Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 5
fylkingu, og þar á móti léku þeir á þá strengi að það þyrfti að útiloka breiðfylkingarmenn. Við vorum annars ekki í neinu kosn- ingabandalagi við Framsókn, kosningar urðu meira að segja ári fyrr en vera átti vegna á- greinings í stjórnarherbúðun- um. Að vísu buðum við ekki fram í Skagafirði, og gat svo farið að Alþýðuflokksfylgið mundi kann- ski fara yfir á Framsókn, ef það þá ekki kysi landlista flokksins. í Húnavatnssýslu spöruðu þeir ekki að leggja áherzlu á að Al- þýðuflokksfylgið ætti þar líka að hjálpa þeim. Um það væri í rauninni samkomulag á bak við tjöldin. Þeir komu meira að segja með merkta kjörskrá til minna manna til þess að sýna þeim að þessi eða hinn væri á- reiðanlega kjósandi Framsókn- ar þó að hann væri Alþýðu- flokksmaður. — Trúðu þeií’ þá að Hannes Pálsson væri líklegur til sigurs? — Ég er ekki viss um það, en þeir sögðu daginn fyrir kosning- ar, að hann vantaði ekki nema 4—5 atkvæði til að fella Jón á Akri. Þetta hafði áhrif. Kvöldið fyrir kosningar settust Fram- sóknarmenn svo að Halldóri heitnum Albertssyni, sem var umboðsmaður minn á Blönduósi og reyndu að telja honum trú um að Björn Þorleifsson umboðs- maður minn á Skagaströnd væri ákveðinn að vinna með þeim á kjördegi. En úti á Skagaströnd sögðu þeir Birni það sama um Halldór. Það var hringt til mín um kvöldið og ég varaður við þessu, og ég varð að eyða tíma í að leiðrétta þennan misskiln- ing. Það eitt er víst, að þeir kappkostuðu alveg sérstaklega að koma í veg fyrir að Alþýðu- flokkurinn fengi mikið atkvæða- magn. — Veiztu nokkuð hvað þeim gekk til? — Ja, Framsóknarflokkurinn var ekki sérlega sterkur, mikið af fylgi bænda hafði farið með Jóni í Dal, þó að hans fylgi væri f rénun og margir að færa sig aftur til Framsóknar. Ef Al- þýðuflokkurinn hefði komið sterkur út úr kosningunum með 120—150 atkvæði og fyígi Fram- sóknar minnkað sem því nam, hefði kannski verið meiri vafi á því, að Framsókn yrði aðaland- stæðingur íhaldsins í kjördæm- inu, þegar fram í sækti. Ég gerði mér vonir um að fá hærri at- kvæðatölu, en ég fékk og ég vissi að 3 af meðmælendum mínum á Blönduósi unnu með Hannesi á kjördegi. — Þarna um sumarið fór að draga til þeirra tíðinda sem seinna ollu nýjum klofningi í flokknum. — Já, kommúnistar höfðu ár- ið áður eða svo boðið upp á sam- fylkingu. Það var þeirra stefna þau misserin. En Alþýðuflokk-ur- inn hafnaði. Eftir kosninga- ósigurinn 1937 vildi Héðinn Valdimarsson ganga til samninga um sameiningu flokkanna. Eftir mikið þref kom í ljós að komm- únistar fengust ekki til að leggja niður sérstaka velvildarafstöðu JASS-HÁTÍDIR SUMARSINS ÞÓ AÐ JASS eigi jafn vel við allar árstíðir, hefur raunin þó orðið sú, að sumarið hefur orðið fyrir valinu, þegar um miklar jass-hátíðir ræðir. Þannig munu á þessu sumri fara fram fjölmargar smærri og stærri jass-hátíðir víðs vegar um heim með þátttöku ýmissa kunnra listamanna á þessu sviði. Þannig var í þessum mán uði, nánar tiltekið dagana 9. til 12. maí haldin vegleg jass hátíð í Hamborg, er nefndist ,,International Hot Jazz Meet ing“ og þarf naumast að út- lista, hvað nafnið þýðir. Þar í tóku þátt margir víðfrægir menn, t. d. Albert Nicholas, Base Seidelin ásamt fjöl- mörgum ónefndum þýzkum jass-þl j ómsveitum. 