Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 5
VERKALÝÐSHREYFINGIN FJÖTRUÐ I SUÐUR-AFRfKU — Öll frelsisbarátta í heim inum í ðag er algjör. Þetta ávið í Víetnam, það á við í baráttunni fyrir frelsi portú gölsku nýlendnanna í Afríku, það á við baráttu blökku- manna í Bandaríkjunum fyr- ir frelsi og jafnrétti- í heima landi mínu eru málin komin á það stig, að við getum ekki náð frelsi nema með valdi. Ég ætla að fara aftur til Afr íku, en þá fer ég þangað með vopn í hendi. Þetta segir suðurafríski verkalýðsleiðtoginn, Ge- orge Peak, í viðtali við frétta mann A-Pressen í Osló. Peake var áðiir einn af forystumönn um í-samtökum suðurafrískra byggingarverkamanna, en var látinn í fangelsi árið 1950 fyrir andstöðu við rikis stjórnina. Hann var í hópi þeirra fyrstu stjórnarand- stæðinga í landinu, sem voru fluttir til djöflaeyjarinnar Robben Island utan við Höfða borg. Síðan var honum vísað úr landi, og nú er hann á ferðalagi um Evrópu til að skýra málstað sinn og félags skapar síns, benda Evrópu- þjóðum á, hvernig þær geti átt þátt í að lcysa vandamál-' in. Sem verkalýðsleiðstogi hef uf Peake að sjálfsögðu sér- stök skilyrði til að tjá sig um aðstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu. Að sögn hans leikur enginn efi á að lýðræði skortir þar algjör- lega, og það gildir líka um hvíta launþe'ga. Stjórnarhætt irnir á þessu sviði minna á skipulag Mussolinis í Ítalíu, og Peake hikar heldur ekkert við að segja að ríkisstjórnin sé fasísk. — Er raunverulega hægt að starfrækja verkalýðsfélög í landinu? — Það er mjög takmarkað. Eins og kunnugt er, þá er verkalýðshreyfingunni skipt eftir litarhætti verkafólks- ins. Þetta eitt veikir að sjálf sögðu mjög aðstöðu okkar. Hvíta ve'rkalýðshreyfingin hafði um skeið nokkur áhrif, en fyrir ári voru líka klippt ar af henni klærnar, og nú er hún valdalaus með öllu. Hvað viðkemur verkalýðs- félögum blökkumanna, þá hefur ríkisstjórnin komið þeirri skipan á, að hún „kaup ir“ foringjana, þannig að þeir verða lítið annað en vilja- laus verkfæri í höndum stjórnarinnar. — Hvað eigið þér við með því, að foringjarnir séu „keyptir?“ — Ríkisstjórnin lætur þá fá bíla, húsgögn, löng ferða- lög og nóg að borða og sjálf sagt góð laun. Þeir verkalýðs leiðtogar, sem ekki falla í kramið, eru settir á svartan lista og þeim eru allar leið- ir lokaðar. — Annað dæmi um stöðu verkalýðshreyfingarinnar i heimalandi mínu er það, að verkföll mega heita útilokuð með öllu. Raunverulega hef ur ekkert verkfall átt sér stað síðan námumannave'rk- fallið 1946. Eins og kunnugt er var það bælt -niður með harðri hendi. Nú eru í gildi lög, sem geta stöðvað hvaða verkfall sem er í 90 eða 180 daga. Gagnstætt því sem er í öðrum löndum, sem hafa hliðstæð lög, er það ekki dóm stólanna, heldur öryggislög- reglunnar að segja til um, hvenær skuli beita þe'ssum lögum. Önnur löggjöf, sem i þessu sambandi skiptir jafn miklu máli, mælir svo fyrir, að menn í störfum, sem séu þýðingarmikil fyrir atvinnu- lífið, hafi alls ekki rétt til að gera verkfall. Það versta við þessi lög er að það er rík isstjórnin sem í hverju til- viki úrskurðar, hvaða störf eiga að teljast „þýðingarmik il“. . Af þessum sökum er óger- Ie'gt að starfrækja verkalýðs sambönd í Suður-Afríku. Það sem hægt er að gera í vevka- lýðsmálum verður innan fé- laga á hverjum stað, meðal almennra verkamanna. Hvað verkföll snertir, þá eru það eingöngu pólitísk verkföll, sem hægt er að hugsa sér um nothæf vopn. í því sambandi erum við að reyna að koma á sellukerfi í þe'im tilgangi að þjálfa menn okkar í virkri mótspyrnu. Okkur finnst þessi starfsemi bera