Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 2
I Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benediírt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, f-fn ^avík’ ( Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi; Nýja útgáfufélagið hí. Háskóli og bókhlaða Sjónvarpið flutti á sunnudag myndfrásögn af lífi stúdenta við Háskóla íslands. Dagskráin var gerð af áhugafólki á einfaldasta hátt, en sýndi þó hve áhrifaríkt sjónvarpið getur verið, ef það beihir auga sínu að tilteknum vandamálum í þjóðfélaginu. Auk þess að gefa svipmyndir af starfi stúdenta, voru þeir sér- staklega spurðir, hver væru bar- áttumál þeirra. Reyndust þau á tveim sviðum, baráttan við kostnaðarhlið háskólanáms — og húsnæðisvandræði stofnunarinn- ar ekki síður en einstaklinga. Það ivakti athygli margra áhorf enda, að Lánasjóður stúdenta skuli hafa til ráðstöfunar á ári tæplega 40 milljónir króna. Munu fáir hafa gert sér ljóst, hversu mikið fé hefur verið lagt til að greiða götu stúdentanna, eða hve mjög það hefur aukizt á síðari árum. Hitt er líklegt, að seint finnist úthlutunarreglur, sem allir geta vel við unað. Húsnæðisvandræði Háskóla ís- lands eru mikil. Undanfarin ár hefur íbúafjölgun landsins komið fram í árgöngum barnaskólanna og krafizt stórátaka þar. Nú er bylgjan skollin á framhaldsskól- unum og verður að gera þar mikið á komandi ánim. Háskólinn hefur á undanförn- um árum eignazt raunvísinda- stofnun og fengið ýmislegt annað húsnæði. Nú er voldugt handrita hús að rísa og mun þar rúm íyrir margt fleira en kjörgripina og stofnun þeirra. Skólinn á að fá atvínnudeildarhúsið jafnskjótt og byggt er yfir rannsóknir ann- ars stáðar. Og fleira mætti til telja. Mjög hefur skort á lestrarað- stöðu stúdenta, enda þótt ýmis- legt hafi verið gert á því sviði. Virðist nú allt mæla með því, að bókhlaða fyrir sameinað Lands- bóka- og Háskólasafn verði aðal- verkefni þjóðarinnar fyrir 1100 ára afmælið 1974 — og er það vel. Sú bygging mun hafa bæði lestrarsali fyrir stúdenta og ann- að fólk, og eru til fordæmi um slíka sameiningu. Þyrfti nú sem fyrst að ákveða stað og hefja bei'nan undirbúning að þessari. húsbyggingu. Það er fróðlegt að heyra við- horf stúdenta til háskóla og bók- hlöðu og rík náuðsyn að leysa ýms vandamál, er þeir benda á. Félagsstofnun og hjónagarður eru þar hátt á blaði. Hins vegar verður einnig að minnast þess, að háskóli og þjóðarbókhlaða eru ekki eingöngu kennslustofnanir, þótt hlutverk þeirra á því sviði séu ærin. Þetta eru ekki síður vísinda- og rannsóknastofnanir, musteri þeirrar þekkingar, sem þjóðin hverju sinni metur mest. Háskóli íslands og Landsbóka- safn eiga eftir að vaxa ört á kom andi árum. Þjóðin verður að út- vega stórfé til að komið verði upp þeirri aðstöðu, sem þessar stofnanir þarfnast. LANDSPRÓf IEÐLISFRÆDI1968 MtSskólapróf (landspróf) vorið 1968. Föstud. 17. mai kl. 9.12. Eðlisfræöi I. í fyrsta hluta vcrkefnisins cru tii. tekin fimm svör við hverri spurn- ingu. Það svaranna, setn talið er réttast, nákvæmast eða eiga bezt við, skai auðkennt með krossi í viðeig. andi reit. 1. Hve margir ml eru í cinum cml)? a) milljón b) þúsund c) hundrað d) tíu c) einn. 2. Hve margir m'i eru í einum km2? a) milijón b) tíu þúsund c) þús. und d) hundrað þúsund e) hundrað. 