Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 10
30 ára afmæli Landssambands hlandaðra kóra Landssamband blandaðra kóra á 30 ára afmæli um þessar mundir og efnir í tilefni þess til sameiginlegrar söngskemmt unar kl. 3 á laugardag í Há- skólabíói, en um kvöldið er af- mælishátíð í Lídó. Tilgangur L.B.K, hefur frá upphafi ver- ið að efla söngmennt hérlend- is og gekkst fyrrverandi söng stjóri I.O.G.T. Jakob Tryggva- i son fyrir stofnun sambandsins. , i Syngja kórarnir sameigin- lega 6 íslenzk lög og munu söngstjórar kóranna stjórna / einu lagi hver. Verða alls 260 I manns^'á sviðinu, og hefur aldrei jafnfjölmennur kór r Asfand Vega Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru vegir víðast hvar á landinu færir Á Suðurlandj eru vegir færir nema Ingólfsskálavegur og Grafningur og vegurinn frá Biskupstungnabraut að Gull- fossi. Vegir á Vesturlandi eru færir, ,þó er Þingmannaheiði og Þorskafjarðarheiði lokaðar og ekki er fært um Uxahryggi og Dragháls er illfær. Fært er bifreiðum frá Rvík til Raufarhafnar. Þá hafa þungaflutningabifreiðir Vega- gerðarinnar undanfarið flutt efni austur í Öræfi vegna fyr irhugaðrar byggingar brúar á Hrútá og Fellsá. Ekki er fært enn jeppabifreiðurp austur í Öræfasveit. ÞÝZKUR STYRKUR Stjórnarvöld Lúbeckborgar í Þýzkalandi bjóða fram styrk handa íslendingi til náms í ) Búbeck skólaárið 1968—’69. >' ^lyrkurinn nemur allt að 350 þýzkum mörkum á mánuði, , Námsgreinar þær, sem tií i greina koma, eru tónlist, í Þ-á.m. organleikur, ýmsar greinar tæknifræði, svo sem vélfræði, rafmagnsfræði, fjar- í skiptafræði, eðlisfræði og bygg i ingafræði, svo og siglinga- fræði og loks síðara hluta nám 1 læknisfræði. Styrkþega, sem >, áfátt er í býzkukunnáltu, gefst kostur á að bæta úr því áður en skólanámið hefst. i Frekari upplýsingar um j styrk þennan fást í mennta- s málaráðuneylinu, Stjórnarráðs j húsinu við Lækjartorg. Um- j; sóknum skal komið til ráðu- fc néytisins fyrir 1. júní n.k. og || fylgi staðfest afrit prófskír- ” ,teiná ásamt meðmælum. . sungið hérlendis. Síðan mun hver kór syngja í um 10 mínút ur. Þessir kórar flytja verk á söngskemmtuninni: Polýfón- kórinn, Söngsveitin Fílharm- onía, Söngfélag Hreppamanna, Liljukórinn og Samkór Vest- mannaeyja. Tveir kórar, sem eru í sam- bandinu taka ekki þátt í söng skemmtuninni, Sunnukórinn á ísafirði og Alþýðukórinn, sem ekki hefur starfað undanfarið vegna söngstjóraleysis. Að- göngumiðar eru seldir í bóka- verzl. Sigf. Eymundssonar og Lárusar Blöndal. í stj. L.B.K. eru: Halldór Guðmundsson, formaður, Hallgrímur Bene- diktsson, ritari, Rúnar Einars son, gjaldkeri og Svavar Er- lendsson, varaformaður. Með- stjórnendur eru Róbert A. Ottósson og Sigurður Ágústs- son. Ólögleg byssa Frh. af 1. síðu. Fréttamaður hafffi sam- band viff Njörff Snæhólm hjá rannsóknarlögrreglunni í gær kvöldi einnig, og spurði hann hvort fyrri handhafi byssunn ar hafi verlð yfirlieyrður. Kvaff hann svo ekki vera. Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn kvaff morðbyss- una tvímælalaust óleyfilega. Skammbyssur ættu ekki aff fást afgreiddar í skotvöru- verzlunum nema fyrir hendi væri innkaupaheimild frá lögregluyfrvöldum. Hins vegar væru mikil brögff aff því, aff menn reyndu að •smygla þess konar.byssum inn í landið eða stela þeim frá varnarliffsmönnum. Þetta væti mikiff áhyggju- efni, þar sem afar erfitt reyndist aff sporna viff því^ aff menn kæmust yfir ólög- leg skotvopn. Allt frá árinu 1937 hafi gilt lög um skráningu allra skotvopna, eign þeirra og meðferff. íþróttir Framhald 11. síðu 2. deild 1967 --Í.B.