20. til 27. júlí stendur til að halda mikla jass stefnu í Juan-les-Pins við frönsku Ri- vieruna, en slík hátíð er halá" in þar árlega. Þátttakendur verða m. a. Count Basie, Éay Charles, Benny Goodman, Ma halia Jackson og hin hefð- bunda brezka jass hljómsveit Alex Welsh Jazzband. Nánari upplýsingar um þessa veg- legu hátíð má fá með því að snúa sér til International Festival de Jazz, Juan-les- Pins, Antibes, France. Á tímabilinu frá 22. til .27. leg úti jass hátíð á nautaleik - júlí verður stórkostleg alþjóð vanginum í Palma á Mall- orcka. Þar verður einnig leik in pop-músík og nefnist há- tíðin „Musica ‘68“. Þar leiða saman hesta sína engir minni menn en Count Basie, Bill Evans, Charles Lloyd, Johnny Dankworth, Cleo Laine, Mayn ard Ferguson, Ronnie Scott. Tubby Hayes og margir fleiri Dagana 27. júlí til 3. ágúst er alþjóðleg norræn jass há- tíð áformuð í Molde í Nor- egi. Þar koma m. a. við sögu Kenny Drew, Niels Henning Östed Pedersen, Axel Riel o. fl. Nánari upplýsingar er að Norge. íaNNrðú t.Hg j,sióh 8afuu .. 22, til 25. ágúst verður enn ein jgss hátíð í Bilzen í Belg íu. Enn hafa ekki verið birt r.öfn þeirra listamanna, en þar munu koma íram, en ut anáskrift til að fá nánari upp lýsingar er Oude Tonger- straat 4, Bilzen Belgien. Þá er fyrirhuguð jass hátíð dagana 9. til 13. október í Prag í Tékkóslóvakíu; er það Count Basie. 5. alþjóðlega jasshátíðin í sinni röð, en austur þar er mi ill og vaxandi áhugi fyrir jáss músík. Utanáskriftin er Czesc- hoslovak Composers Guíld, Composers Section, Praha 1, Valdslenske nam 1, CSSR. til kommúnista stjórnarinnar í Rússlandi, afstöðu sem fól í sér vörn fyrir st.efnu hennar og það gat Alþýðuflokkurinn ekki fall- izt á. Þetta var dálítið slæm af- staða hjá kommúnistum eftir því sem maður veit nú um stjórn Stalins á þessum árum og bara tveimur árum seinna var hann kominn í bandalag við Hitler. En Héðinn vildi samt ganga til sameiningar. Annars veit ég ekki hvort ég á að fara að rifja þetta upp nú. Það er ekki svo gömul saga og alþekkt. — Hvar varst þú þegar klofn- ingurinn gerðist?- — Ég var fyrir norðan svo ég er ekki til frá'sagnar um einstök atriði þeirra atburða hér syðrá. Þetta gerðist seinni part næsta vetrar. Ég var mest norður á Akureyri og Siglufirði um þetta leyíi. Þegar mér bárust fregnir um endanleg friðslit og 'brott- vikningu Héðins þá lét ég þá skoðun í ljós, að ef Héðinn vildi ekki hlíta meirihlutasamþykkt þá væri ekki um annað að ræða en víkja honum úr flokknum. Svo hringdi Héðinn til mín norður á Siglufjörð, ég átti þar heima þá, og spurði mig hvað ég væri að gera þar. Ég sagði sem var að ég væri kominn heim til mín, og ég þyrfíi ekki að standa hverjum meðlim sam- bandsstjórnarinnar reiknings- skil um það, livar ég væri hverju sinni. En þá fór hann að segja mér söguna af brott-vikn- ingu sinni, og ég sagði honum lireinskilnislega að ég liti svo á að hver sem ekki vildi hlíta flok.kssamþykkt gæti ekki verið í flokknum. •— Nú voru þarna á oddinum tveir menn: Jón Baldvinsson for- maður flokksins og Héðinn Valdimarsson varaformaður. — Þessa mikilhæfu menn þekktirðu báða, og báða áreiðanlega vel. Hvað viltu t. d. segja mér um Jón? — Ég kynntist Jóni Baldvins- syni vel og mér líkaði alla tið mjög vel við hann. Hann hafði mikla forustuhæfileika, var mannasættir og hafði líka lag á' að laða að sér menn. Samspilið milli hans og Jóns Axels Pét- urssonar