Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.05.1968, Blaðsíða 11
1 BRi Cm i/ 1 E :fiir kay winchester 1 1 f 4 I að gera, ef maður á peninga. Á fáum vikum hafa þeir rifið alla innréttinguna niður og feng- ið staðinn til að líta glæsilega — Þá er nú ekki mikið fyrir mig til að líta á, sagði Melita. — Vertu nú ekki svona bit- ur. Þú verður að játa, að þú eft að deyja úr eftirvæntingu að sjá, hvað hann hefur gert. — Hvenær komstu þangað? spurðj Melita forvitin. — Ó, ég fer þangað einu sinni í viku, til að vita, hvernig Clöru frænku líður, sagðj Laureen hirðuleysislega. — Hvernig þola hestarnir há- vaðann frá verkamönnunum? Melita yppti öxlum og sagði: Mér þykir það gleðilegt, að þú ert ánægður, Felix frændi, en ég ætla að heilsa upp á Clöru frænku. — Hún er ekki hérna í dag, vina mín, sagði hann. — Hvers vegna ekki? spurði Melita. Felix varð dálítið feimnis- legur. — Jú, sjáðu til, hún hafði frekar lítið að gera í frístund- unum, og þess vegna hefur hr. Aldridge....... — Haltu áfram, sagði Melita. — Hann hefur tekið við barnaheimilinu uppi á hæðinni, — Þeir koma ekki, fyrr en vérkamennirnir eru farnir, sagði Laureen og leit á systur sína. — Veit — veit hann að þú kemur þangað stundum? neyddi Melita sig til að spyrja. — Símon? Já, já. — Ég borð- aði með honum í síðustu viku, sagði Laureen rólega. — Sjáðu hvernig hann hefur veitt vatninu úr ánni hingað, sagði Felix.-----Hann hefur ekki bara fleygt peningum til hægri og vinstri, bætti hann við. BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjól Bótnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA ^ VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SlMI 10199 og hún er ein af sjálfboðalið- unum hans. __Nú, svoleiðis. Hvað á Peter Bull að gera í sínum frístund- um?- Melita hló. __ Hann hefur stráð pening um í kringum sig og fengið ykk ur til að standa og sitja eins og honum sýnist. Jæja, en þá fer ég. Bless Felix frændi . — Bíddu og talaðu við hr. Aldridge, Melly. Hann er að koma þarna. — Fjárinn sjálfur, umlaði Me iita lágt. Felix kinnkaði vingjarnlega kolli og dró sig í hlé, þegar Símon kom. Melita fann hjarta sitt berjast svo hratt, að hún náði tæpasf andanum. Þetta var í fyrsta skipti, sem Símon Aldridge hafðj séð Mel- itu öðruvísi klædda en í slitnu reiðbuxunum sínum eða álíka slitnum bómullarkjól, og hann á'tti bágt með að finna eitthvað til að segja. í fyrsta sinn síðan þau kynntust, líktist hún ungfrú Manby frá The Mill House. Brún og hvít röndótt bómullarkjóll- inn hennar, litli, brúni stráhatt- urinn og allt hitt, sem tilheyrði, lýsti verulega góðum smekk — hugsaði hann undrandi. — Góðan daginn, sagði hún kuldalega. — Ég kom til að heim- sækja frænku mína, en mér skilst, að hún sé ekki hérna. — Það skiptir sjálfsagt litlu máli, sagði hann brosandi, þó að hann skildi ekki hvers vegna hann væri svona elskulegur við hana. —Komdu og líttu á hest- húsið. Hestarnir eru komnir. — Hesthúsinu hafði verið breytt eins og öðru í húsinu. Það var næstum óþekkjanlegt. — Hvernig lízt yður á? spurði hann. Hún gat ekki leynt undrun sinni. — Það var afar glæsilegt sagði hún og augu hennar tindr- uðu. Hann virti hana fyrir sér. — Yður langar sjálfsagt ekki til að vinna hér, sagði hann, — en mig langar til að biðja yður um að koma á hestbak einstöku sinn um. Annars finnst mér að þér gætuð vel gert það fyrir mig, að vera hér og hjálpa mér, þang- að til að ég finn góðan aðsíoðar- mann. Ef þér ætlið að segja mér að þér viljið ekki taka nein laun fyrir vinnu hjá mér, leyfist mér vonandi að segja yður, að syst- ir yðar er ekki sama sinnis. — Systir mín? spurði Melita rólega. — Já, hún hefur tekið að sér að sjá um öll bréfaskipti fyrir mig og vera eins konar húsmóð- ir á heimilinu, ef ég held sam- kvæmi. Hún þekkir hvort eð er alla í ná'grenninu. Hefur hún annars ekki