Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 1
Notið Ijosm! Þegar við ökum eftir þjóðveg'um landsins og mæt um skyndilega annarri bif- re’ið hiýtur sú spurning að vakna með okliui-, hvort ökumaður hinnar bifreiðar- innar muni nú, áður en hann mætir okkur, að breytt hefur verið um um- ferðarháttu og okkur beri að víkja íil hægri. í slík um tilvíkum væri kannski óskandi, að maður gæti tal að við hinn bifreiðarstjór ■ ann, áður en ökutækin wæt ast. Auðvitað er það óhugs andi, en við getum vissu- lega gefið öðrum ökumanni merki í tíma, þannig að hann gerl sér fulia grein fyrir því, að hægri umferð er í gildi, og notum tii þess • útbúnað ökutækisins, ljós- in. Framkvæmdanefnd hægri umferðar hvetur ein dregið alla ökumenn, sem aka útí á þjóðvegum, að blikka aðalljósum andartak, áður en bifreiðir mætast. Með því geta ökumenn gef ið hver öðrum til kynna, að þeir muni eftir því, að hægri umferð er i gildí og að þeir muni halda sig á hægra vegarhelmingi. Sá ökumaður, sem þann ig fær vitneskju frá bif- reið, sem nálgast, á þá skfl yrðislaust að svara með því að blikka aðalljósum bif- reiðar sinnar. Með þessu merkjamáli I aukum við öryggið í um- | ferðinni á þjóðvegunum. Á I þennan hátt getnm vlð tal I að í vissum skilningi við | bifreiðarstjóra, sem við I mætum á vegunum og kom [ ið í veg fyrir að hann víki 1 samkv. reglum v-umferðar, í en víki hins vegar rétt mið I að við þá breytingu, sem [ orðið hefur á umferðarhátt i um á íslandi. ★ Hægri umferð á íslandi hefst í dag. ★ Klukkan 6 í morgun áttu öll ökutæki, sem voru á ferð <að vera komin af ivinstri vegarhelmingi yfir á hægri vegarhelming. ★ Rækilega hefur verið kynnt áður hvemig sjálf breytingin fer fram, og vonandi hefur það tek- izt misfellulítið. ★ Klukkan 3 í nótt hófst almennt umferðarbann, og stóð til kl. 7 í morgun. Á þeim tíma fengu að- eins að vera á ferli ökutæki, sem höfðu til þess sérstaka undanþágu, aðallega bílar lögreglu, slökkviliðs, lækna, starfsmanna við breytinguna og leigubíla í atvinnuakstri. ★ Klukkan 5.50 átti 'að stöðva alla umferð, nema um neyðartilfelli væri að ræða. Á næstu mín- úturn skyldu ökutækin færð yfir á hægri vegar- helming og vera þar tilbúin til að halda af stað kl. 6. ★ Klukkan 7 verður umferðarbanninu aflétt, og þá geta alli'r ökumenn lagt af stað út í umferð- ina, en verða að muna að þá gildir afdráttarlaus hægri umferð alls staðar. ★ Munið, 'að á miðnætti annað kvöld á að vera búið að staðsetja allar kyrrstæðar bifreiðarimiðað við hægri reglur. Að öðrum kosti mun . lögreglan fjarlægja þær. i « l ★ Munið ennfremur, að fyrst um sinn gilda aðrar reglur um hámarkshraða, en verið hefur. ★ Munið líka að ef allir sýna fyllstu aðgæzlu í breyttu umferðarumhverfi’ getum við tryggt slysa 'lausá umferðarbreytingu. Hugmyndir að flugvelli á Alftanesi. Umræðufundur um fluavallarmálið Þrðljudaginn 28. maí 1968 verður að tilhlutan Flugmála- félags íslands haldinn almenn- ur umræðufundur um flugvaila mál Reykjavíkur og Iiöfuðborg arsvæðisins. Til grundvallar um ræðunxun verður einkum álit nefndar þeirrar, er flugmála- ráðherra skipaði 28. maí 1965 Hwerntyndtin - ekki gos til að gera t'illögur um fram- , tíðarskipan flugvallarmála R- víkur. Umræðurnar þu'rfa þó ekki að vera einskorðaðcr við þetta nefndarálit. ! í nefndinni áttu sæti, Brynjólf- í ur Ingólfsson ráðuney tisstjói'i, j formaður, Baldvin Jónsson, hrl.,, Gústaf E. Pálsson, bor.garverk-, fræðingur, Guðlaugur Þorvalds- Framhald á bls. 14. (uiiiuiiiimniniíín Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur flaug yfir Kvcrkfjöli í gærmorgun til að aðgæta, Iivort e'inhverjar breytingar hafi orðið þar á jarðhitasvæðinu úr lofti að sjá. Sigurður fór í ís- könnunarflug með Sigurjóni Einarssyni flugstjóra hjá Flug umferðarstjórn íslands, en að ískönnunarfluginu loknu, flugu þeir yfír Kverkfjöll til að kanna aðstæður þar síðan í fyrradag. Gufuki’aíturinn hafði þá minnkað til muna og ekki nema svipur hjá sjón í saman- búrði við það sem hann var á föstudag. Fréttamaður náði rétt sem að- eins tai'i af Sigurði Þórarins- syni, er hann kom úr flugferð- inni. Sagði hann, að angljóslega hafi myndazt nýr hver þarna í Kverkfjöllunum, þar sem gufu súluna Iagði upp á föstirdag. Nú virtist allt miklu rólegra á svæðinu en þá og ekkert benti til þess, að til neinna sérstakra tíðinda sé að draga inni í Kverkfjöllum. TVÖ AUKABLÖÐ Tvö aukablöö fylgja Alpýðublaö inu til kaupenda í dag, annaö helgaö sjómannadeginum, en hitt um breyfinguna yfir í H- umferö- L. -mi«miiiiniiiiiiiiiiiiiiiHi»i»»<»ii»i»iiiiiii»i»Hiiiiiiiii,,,if;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.