í launadeilum var afar gott. Jón Axel var harður í vinnu deilum og setti fram eindregn- ar kröfur, en svo kom Jón Bald- vinsson og hagaði sér þá eins og sáttasemjari, ef ég má nota það orð. Jón Baldvinsson beitti því lagi að setja fram háar kröfur svo hann gæti alltaf slegið af, og ég tel, að þau ár. sem hans naut við sem formanns .Uþýðu- flokksins og forseta Alþýðusam- bandsins hafi feikn unnizt í sóknj i alþýðunnar til betri kjara þrátfy fyrir óskaplega atvinnuörðug-™ leika og aflabrest síðustu árin. — Hvað viltu svo segja um Héðin? — Ég þekkti Héðin vel. Hann var ákaflega harður og ákveðinn og mikill baráítumaður. Við vor- um eiginlega mjög samrýmdir. Okkur bar raunar stundum ým- islegt á milli og hvor sagði sína meiningu, en við vorum jafn góðir vinir eftir sem áður. Ég verð að endurtaka að hann var' mikill baráttumaður. — Hvaða misreikningur var þetta hjá Héðni? — Hann vildi gera flokkinn stóran, og mér finnst ekki hægt að álasa honum fyrir það. Hann trúði því, að það mætti gera einn flokk iir Alþýðuflokknum og Kommúnistaflokknum. — Svo gáfaður maður -sem hann var, hefir hann ekki áttað sig á hvílíkri hentistefnu komm- únistar beittu? Eða sá’ hann það og vildi samt reyna í von um að trúuðustu kommúnistarnir ein- angruðust? — Það er erfitt að dæma um þetta, en það fór ekki eins og hann vildi. Ég hygg vafalaust að það hafi vakað fyrir honum að reyna að ná því takmarki að öll verkalýðsstéttin, verkalýðsfélög- in og alþýða landsins í heild gæti sameinazt í einum sterkum flokki. Að sjálfsögðu var það ekki ætlun hans að hafa eins mikið samband við Rússa og kommúnistar höfðu löngum, svo segja má, að hann hafi reiknað dæmið skakkt hvað það snerti. En hvað gerzt hefði ef samein- ingin hefði orðið eins og Héðinn vildi með Alþýðuflokknum heil- um og óskiptum veit enginn maður. Hans skekkja var kannski sú að vilja samt sameiningu þrátt fyrir að meirihluti Al- þýðuflokksins vildi það ekki. En kommúnistar höfðu bæði tögl og hagldir í Sameiningarflokki alþýðu, Sósíalistaflokknum, eins og hinn nýi flokkur var kallaður. Héðin komst að raun um að þeim var ekki treystandi og notaði fyrsta tækifæri til að segja skilið við þá. — Það tækifæri kom þegar Rússar réð- ust á Finna. •— Það hefur líklega gengið á' ýmsu á þessu klofningstímabili? Varst þú ekki var við það, þótt þú værir mikið úti á landi? — Jú, þeir voru að hringja í mig til skiptis, víssu víst ekki hvorum megin ég mundi vera. Ég man að einu sinni hringdi Finnbogi Rútur til Akureyrar, ég held gagngert til að tala við mig og vita hvar ég væri. Ég var bæði í flokksstjórninni og sem erindreki úti á landi gat ég haft áhrif. Mín afstaða var alveg klár frá upphafi hvað sem segja mátti um þá möguleika, sem Héðinn benti á, þá var ekki hægt að byggja upp lýðræðislegan flokk, nema unnt væri að treysta því að meirihlutasamþykktir væru virtar og haldnar. Allt ann- að en að virða þær, líka þegar maður er þeim andvígur, er ó- gæfuvegur og ekki verj- andi. — S. H. Næsta grein: VERKALÝÐSBARÁTTAN Á STRÍÐSÁRUNUM. SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Gpið frá 9 til 23.30. - Pantlð tímanlega í veizlur brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. TrúBofunar- firingar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður. Bankastræti 12. 26- maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.