hvort öðru. Hvers vegna horfir hann ástaraugum á þig nú, þegar þú ert trúlofuð Sím- oni. — Horfir hann ástaraugum á mig? spurði Laureen lágt? — Ætli það ekki, sagði Me- lita hvasst. — Ekki horfir hann þeim augum á mig. — Ég er ekki trúlofuð Símoni enn, Melly, sagði Laureen allt í einu. — Þetta var einskonar samningur og mér leizt vel á hann þá. Hann er myndarlegur maður, en afskaplega leiðinleg- ur. Gætirðu ímyndað þér hann rómantískan. Melita kipptist við og fékk hjartslátt. Fá orð áttu ver við Símon Aldridge en einmitt ró- mantískur. Melita var viss um að faðmlög hans væru karlmann- leg og sterk og það fór straum ur um hana við tilhugsunina. PLÖTUSPILARAR SEGULBANDSTÆKl RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTÍ 23 SfMI 18395 __________________________________________________/ Ji 1. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■gíbn-’ÖUuiójA i'&l iBOI .i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.