Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 16
 Stjörnukíkirinn Margt verSur séff í einu augnakasti eftir aff viff höfum fengið stjörnukíki og getum skoffaff guff og himnaríki í gegnum rör úr Múlalundarpiasti. Sá himinn sem viff okkur áffur blasti óþekkjanlegur verffur sjálfsagt flestum og jafnvel okkar upplýstustu prestum, sem átta sig varla á málinu svona í hasti- Þó þætti mér ekki síffur gaman að sjá sitthvaff sem verffur aff teljast áhugavert í okkar jarðnesku kofum og salarkynnum, til dæmis fyndist mér fróðlegt að horfa á margt frægffarhöfuffiff, snoffiff og mánabert, í stjörnukíki, stækkað þrjúhundruð sinnum. f kvöld kl. 20.30 verður síðasta sýning á Koppalogni Jónasar Árna sonar. Einn leikarinn er á förum úr bænum og verður því að hætta sýningum nú! Á myndinni sjást séra Konráð ogr Georg odd- viti ræðast við en þeir eru leikn'ir af Brynjólfi Jóliannessyni ogí Jóni Aðils. FLATEYINGAR FLUTTIR ÚT Fyrirsögn í Mogga. Ég las í Akureyrarblaði sögu, sem mér finnst svo góð að ég get ekki stillt mig um að láta hana ílakka. Á Húsavík eru þrír virðingarmenn, sem allir heita Björn. Einn er frystihús- stjóri, annar prestur og sá þriðji bæjarstjóri. Til aðgrein ingar hefur verið bætt við nöfn þeirra allra, og er sá fyrsti nefndur fsbjörn, prest- urinn Guðbjörn, en sá síðast nefndi Þorbjörn, af því aff hann þorir að vera bæjarstjóri á staðnum. Af því það eru allir að tala um umferð, þá dettur mér í hug sagan um gæann út á landi sem alltaf keyrði fullur. Einu sinni var hann tekinn og þá sagði hann: „Það getur ekkert komið fyrir mig, því þegar ég hef smakkað það, þá sé ég að vísu tvo vegi, — en ég keyri bara á milli þeirra. LOFTÞETTAK UMBliOIR VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. REYKTÓBAK. vor dag egi HÆl![stur Frumeind aferð al ög Alveg er það makalaust hvað fólk ferðast mikið. Alveg er sama hvar í vevöldinni það er, alltaf eru allar flugvélar fullar í allar áttir, og alls staðar eru öll hótel yfirfull af fólki. Þótt flugvélar og önnur farartæki séu alltaf að stækka, hafa þau þó aldrei verið jafnlítil og nú. Nú kvað vera í bígerð að reyna að leysa þetta með því að smíða flugvélar, sem taka allt að þúsund farþega í einni ferð, en þe^sar flugvélar skapa hins vegar önnur vandamál engu betri hinum fyrri. Þrengslin á flugvöllunum hljóta nefni lega enn að aukast við þetta og tíminn sem fer í að komast í gegnum vegabréfa- og tollskoðun verður áður en varir orð- inn miklu lengri en sjálfur flugtíminn, svo að ekki sé minnst á þann óratíma sem það tekur að komast til og frá vellinum til nærliggjandi stórborga. Þessi vandamál öll gera það fyllilega tímabært að athugað sé, hvort ekki megi finna upp einhvern annan hentugri ferða- máta en flugferðir, og hafa menn raunar stundum stungið upp á ýmsu af slíku tagi. Sumir hafa spáð því að sá dagur renni upp að menn geti fengið sig flutta símleiðis eða jafn- vel þráðlaust milli landa og heimsálfa, líkt og loftskeyti" eru send. Þá ganga meiiBi bara inn í símklefa, ýta á ákveðna takka, en við það verða menn leystir upp í frumeindir og þeytast með hraða ljóssins að móttökutæki sem setur þá saman aft- ur. Þessi aðferð yrði að sjálfsögðu bæði fljótvirk og hentug um margt, en þó gæti farið svo að sumir yrðu ragir við hana. Það er nefnilcga alkunna í öllum fjarskiptum, að truflanir eru þar'ekki ótíðar, og það er aldrei að vita hvaða áhrif trufl anir gætu haft á slíka fólksflutninga. Það væri aldrei að vita nema maður sem ætlaði að skreppa þráðlaust til New York kæmi út í Bangkok með hægri fót í staðinn fyrir vinstri hönd og öfugt, ellegar þá hann birtista allt í einu norður á Akur- eyri með nefið aftur á hnakka. Ög þá gæti það sjálfsagt kom- ið fyrir líka að tveimur persónum sem væru á leiðinnii sitt í hvora áttina slægi saman, þannig að útkoman yrði nýjar per. sónu sem hefðu sitt lýtið frá hvorri. Frumeindaflutningur á af þessum sökum sjálfasgt dálítið langt í land enn, en hins vegar er hægt að benda á aðferð sem þegar í stað ætti að vera unnt að framkvæma.' í stað Iþess að vera að halda uppi flugferðum yfir heimsshöfin ætti að leggja yfir þau leiðslur, ekki ósvipaðar olíuleiðslum, og dæla eða blása farþegum þar í gegn. Þetta gæti sparað margháttaða fvrirhöfn og við þetta gæti fólkstraumurinn dreifzt miklu betur en nú er, þegar fólk er flutt í fugvéla- förmum. Hagriaðurinn yrði ótvíræður, þegar þess er gætt að um leið og þessi aðferð væri almennt tekinn upp væri hægt að um leið og þessi aðferð væri almennt tekin upp væri hægt lóðum, sem fylgir öllum risaflugvöllum í heiminum, JÁRNGRÍMUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.