minnzt á þetta við yður? Þér hafið kannski ekki talað neitt_við hana? — Jú, oft, sagði Melita og nú roðnaði hún af reiði. En hún hefur víst álitið að þetta væri leyndarmál. Ég þakka yður kær- lega fyrir það tilboð yðar að vinna hér sem hestasveinn, en ég held, að ég neyðist til að afþakka það. — Bíðið nú við! kallaði hann. þegar hún snerist á hæl til að fara. Mér virtist á yður, að þér væruð reiðubúnar til að taka til- boði mínu alveg þangað til að ég minntist á Laureen. Hverju veldur? Melita leit heiftug á' hann, en svo sljákkaði reiði hennar. Hún var hvorki afbrýðisöm né reið við Laureen, hún mátti leika húsmóðurina eins lengi og hún vildi. Ástæðan var einfaldlega sú, að Laureen gat aldrei sagt sannleikann, þótt líka mætti segja, að hún lygi ekki beint. Mel- ita gat hvorki útskýrt fyrir Sím- oni hvernig í málunum lá, né neitað tilboði hans. Þó hefði hann álitið að hún væri afbrýði söm við Laureen* — Þykir þér vænt um Jim, Laureen? spurði hún. Ég veit það ekki, svaraði Laur een, -r-hann á enga peninga (en peningar skiptu hana miklu máli). Ég veit ekki hvað ég á að gera. Það lítur helzt út fyrir að hann verði á eftir mér alla ævi. — Sagði hann, að hann elsk- varð öskureiður. — Ég veit það , en Jim varð líka reiður. Hann sagðist hata mig og þá fyrst kom mér til hugar, að hann elskaði mig kannski. — Yrði það leiðinlegt? spurði Melita. — Hann verður góður eiginmaður. Áttu við að hann leyfi mér að gera það sem mig lystir, sagði Laureen blátt áfram. — Það gæti kannski gengið, ef ég fengi að vinna hjá Raoul. Raoul lofaði að ég fengi fötin ódýrt ef ég ynni þar sem sýningarstúlka, en ég held samt, að ég ætti að halda mér við Símon. Ég vil eignast ríkan mann og við Jim getum haldið áfram að vera vinir. Það ’ er skemmtilegt að hugsa til þess, að Jim þráir mig og Sím on er afbrýðissamur. Hún leit á Melitu og sá fyrir litninguna, sem skein úr andliti systur hennar. — Hefur ekkert áhrif á þig, Laureen? spurði Melita lágt. — Þykir þér ekki vænt um neinn? Mér þætti betur ef þú hataðir einhvern. Þá' vissi ég að þú bær ir einhverjar tilfinningar í brjóst í stað þess að nú tek- urðu bara allt, sem. . Laureen starði á hana. — Eg hef ekki hugsað mér að vera ást fanginn, ef þú vonast eftir því, sagði hún einkennilega lágmælt. — Ég hef séð ástfangnar stúlk- ur. Þeim líður illa. En ég ætla aldrei að þjást. 18. K A F L I . Daginn eftir fór Melita í út- reiðartúr á einhverjum erfiðasta hestinum, sem var í hesthúsinu. Einmitt þegar hún var að leggja af stað, kom Símon Ald- ridge hlaupandi og kallaði á eft ir henni. — Látið þennan hest vera. Þér verðið að sitja hest betur áð ur en þér snertið hann. Reiðin sauð í Melitu. — Ég skal temja hann, þó að það verði það síðasta sem ég geri, hrópaði hún og lagði af stað. ____ Komið aftur hingað, Me- lita, kallaði Símon. —Ég fyrir- býð yður að fara. En Melita reið eins hratt og hún komst burtu frá hesthús- inu. Símon Aldridge hljóp að hestinum sínum, en sá, að það ,átti eftir að leggja á' hann svo að hann varð að fara heim án þess að elta Melitu. Hann skildi ekki, hvernig á því stóð að f hvert skipti, sem hann sá hana langaði hann til að kyssa hana en það endaði alltaf með því að hann varð reiður við hana og skammaðist eða gagnrýndi hana sterklega. Laureen stóð á svölunum, þeg ar hann kom og hún gekk til hans . — Af hverju ertu svona reiði legur, Símon? spurði hún glað- lega. — Við skildum ekki, hvar þú gazt verið. — Við? endurtók hann stutt- Vegna mistaka féll hfuti af framhalds sögunni í gær niHur og birtist því aftur sá kafSij sem þá átti að koma. aði þig úti á svölunum? Símon Dregið 6. maí Endurnýjun lýkur á hádegi dráttardags Umboðsmenn geyma ekki miða viðskiptavina fram yfir dráttardag. 4 maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJjf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.