3. Þegar sagt er, að cðlisþyngd (eðl ismassi) andrúmslofts sé 1/800, cr átt við þetta: a) andrúmsloft er miklu léttara í sér cn vatn. b) einn cm'j af lofti vegur 800 g c) hvert kg af lofti er 800 1 d) einn m af lofti vegur 8 tonn e) hver 1 af lofti vegur 800 kg. 4. Eðlisþyngd (eðlismassi) efnis finnst með því að vega bút af cfninu og mæla rúmmál hans, og síðan: a) margfalda þyngd (massa) og rúmmál b) deila rúmmáii i þyngd (massa) c) deiia þyngd (massa) í rúmmál d) draga rúmmál frá þyngd (massa). e) ekkert af þessu. líi 5. Það hve hlutur léttist mikið, þeg ar hann er veginn í vökva, fer eftir: a) þyngd (massa) hlutarins b) iögun hlutarins c) rúmmáli og eðlisþyngd (eðlismassa) hlutarins d) eðlisþyngd (eðlismassa) vökv. ans og rúmmáli hlutarins e) rúm. máli hlutarins einvörðungu. 6. Korkbútur er 600 cm , eðlisþyngd (eðlismassi) hans er 0,2. Hve þungur er hann? a) 12g b) 30g c) Í4dg d) 120g e) 3 g. 7. Eðlisþyngd (eðlismassi) flestra efna: a) vex við hitun b) vex við kóln un c) vex með rúmmálinu d) helzt óbrcytt við hitun vegna þess að þyngdin (massinn) breytist ckki e) Um þetta er ekkert hægt að segja, nema meira sé tiltekið. 8. Hver er ástæðan til þess, að kvika s’lfursúlan í tilraun Torricellis cr um 76 cm að lengd? a) Súlan er miklu grennri og því léttari en kvikasilfrið í skál- inni og þrýstist þvx upp. b) Það er sogkraftur lofttæmisins fyrir ofan súluna, sem hcldur henni uppi. c) Það er háipípukrafturinn inni í pípunni, scm heldur súlunni uppi d) Það er Ioftþrýstingurinn á kvikasilfrið í skálinni sem licldur súlunni uppi. e) Ekkert af þessu. 9. Ef pípunni í tilraun Torriccllis er halla'ð lítið eitt, þá: a) hcir 'ómarúmið fyrir ofan kvikasilfursúluna óbrcytt að lengd. b) helzt lengd súlunnar frá yfir. borði kvikasilfursins í skálinni óbreytt. c) helzt yfirborð súlunnar i sömu hæð yfir kvikasilfrið i skáiinni. d) styttist kvikasilfursúlan því meir sem pípunni er hallað meir. e) lengist tómarúmið því meir sem pípunni er hallað meir. 10. Vökvl stendur í opnu íláti. Bczta leiðin til að hraða uppgufun úr honum er: a) blása lofti yfir vökvann b) auka loftþrýstinginn yfir vökvan um c) hita vökvann og setja lok á ílátið d) kæla vökvann og blása lofti yfir hann e) hita vökvann og blása lofti yfir hann. 11. Ef maður kallar í áttina til kletts og heyrir bergmálið frá klettin. um eftif hálfa sekúndu, cn fjar- lægðin til klettsins í m: a) 85 b) 170 c) 340 d) 680 e) 660. 12. Ef 10 og 30 ohma viðnám eru raðtengd, verður, a) sami straumur á báðum, cn minni spenna í þvi síðará. b) sami straumur á báðum, en meiri í þvf síðara. c) minni straumur en meiri spenna í þvi siðara. d) sama spenna f báðum, cn meiri straumur í því síðara. e) sama spenna í báðum, cn minni straumur í því síðara. 13. Ef viðnámin frá 12. spurningu eru tengd samsíða, verður: Svör a) til e) eins og í 12. . 