Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 16
IIIIIIIIMIIttl'lllllllltlllllllllllllllllllllllltlllllUnilllllllllHUtllllIflllllllltllllK SliþfíH Þegar kallinn heyrði um nýja smyglmálð fyrir austan, sagðí hann: — Mér finnst nú að tekj Urnar af þessu smygli ættu að renna í vegasjóð, en ekki menn ingarsjóð eins og venjulega. Mér skilst að það sé mannfræði leg staðreynd að Asíubúum vaxi lítið sem ekkert skegg. Enda eru Japanir farnir að koma hing að eftir loðnu. ., viiiiiiiiiiiiiviiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiitttiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiii 1. maí kaffi í 1. maí kaffinu í lðnó í dag verða á boðstólum fjölbreyttar veit- i ingar.- smurt brauð, pönnukökur, rjómatertur, flatkökur og alls kon [ ar kökur aðrar. í — Fögnum 1. maí og drekkum hátíðarkaffið í Iðnó. Húsið opn- I að kl. 2,30. I Það er ekki ofsögum sagt af því, hve vegirnir eru slæmir hér á þessu landi. Það er ekki einu sinni hægt að flytja smygl varning eftir þeim . .. Mín skoðun er nú sú, að veg- irnir séu góðir eins og þeir eru og það eigi ekk'i að vera að laga þá. Ef það er gert, þá yrði bara smyglað meira ... goKING IDWARD America's Largest Sel/ing Cigar vor dag egi BAlLstur Nú erum við loksins búnir að finna ráðið. Hér eftir skipta markaðsvandræði og aflabrestur engu máli, Og ráðið er dásamlega einfalt: Bara að vera þjóðlegur. Þetta er að vísu ekki nýtt ráð, en það er nýfundið aftur og ber að fagna Því. Þjóðlegheitin koma fram á ýmsum sviðum, eru ýmist komin fram eða hvatt er sterklega til áð láta svo verða. Þau snerta einkum kvenfólk og klæðnað þess, kaup á því sem íslenzkt er og hártízku karlmanna, svo að dæmi séu nefnd. Konur eiga að fara að ganga eins til fara og langömmur várar og langalangömmur, því þá var fólkið þjóðlegt. Gengu þær með prjónafaymur á herðum, í skósíðum pilsum og í svell-‘ þæfðum prónabuxum, að manni er sagt, enda skal öll holling- in miðast við þá tíma. Karlmenn skulu ganga fúlskeggjaðir og með illa greiddan hárlubba niður í augu að framan, en að aftan skal hann sitja á jakkakraganum og vera óhrjálegur, nákvæmlega eins og bítlar ganga nú til dags, því bitlahreyfingin er í rauninni þjóð leg íslenzk hreyfing þótt hún býrjaði úti hjá engelskum, og sýnir það bara hve þeir þar í landi eru óþjóðlegir og apa slíkt eftir dúðadurtum íslenzkra sveita á fyrri öldum og kalla nýjung Hefði átt að setja bann við slíku þegar í upphafi, því íslands- menn einir ættu að hafa einkarétt á slíkum lubbaskap. En mest er um vert að kaupa bara það sem íslenzkt er, enda þá allir þjóðlegir. Og verður að leggja mikið kapp á að menn forðist að kaupa íslenzkt brennivín. Brennivín verður að brugga hér á landi, helzt í gjótum eða fjósum eins og tíkaðist á kreppuárunum, en þá voru menn með þjóðlegra móti hér. enda alveg á hvínandi hausnum. Menn eru nefni- lega alltaf á hausnum þegar þeir eru þjóðlegir. Að vera þjóð legur er fyrst og fremst það að vera á hausnum, öllu til skiia haldið að við getum verið þjóðlegri en við vorum á þeim tíma þegar við átum skóna okkar og létumst samt úr ófeiti. Útvarp og sjónvarp má líða því eins að útvarpsefnið sé að mestu lestur fornrita, gamalla guðsorðabóka með gotnesku letri og rímnakveðskapur eldforn, eins og til dæmis það að kveða Andrarímur og Pontusrímur eldri og aðrar rímur, kjarngóðar sem hetjur og stórmenni fyrri alda kváðu við raust í mannraunum. í veizlum skal bera fram magála hvers konar, heilastöppu, súrsuð gamalærlungu og hrútspunga, og yfirleitt skal éta mat upp úr súru fremur en öðru vísi tilreiddan, því það er þjóðlegt, en í þessa átt er líka nokkur hreyfing á þorr anum. Ritmennska og ræðulist skal aftur færast í það horf að sví- virða menn persónulega eins og hugsazt getur, en slíkt höfðu menn sér til dundurs í fásinninu í gamla daga. Og taka skal aftur upp þann sið að yrkja níð og flím og kalla góðan skáldskap. Skal orðbragðið ekki vandað, því það er óþjóð- legt, enda nú stórum minni tepruskapur í notkun kjarnmik- illa orða tungunnar en verið hefur um skeið, sbr. nýjustu stefnu í skáldsagnagerð. Allt stefnir þetta að því að við verðum þjóðlegir á ný, og ber því að fagna. GÖTU-GVENÐUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.