góðan ár angur. — Má búast við áð Suður- Afríku-málið leysist bráð- lega? — Nei, við verðum fyrst að undirbúa okkur nægilega vel -til að geta hafið sam rærnda byltingu um landið allt. Einangraðar aðgerðjr eins og í Shaperville 1960 leiða bara til liörmulegva ó- sigra. Það cr e'innig mikils- vert að við getum staðið hannig að málunum, að við hömi'um ekki ríkisstjórnirn- ar í Angóla, Mósambique, Ród esíu og Suðurafríku saman. Allt þetta tekur tíma, en ein- hvern tíma rennur okkar dag ur upp. — Hvað óskið þér að verði árangur byltingar í landinu? — Við viljum koma á lýð- ræði í Suður-Afríku, þar sem bæði blakkir og hvítir Afr- íkumenn geti lifað saman. Hvítu Afríkubúarnir eru orðn G. Pealee. ir eins miklir Afríkumenn eg við, þeir eru ekki lengur að- skotalýður. Og við þurfum á þehn og kunnáttu þeirra að halda til þess að þróunin geti orðið sem örust. En þótt við keppum að lýðræði, þurfum við siálfsagt einhvern um- þóttunartíma. — Hvað geta menn utan Afríku gert til að vinna að breytingum á stjórnarháttun um? — Þýðingarmesta lilutverk þeirra er á sviði skoðana- myndunar og stjórnmála. Ef hægt er að tryggia veruléga e'inangrun Suðurafríku hefur það mikið að segia. Baráttan gegn þátttöku Suður-Afríku í Olympíuleikunum er gott dæmi um slíka baráttu, seg ir George Peake að lokum. (A-Pressen). Goldfinger og James Bond (Gert Fröbe og Sean Connery). GOLDFINGER. Tónabíó. Brezk frá 1964. Leikstjórn: Guy Ham ilton. Framleiðendur: Harry Saltzman og Albert Broccoli. Handrit: Richard Maibaum og Paul Dehn eftir sögu Ian Flemings. Kvikmyndun: Tcd Moore. Tónlist: John Barry, 109 mín. *** Að jafnaði eru „orginal" James Bond myndirnar betur SOUND OF MUSIC. Iláskóla- bíó. Bandarísk frá 1965. Leik- stjóri: Roixei't Wise. Tónlist: Rodgers og Hammerstein. Ilandrit: Ernest Lehman. unnar og yfirleitt skemmtilegri á að horfa en hinar fjölmörgu stælingar, sem gerðar hafa ver ið á þessari nútímahetju. Kvik myndir þessar snúast allar um sama, eða svipað efni, semsé. að einhver vondur maður (þá venjulega á bandi Rússa eða Kínverja) ætli að ná heimsyf- irráðum. Auric Goldfinger (leikinn af Gert Fröbe) er eng in undantekning frá þessu: Gagnrýnendur leggja það ekki í vana sinn að setja út á aðra gagnrýnendur, i þó þeir kunni í flestum tilvikum að vera ósammála sín á milli, en að þessu sinni er ég tilneydd ur að gera undantekningu. Annar kollegi minn á Morgun blaðinu, Ólafur Sigurðsson, skrifaði 4. maí sl. um Sound of Music m. a.: „Leikstjórinn áætlun hans er að leggja und- ir sig Knox-virki, en þar er gullforði Bandaríkjanna geymdur. Goldfinger þessi er vissulega enginn aukvisi og má Bond hafa sig allan við í viðureigninni við hann. Hvað um það. Mynd þessi er dágóð skemmtun og spenn una vantar að sjálfsöyðu ekki. Gert Fröbe er svo gott sem ágætur í hlutverki hins harð skeytta Gullputta, en sá leik ari, sem hæfði betur í hlut- verk 007 en einmitt Sean Connery er áreiðanlega vand fundinn. . ' ★ Robert Wise hefur langa reynslu og hefur stjórnað mis munandi myndum, hanh átti. heiðurinn af Kane Citizen er framleidd af Orson Welles og hefur orðið sígilt verk“. Allir þeir, sem eitthvað eru heima í .kvikmyndum, og það ættu jú kvikmyndagagnrýnendur undantekningarlaust að vera, vita, að það var Orson Welles, sem átti heiðurinn að Citizen Kane, sem almennt er talin með albeztu kvikmyndum, er gerðar hafa verið, en Welles yar bæði leikstjóri og fram- leiðandi að þeirri mynd if-'c aðalhlutverlcið og álti stóra.i þátt í handritinu. Robert V'ire var hins vegar ósköp veniuieg Framhald á 14. slhu. 10. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.