Í.:KS kl. 20.30. Fimmtudagur 23. maí. Laugardalsvöllur — Afmæl- isleikur Fram kl. 15.00. Lyfjafræðingar Framhald af 6. síffu. an Háskóla íslands, svo að liún megi í framtíðinni þróast á cðlilegan hátt undir handleiðslu, fagmanna og fá tækifæri tif þess að þjóna sem bézt hlut-j verki sínu fyrir íslenzkt þjóð-j félag”. 1,0 40.‘ mal ;Í968, HEIFTARMORÐ Framhald af bls. 1 heim til sín, en þaðan hafi hann farið á bifreið sinni heim til Jóhanns með byssuna með sér. Gunnar brauzt inn í íbúð Jó- hannsr braut hann rúðu í úti- dyrahurð með byssuskeftinu og tókst þannig að op«» lásinn inn an frá. Allt fólkið í húsinu vakn aði við hávaðann. Kom Jóhann heitinn á móti honum og vildi varna honum að komast inn í íbúðina. Leikurinn barst inn í innri forstofu og eldhús. Mun Gunnar í fyrstu hafa ógnað Jóhanni með byssunni, en þeg ar þeir voru komnir inn í íbúð ina, hleypti hann fjórum skotum úr byssunni og særði Jóhann til ólífis. Voðavopnið var skammbyssa af gerðinni ,,H.I.-Standard“, 22 kalíbera, 9 skota. Þegar Gunnar hafði skotið úr byssunni, lagði hann á flótta. Mun hann hafa missi morð- vopnið, þegar hann kom út, því að byssan fannst fyrir framan húsið á milli tveggja bíla. Eins og áður segir var öll fjölskylda Jóhanns heitins heima og vaknaði, þegar brot- izt var inn í íbúðina. Ekki er víst, hvort börnin sáu verknað inn, en alla vega verður ekki komizt hjá því, að þau voru að nokkru vitni að honum. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er ekki vitað, svo öruggt sé, hvort Gunnar er eigandi skammbyssunnar eða ekki. Við yfirheyrslu gaf hann þá skýr- ingu á byssunni, að hann hefði fpnsið hana „til urnráða" fyrir alllöngu hjá ónafngreindum manni hér í borginni. Ingölfur Þorsteinsson hjá rannsóknarlögreglunni tjáði biaffinu um miðjan dag í gær, að enn hefðu ekki verið lagðar neinar spurningar fyrir fjöl- skvlduna af skilianlegum ástæð um. Læknir hafði verið fenginn st.rax í gærmorgun vegna, henn ar. Eins og áður segir fvlgdi kona Jóhanns honum á Slysa- varðstofuna. Jóhann heitinn Gíslason var ráðinn fastur starfsmaður Flug félags íslands 1. maí 1945 á tvítuvsafmæ'i hanc Fvrst starf aði liann 1nffckevtamaður á flúgvélum félagsins^og sem loftskevtakennari. Jóhann var lofi-kovtamaður á Catalina-flug bát félagsins og " tók þannig þátt í fvrstu millilandaflugferð um F. í. Er hann hafði starfað í u. þ b. tíu ár fvrir félagið, ^tofn aði hann flugumsjónar- deild þess. Eftir því sem árin liðu, voru honum falin æ veiga meiri og ábyrgðarmeiri störf. Um svÍDað levti og hann slofn aði flugumsjónardeildina, var hann settur yfirmaður flug- rek-lui'sdeildar og síða.st fyrir nokkrum mánuðum var hann settur yfirmaður tæknideildar. Varð Jóhann þá yfirmaður allra flugmanna og flugvirkja félags- ins. - .1 Jóhann licitinn ótti gæfurík an feril hjá félaginu. Bera sam starfsmenn hans honum þannig söguna, að hann hafi verið mik ill hæfileikamaður og afar vel liðinn. Eiginkona Jóhanns er Vitborg Kristjánsdóttir. Þau áttu fjög- ur börn sem eru ,á aldrinum 17 ára til tveggja vikna. Hið elzta er piltur, sem stundar nám í Hagaskóla, þá eru tvær stúlkur, sem eru 12 og 15 ára. Yngsta barnið er drengur, sem verður tveggja vikna n.k. laugardag Morðinginn, Gunnar V. Fred eriksen, hefur einnig starfað lengi hjá flugfélaginu. Hann er kvæntur og fjögurra barna fað ir. ^ Gunnar réðist til F. í. árið 1946 og starfaði fyrst sem flug maður en síðan sem flugstjóri. Hann lauk prófi úr Samvinnu skólanum árið 1941. Auk þess hefur hann próf í flugmálum frá bandarískum skólum. í fyrravor voru flugmenn Flugfélags fslands sendir til Seattle í Bandarikjunum til þjálfunar í meðferð og stjórn nýju Boeing þotunnar. Til þess að raska ekki starfsemi félags- ins á meðan þjálfunin fór fram voru þeir sendir í nokkrum hópum þangað. Gunnar var ann ar tveggja í síðasta hópnum. Þegar þotan var ferðbúin heim, áttu þeir tvímenningar eftir