14. Hve mikill straumur fer gegnum 40 watta peru, ef spennan cr 200 volt? a) 1/20 amp. b) 5 amp. c) 0,02 amp. d) 0,2 amp. e) 2 amp. 15. Hve mikið er viðnám pcrunnar? a) 1 ohm b) 1000 ohm c) 100 ohm d) 10 ohm e) ekkert af þessu. 16. Hve mikið kostar notkun pcr_ unnar í 100 klst., ef kíiówattstund in kostar 3 kr? a) 3 kr. b) 12 kr. c) 6 kr. d) 24 kr. e) ckkcrt af þessu. 17. Sú hækkun hitastigs á Fahren. heitmæli, sem jafngildir 45 gr. hækkun á Celsíusmæli, er: a) 81gr b) 113 gr. c) 77 gr. d) 57 gr. e) 25 gr. 18. Moli úr ókunnu efni er 32 lu:’ að rúmmáli og vegur 96 g. Hver er eðiisþyngd (eðlismassi) efnis_ ins og hve mikið mundi molinn vega í vatni? a) 3 og 64 g b) 2 og 64 g c) 2 og 32 g d) 3 og 32 g. e) % og molinn mundi fljóta. 19. í næstu 3 verkefnum á að strika yfir orð, þannig að hver setnnig verði rétt, en i því 4. á að fylla í eyður: Þegar vatn er hitað úr 10 í 40 Framhald á 6. síðu. VIÐ MÓT— MÆLPM ÚTVARPSMÁL ÞAÐ hefur vakið gremju margra útvarpshluStenda, einkum þó eldra fólks, að niður skildi lagt að útvarpa útfararathöfnum. Það mun að vísu svo, að á þetta hafj hlustað fyrst og fremst eldra fólk, og það almennt. Alloft fékkst ýmiskonar fróðleikur lir ræðu pretsins, bæði um ætt og ævistarf, en á hvorn tveggja þessa hafa íslendingar einmitt áhuga, þó er þess að gæta að þessu efni var útvarpað á þeim tíma, að skaðlítið væri þó hljóðn aði um sinn hinn ærandi tónaháv aði og gellur hástemmdur á mörgum vinnustöðvum allan dag inn, til angurs sumum, og jafn- vel heilsutjóns samanber álit þeirra er rannsakað hafa áhrif hávaða bæði á heyrn og tauga kerfi. Auk þess er fullvíst að fjar staddir ættingjar og vinir, er oft og tíðum eiga þess engan kost að vera viðsíaddir útfarir .skyldmenna og vina er jarðsugn ir eru í Beykjavík, fögnuðu því að fá tækifæri á þennan hátt að fylgjast með í þessum athöfum. Fyrir hönd þeirra fjölmörgu er sakna þessa þáttar í útvarp inu, skal hér með skoraS á for- ráðamenn stofnunarinnar, að itaka upp aftur þennan þátt. Trúlegt er líka að jarðaríaraí þættirnir hafi verið nokkur fjár hags búbót fyrir útvarpið og værí eðlilegt að álykta að því veitti ekki af þessum tekjuauka. Þá vil ég taka undir þá gagn rýni er komið hefur fram á mál far og orðaröðun er all oft á sér stað í útvarpinu, sem stundum minnir allmjög á auglýsinguna gömlu. „Herbergj vantar stúlkuí með forstofuinngangi." Jafn- framt er rétt að vekja athygli á því að sumir þeir er látnir eru lesa í útvarpið eru af ýmsum á- stæðum óheppilegir til þess. Oft geta þetta verið prýðilegir semj ndur þó ekki séu færir um að flytja sjálfir sitt mál. Þá er rétt að minnast örlítið á sjónvarpið. Segja má að það hafi farið betur af stað heldur en búasit hefði mátt við að ó- reyndu. Þetta fjölmiðlunar tæki er svo máttugt, að ekki fyrir ýkja löngu hefðu talizt galdrar. Þökk sé sjónvarpinu fyrir skemmtun og fróðleik. En fáir hlutir eru svo góðir eða full- komnir að ekki fynnist vankant- ar, sem þó ætti að vera auðvelt að smíða af. Eitt af því er að lesarar t. d. fréíta mega ekki flýta sér um of, við það eru þeir óáheyrileg ir og enda getur efnið spiltzt í meðförum við þetta. Þó er held- Framhal‘d á bls. 14. l2 21. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.