Alþýðublaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 5
Gautaborg, 11. maí 1968. Heillakarlinn. ÞÚ VERÐUR víst því miður að láta þér nægja fáeinar línur að þessu sinni, hripaðar í flýti. Ég á í miklu annríki þessa síðustu daga hér og er að undirbúa heimför, prófa stú- denta og koma ýmsu frá sem fyrir hefur safnazt- Þú ert forvitinn um sænska kosningabaráttu og skal ég eftir megni reyna að gera þér grein fyrir helztu atriðum, eins og þau koma mér fyrir sjónir. Ég mundi vilja kalla kosningarnar í haust kosning- ar óvissunnar. í sluttu máli má segja að kosið sé um hvort jafnaðarstefnan skuli ríkja á- fram í Svíþjóð eða hvort prófa eigi borgaralega samsteypu- stjórn, eins og reyndin hefur orðið bæði í Norsgi og Dan- mörku. Engu að síður ríkir nokkur óvissa um stjórn lands ins eftir kosningar, á hvorn veginn sem úrslitin kunna að verða. Auðvitað er óvissan meiri ef borgaraflokkunum þremur tekst að ná meirihluta. Frjálslyndi flokkurinn (Folk- partiet) og Miðflokkurinn (Centerpartiet) hafa að vísu haft mjög náið samstarf sín á milli og varla verður irm nokkurn málefnalegan ágreining að ræða þeirra á milli, enda er al mennt búizt við að þeir sam- 1 einist í náinni framtíð. Hins vegar er stefna Hægri flokks ins (Högerpartiet) allmjög frábrugðin stefnu hinna tveggja. Eru margir frjálslynd ir kjósendur hræddir við þátt- töku Hægri flokksins í hugs anlegri samsteypustjórn, og leiðtogar. frjálslyndu flokk- anna tveggja hafa lýst því yfir að Hægri flokkurinn verði að koma til móts við þeirra stefnu ef um þriggjaflokka- stjórn eigi að vera að ræða, en óhugsandi má telja að frjáls lyndu flokkarnir hafi bolmagn til að mynda stjórn einir þótt þeir vinni mikinn sigur í haust. Hér er spurningamerkið fólgið í þátttöku og' áhrifum Hægri flokksins, og ef til vill reynist þetta spurningamerki flokksbræðrum okkar vel í kosningabaráttunni í sumar. Margir telja að Hægri flokk urinn muni sækja fast að fara með fjármálaráðuneyt- ið í hugsanlegri borgaralegri stjórn, en ýmsum hefur þótt sem Hægri flokkurinn ræki einmitt óábyrga stefnu í fjár málum, bjóði kjósendum sam tímis aukin ríkisútgjöld og lækkaða skatta. Sumir ku eiga erfitt með að skilja hvernig slíkt muni takast í fram- kvæmd. Almennt er búizt við að forsætisráðherra í borgava legri samsteypustjórn verði annaðhvort Gunnar Hedlund (doktor í lögfræði) formaður Miðflókksins eða Sven Wed- én, formaður frjálslynda flokksins. NOKKUR óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stjórn jafn- aðarmanna ef þeim tekst að halda velli. Þessi vafi tekur að vísu fyrst og fremst til per- sónubreytinga í stjórninni. en jafnframt að nokkru til stjórn arstefnunnar. Tage Erlander hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér formennsku í flokknum og embætti for- sætisráðherra að kosningurn loknum, hvort sem úrslit.in verða sigur eða tap. Hins veg ar hefur engin ákvörðun verið tekin um eftirmann hans. að minnsta kosti ekki opinber- lega. Ég tel að þetta sé vafa samt bragð, að , kjósendur skulj ekki vita nú þegar hver muni taka við embætti forsæt isráðherra í áframhaldandi stjórn jafnaðarmanna. Borg- araflokkarnlr geta því sagt með nokkrum rétti að kosning unum fylgi einnig sósíaldemó kratískt spurningarmerki. Uít ill vafi er á því að Olof Palme menntamálaráðherra verði formaður flokksins ef jafnað armenn tapa í kosningunum. Hann þykir mjög harðskeytt- ur vel greindur og eitilharður í deilum; muni enginn sænsk- Bros á vör Þjóðleikhúsið: Brosandi land Sjónleikur í þremur þáttum eftir Ludwig Herzer og Fritz Löhner Tónlist: Franz Lehár. Þýðandi: Björn Franzson. Leikstjóri: Svend Áge Lars- sen. Leikmyndir og búningateikn jngar: Lárus Ingólfsson, Dansar: Fay Werner. Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri; Bohdan Wodiczko. Árlegur söngleikur Þjóðleik hússins er óperetta að þessu sinni, Brosandi land eftir Le- hár, og gestum skipað í for- ustuhlutverk, þeim Stiriu Brittu Melander, Svend Áge Larssen leikstjóra, Ólafi Þ. Jónssyni, hinum efnilega sörig vara sem ekki hefur áður kom ið fram í óperusýningu hér ,á landi, og Bohdan Wodiczko hljómsveitarsljóra, en öll eru þau raunar löngu hagvön í Þjóðleikhúsinu. Eins og oft áður á leikmað ur örðugt um að gera sér grein fyrir hvaða rök ráði sýninga- stefnu og verkefnavali Þjóð- leikhússins. Brosandi land virðist mér alls ekki áhuga- vert leiklistarverk, sjónleikur — en er hin létta og áheyri- lega tónlist nægjanlegt tilefni til að 'taka leikinn upp? Er hann hentugt'-verkefni söng- kröftum leikhússins, líklegt til vinsælda meðal áhorfenda þess? Þessum og þvílíkum spurningum verða söngmála- menn að svara, og ein.s eru þeir menn til að meta það hvort verðleikar Stinu Brittu Melander, og þá hverjir, rétt læti það að hún sé fengin til að syngja helzta kvenhlutverk ið í leiknum, Lísu, fremur en gefa íslenzkri söngkonu kost á að reyna sig við það. Svend Áge Larsen leikstjóri er orðinn reyndur og kunnug ur maður hér á landi eftir margar heimsóknir, — en er starf hans virkilega hollara leikhúsinu en reyna sína eigin menn við verkin? Öllum þess um atriðum hefur Þjóðleikhús ið svarað játandi, en það ligg ur sem sagt ekki í augum upni hvaða rok ráði þeirri afstöðri. Eins og endranær leiði ég hjá mér að dæma um söng- íriennt, en ótvírætt var það á nægjulegt að sjá Ólaf Þ. Jónsson aftur á sviði Þjóðleik hússins, söngvara sem væntan Framhald á 14. síðu. ur stjórnmálamaður standast honum snúing í stjórnarand- stöðu. HINS VEGAR eru menn ekki alveg eins sammála um hæfni hans í embætti fórsætisráð- herra. Þetta er haft á móti hrin um: Hann er mjög róttækur, úr vinstra armi flokksins, og ýmsir telja að hann sé ekki manna bezt til þess fallinn að skapa einingu; honum sé mála miðlun oft á móti skapi. Um hann stendur allmikill styrr með öðrum orðum, hann er talinn mjög hugrakkur og op- inskár. Hann hefur til dæmis mjög einarðlega fordæmt stefnu bandaríkjamanna í Vi- etnam sem kunnugt er. Hann nýtur stuðnings ungu kynslóð arinnar, menntamanna og rót- tækra launþega. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að helzta baráttumál sitt sé algert þjóð félagslegt jafnrétti. Af öðrum sem nefndir hafa verið hugsan leg forsætisráðherraefni skal ég aðeins nefna tvo: Krister Wickman efnahagsmálaráð- herra og Arne Geijer forseta alþýðusambandsins. Olof Pal- me verður þó að teljast líkleg astur. Og því er ekki að neita að gaman væri að sjá svo ung an og einarðan mann á forsæt isráðherrastóli í Svíþjóð. OG ÞÁ er komið að helztu ágreiningsmálum. Eins og þú veizt, þá eru sænsk stjórnmál að því leyti ólík íslenzkum að enginn ágreiningur ríkir um meginstefnu í utanríkismál um. Allir fjórir stjórnmála- flokkarnir sem máli skipta hafa lýst yfir fylgi við hlut- leysisstefnuna, og eru komm- únistar þar ekki undanteknir. Hins vegar er deilt um ein- stök atriði og þó helzt um tvö. Annað er útgjöld til hervarna. Þar vill Hægri flokkurinn kosta mestu til, kommúnistar minnstu. Jafnaðarmenn eru hér nær kommúnistum en frjálslyndu flokkarnir tveir milli jafnaðarmanna og Hægri manna. Hitt atriðið er afstað- an til Efnahagsbandalags Ev- rópu og spurningin um hvaða hlutverki Svíþjóð eigi að gegna í efnahags- og stjórn- málum Vestur-Evrópu. í innanríkismálum ber hæst húsnæðismál, atvinnutrygg- ingu launþega (þar sem meira hefur borið á atvinnuleysi síð ustu tvö árin en áður), eitrun lofts og vatns af völdum iðnað ar og svo auðvitað efnahags- mál almennt. Annars virðist á standið í þeim efnum vera heldur gott, auðvelt virðist hér að afla lána og fá greiðslu fresti. Til gamans má geta þess að bankar auglýsa oft í blöðum og spyrja fólk hvort það vilji nú ekki koma rig fá lánaða peninga (og er þessu skotið til íslenzkra banka). Um innánríkismál er það að segja að hér greinir flokkana á um aðferðir til lausnar, hins vegar telja allir flokkar að þessi mál verði að leysa og að þeir einir geti leyst þau. Þetta er í stuttu máli það helzta sem á þessu stigi er hægt að segja um kosningabar áttuna nú, en hún harðnar ugg laust þegar svífur að haustið. En óneitanlega verður fróð- legt að sjá hvort flokksbraeðr um okkar tekst að halda velli í haust. NÚ er skammt í endurfundi og lýkur hér þessum bréfa- skriftum að sinni af mipni hálfu. í vikunni munum vjð hittast og halda áfram um- ræðum augliti til auglitis. Ég hlakka til að sjá þig og aðra kunningja og vænti þess að þú takir á möti mér með lúðra- þyt og söng. Góðar kveðjur til þín og þinna. Þinn Níörður. Atiiði úr leiknum. 15. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.