tveggja daga þjálfun. Höfðu þeir fyrirmæli um að ljúka þjálfuninni og koma heim með flugvél erlends fíugfélags tveimur dögum síðar. Þessum fyrirmælum hlýddu þeir ekki en flugu með þotunni heim. Þeim tvímenningum var gef inn kosfur á því að segja upp starfi hjá félaginu, enda má það teljast eðlilegt með tilliti til hins grófa agabrots, sem þeir gera sig seka um. Þe=s skal og setið. að þiálfun þeirra kostaði hundr .uð þúsunda. Talsvert mun hafa borið á því, að Gunnar legði fæð á flug félagið og starfsmenn þess, síð an hann lét af störfum sem flugstjóri. Þegar hann var drukk inn hafði hann oft ljót orð á vörum um flugfélagsmenn og stundum bar við, að hann hefði í hótunum við þá. Eitt sinn hitti starfsmaður flugfélagsins Gunnar á manna móti. Gunnar var talsvert við skál og réðist hann að viðkom andi og hafði í dulbúnum hót unum við hann. Þess skal getið, að Gunnar virtist ekki leggja fremur fæð á Jóhann heitinn en aðra starfsmenn. Frá þeim tíma að Gunnar lét af störfum hjá Flugfélaginu hef ur hann, að því er næst verð ur komizt, stundað alls konar brask. Mun hann t. a. n. vera meðeigandi í fiskverkun í Kópa vogi og hafa rekið radíóverzlun í Reykjavík. Gunnar Frederiksen er fædd- ur árið 1922, og er hann því 46 ára að aldri. Fyrir nokkru síðan tók Flug félag íslands upp ákveðið sál- fræðipróf, sem nýir flugmenn þurfa að gangast undir, áður en þeir eru ráðnir til félagsins. Ýmis félög hafa tekið þetta próf upp á undanförnum árum m. a. SAS og danski, norski og sænski flugherinn. Um þessar mundir mun þýzka flugfélagið Lufthansa einnig vera að taka þetta sama próf upp. Sálfræði- próf þetta er kennt við sænsk an prófessor og sálfræðing Trankel að nafni. Próf þetta mun hafa gefið góða raun. Til þessa hefur aldrei komið fyrir, að menn, sem staðizt hafa próf ið, hafi ekki einnig náð góðum árangri í starfi og staðið sig sem bezt í starfi og einkalífi. Eitt atriði í þessu prófi er athugun á þjóðfélagslegri ísoc- ial) ábyrgðartilfinningu viðkom andi. Eijis og gefur að skilja er þetta atriði afar mikilvægt, þegar fl>gmenn eiga í hlut. Ekki verður dregið í efa, að morðið á Jóhanni heitnum á rætur að rekia til heiftar morð ingjans vegna ófara sinna í starfi. Gunnar var yfirheyrður af yf- irsakadómara, Þórði Björnssyni, í gær. Sömuleiðis fóru fram vitnaleiðslur hjá rannsóknarlög reglunni í allan gæsdag. EFTA Framhald af 3. síðu. í kringum þau þróuðust ætíð ýmsar hliðaratvinnugreinar. Hann kvað Búrfellsvirkjunina hér og álbræðsluna í Straums vík vera fyrsta skref íslendinga í átt til nútíma stóriðju og lof uðu þær framkvæmdir góðu Ráðherrann var spurður álits á þeirri skoðun, að of mikið er- lent fjármagn hefði verið flutt in.i til Noregs, og kvað hann ekki hægt að segja ;að hingað til hefði of mikið verið gert af innflutningi fjármagns. Hins vegar væri viss tilhneiging hjá erlendum aðilum til að léita inn í gömul og gróin fyrirtæki og gegn slíku yrði auðvitað að sporna nokkuð. Ráðherrann var spurður að því hvort hann teldi líkur til breytinga á ríkisstjórn Noregs eftir næstu kosningar, og kvaðst hann telja víst að meirihluti borgaraflokkanna héldi velli. Þá var h^inn spurður hvort hann I teldi að sama gerðist í þingkosn ; ingunum í Svíþjóð síðar á þessu ári og gerzt hefur í Noregi og Danmörku, að borgaraflokkarn- ir ná völdum úr he>idi jafnað armanna. Þessu svaraði ráðherr ann: „Til þess að styðja við bakið á félögivn mínum í Sví- þ.jóð verð ég að svara bessu játandi". Að lokum lét ráðherrann mjög vel yfir dvöl sinni hér og kvað heimsóknina vera atburð, sem hann myndi aldrei gleyma. SM URSTÖÐIN SÆTÚNI 4 . SÍMI 16 2 27 BÍLLINN ER SMURÐUR FLJÓTT OG VEÍi: SELJUM ALLAR TEGUNDIR AF SMÚROLÍU. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.