Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 16
BAK SÍOAT& Albert REYKTÓBAK. VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. SYNGJANDIVAGNSTJÓRAR Hópurinn, sem er aS syngja á þessari mynd, er tvöfaldur kvart- ett strætisvagnastjóra, en þeir félagar munu bráð'lega halda utan og syngja á móti norrænna sporvagnsstarfsmanna. Aður en þeiil fara munu þeir þó halda söngskemmtun hér í Reykjavík og gefa borgarbúum færi á að hlýða á sönginn. Ljósmyndari Alþýðublaðs- íns hitti þá félaga á æfingu nú nýlega, og þá var þessi mynd tekin, Á myndinni eru frá vínstri: Aðalsteinn Ilöskuldsson, Franz Péturs son, Guðmundur Erlendsson, Jón I>. Stefánsson, Guðmundur Hall- dórsson, Sigfús SSgurðsson, Hafsteinn Hansson, Teitur Jónsson og söngstjórinn, Jón Stefánsson. Mér þykir bera vel í veiði að þetta fiskifræðingaþing skuli vera haldið liér. Fulltrú arnir eru svo margir, að það væri hægt að manna með þeim heiian togara, og mér finnst vera alveg upplagt að senda þá alla til sjós og láta þá sýna fram á, að það sé eilthvað að marka lærdóminn hjá þeim. Klósett, lítið notað (stútur niður við gólí — lárétt aftur) til sölu. Uppl. í síma 17446. VÍSIR. Það er verst að þu skulir ekki mjólka eins og hinar beljurnar, sagði kallinn við kellinguna í gær, þegar hann las í blaði að mjótkin hefði hækkað. vo dag egi IIAlístur Hún dóttir mín Hún hefur gaman af að tala, hún dóttur mín. Það má heita að hún þagni aldrei, ekki einu sinni þegar hún sefur, því að iþá bablar hún gjarnan upp úr svefninum. Það er helzt að henni verði orðfall þegar einhverjir ókunnugir fara að spyrja hana, hvað hún heiti eða hvað hún sé gömul, og er það þó ekki af því að hún kunni ekki svör við þessu hvortveggja, en henni finnst einhvern veginn að þetta séu einkamál, sem ekki komi öðrum við en henni sjálfri og hennar nánustu. Þessi málgefna kona er örlítið komin á fjórða ár, og hún er Ijóðelsk eins og fleiri í hennar ætt. Hún kann orðið utanað talsvert slangur af vísum og kvæðum, sem hún notar flest tækifæri til að láta lesa fyrir sig upp úr forláta bók sem hún á. Hún þreytist aldrei á að hlusta á sum þessara kvæða, eins og þulumar um Grýlu, og stundum þegar hún á að fara að sofa á kvöldin, þá situr hún flötum.beinum í rúminu og þylur við raust: Grýla kallar á börnin sín þegar hún fer að sjóða /til jóla o. s. frv. Þetta dálæti á Grýlu er nú kannski örlítið óttablandið, eða kannski væri réttara að segja að hún bæri talsverða virðingu fyrir gömlu konunni og væri um leið dálítið forvitin um henn- ar hagi. Hún veit raunar að Grýla er ekki til mema í bókinni, og þar að auki dauð, eins og segir í einu Grýlukvæðanna, en þó er eins og hún sé ekki alveg sannfærð um þatta. Að minnsta kosti þarf hún stundum að spyrja að því, þegar hún sér stórskornar konur á götunn, hvort þetta sé ekki hún Grýla, og hún á það meira að segja til að víkja sér að þeim og tilkynna þeim að þær séu Grýla, það þýði nú ekki að ætla að leyna því fyrir sér. Eitt Grýlukvæðanna í bókinni enda á þessum hendingum: Valka litla vertu góð, vendu þig af að ýla; senn kemur að sækja þig hún Grýla. Þetta kvæði er mikill öryggisventill og kemur eiginlega al- veg í veg fyrir það að hún yrði í alvöru hrædd við Grýlu. Hún veit nefnilega að Grýla tekur ekki góð börn, og ef ein- hver reynir að hræða hana og segir að nú komi Grýla til að taka hana, þá horfir hún óhrædd á þann sama á móti og segir með sannfæringu þess, sem betur veit: „Grýla tekur ekki mig; hún tekur bara Völku litlu!“ Eitt af uppáhaldskvæðunum í þessari ágætu bók er Ijóð Jóhannesar úr Kötlum, Bráðum fæðast lítil lömb, og þetta er eitt þeirra kvæða, sem litla stúlkan kann. Hins vegar tekst henni ekki alltaf að samræma heim Ijóðsing.heimi veru- leikans þannig að hinir fullorðnu láti sér líka. Núna fyrir fáum dögum sá. liún álengdar ung lömb, sem voru að reyna að hoppa á grönnum fötum umhverfis móður sína. Hún horfði fyrst á þetta dálitla stund og sagði síðan: „Sjáðu, lömbin eru að leika sér. Og svo fæðast þau bráðum!" Fyrir kemur líka að hún ruglar kvæðunum saman. Og þá getur útkoman orðið dálítið merkileg. Einu sinni ók hún með föður sínum bæjarleið í strætisvagni, eins og gengur og alla leiðina var stúlkan að syngja alkunnugt jólakvæði. En eina hendinguna, og þá sem hún fór oftast með, hafði hún alltaf svona: „Mamma mín í eldhúsinu er svo lokkandi". Þetta kostaði ótal augnagotur frá öðrum farþegum í vagn- inum og satt að segja var föðurmyndin ósköp fegin, þegar komið var á áfangastað og hægt að fara með barnið úr sviðs ljósi strætisvagnsins út á götuna. JÁRNGRÍMUR. Oft felur framkvæmdavald ið í sér heimild til að fram- kvæma hluti, og kenna svo öðrum um mistökin eftir að þau eru komin í ljós. 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.