Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 6
f f f * AHalfundur Eimskipafélagsins haidinn á föstudag: REKSTRA Aðalfundur Eimskjpafélags íslands h.f. var haldinn á föstudaginn. I ársskýrslu stjórnar félagsins um starfsemina kemur í ljós að halli á rekstri félagsins á ár'inu 1967 nemur um 25J/ý milljón krónum. Orsikir taprekstursins má m. a. rekja til erfiðleika í bjóðfélaginu, verðstöðvunar, verkfalla, gengisfellingar og stórbruna. Áríð 1967 voru samtals 27 sk^ip í förum á vegum félagsins. Farþegar með 1 skipum félagsins voru 7.500. Stjórnin vinnur nú aö undirbúningi að smí íi nýs farþegaskips félagsins og verið er að byggja mlkið vöru- geymsluhús á Austurbakka við Reykjavíkurhöfn. Ákveðið var á aðaifundinum að greiða hluthöfum 7% arð af hlutabréfum srnum. Stjórn Eimskipafélagslns var öll endurkjörin. Formaður stjórnar er Einar B. Guðmundsson og forstjóri félagsins Óttar Möller. t ársskýrslunnj segir enn- fremur: Ilalli á reksti félagsins á árinu 1967 nemur samtais að fjárhæð kr. 24.457.026.44, en hefur þá verið afskrifað af eígnum þess kr. 32.567.323.94. Hagnaður af rekstri eigin skipa varð á árinu 1967 kr. 63.841.301.72, og hagnaður af rekstri leiguskipa og þóknun vegna afgreiðslu erlendra skipa kr. 669.571,84. Hins veg ar varð halli á rekstri vöruaf greiðslu 2.883.805.91. Orsakir hins mikla tapreksí- urs Eimskipafélagsins á árinu 1967 má rekja til margra óvið ráðanlegra atvika, og verða ■hin helztu þeirra nú rakin. Er þess þá fyrst að geta, að erfiðleikar íþeir, sem hérlend atvinnufyrirtækj áttu við að etja á árinu 1967, höfðu að sjálfsögðu veruleg áhrif á rekstrarafkomu Ejmskipafélags ins, sem lýsti sér í minni vöru flutningum en verið höfðu 1966. Vöruflutningar á því ári ' urðu 423 þús. tonn, en árinu 1967, 367 þús. tonn. Minnkun vöruflutninga nam þannig 56 þús. tonnum, þar af útflulning ur um 31 þús. tonn og innan landsflutningur um 19 þús. tn. Parbegum millj landa fækkaði nokkuð, úr 7.928 árið 1966 í 7.462 á árinu 1967, eða um 466 Lög um verðstöðvun, sem sett voru af brýnni þjöðarnauð syn, höfðu þau áhrif fyrir Eim skipafélagið, að félagið varð að sæta sömu aðflutningsgjöld um, uppskipunargjöldum og þóknun fyrir ýmiskonar þjón ustu og áður, þrátt fyrir mjög au.kinn rekstrarkostnað, sem einkum varð erlendis. Þá varð Eimskipafélagið fyr ir stórfelldu tjóni af völdum tveggja verkfalla stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna. Hófst fyrra verkfallið 26. maí 1967 og lauk ekki fyrr en 16 júní, en hið síðara 12. nóv. 1967 og stóð til 23. nóvember. Eimskipafélagið varð fyrir beinu fjárhagstjóni vegna hins ' mikla bruna í Borgarskála 30.- 31. ág. 1967. Má telja að beint tjón félagsins vegna brunans sé um 2 millj. króna. Loks varð Eimskipafélagið að sjálfsögðu fyrir mjög veru legu tjóni vegna gengisfalls íslenzkrar krónu í nóvember 1967. ; Öll skip Eimskipafélagsins, 12 að tölu, eru bókfærð sam- kvæmt efnahagsreikningi í árslok 1967 á kr. 140.104.499.17, sem er að sjálfsögðu langt und ir sannvirði þeirra. Eigin skip félagsins, 12 að tölu, fóru 139 ferðir á milli landa. Sigldu þau ásamt leigu skipum félagsins 547 sjómílur á liðnu ári, þar af 477 þús. sjó, m. milli landa, en 70 þús. sjóm. milli hafna innanlands. Samkvæmt efnahagsreikn - ingi félagsins námu eignir þess um síðustu áramót kr. 376. 813.754.50, en skuldir kr. 389. 856.596.98. Þá ber efnahags- reikningurinn með sér að hlutafé félagsins hefur hækk að úr rúmum 23. mill. í rúmar 40 millj. Skráðir hluthafar eru um 10.800 talsins. Ákveðið hefur verið að hrinda ákvörðun aðalfundar 1966 í framkvæmd en hún ger ir ráð fyrir að á árunum 1968- 1970 verði bætt við skipastól félagsins 2-3 nýjum vöruflutn ingaskipum, að ráðist verði hið fyrsta í varanlegar umbæt- ur á vörugeymslu félagsins og að kannaður verði kostnaður við smíði og reksturs nýs far þegaskips. Á aðalfundinum minntist formaður stjórnar félagsins, Einar B. Guðmundssonar, tveggja manna sem um langt árabil höfðu starfað í þjónustu Eimskipa- félagsins, þeirra Jóns Erlends- sonar og Ásgeirs Jónssonar. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, og skipa hana eft irtaldir menn: Einar B. Guð- mundsson, formaður, Birgir Framhald á bls. 14. Frá aðalíundi Eímskipalélagsins. Undirbúningur gekk vel á Selíjarnarnesi I viðtali viff Alþýffublaffið í gær skvrffi Láms Salómons- son á Seltjarnarnp^I frá því aff undirbúningair f^Hr umferffar* brevtínguna á sunnudag hefði genglff m.iög vel á Seltjarnar- ne«i. Lokiff er v«ff allar merk ingar og frágpng umferðar- merk,ia. Maret !hofi verið gert til aff fraeffa fólk um breyting- una yfir í hægri umferff og kvaffst Lárus hiartsvnn yfir aff brevtingin mvndi takast vel. Lárus kvað Umferðarnefndl Revkiavíkur og Framkvæmda- nefnd hægri umferffar hafa sýnt mikinn dugnað við að aðstoða Seltirninga við updirbúning fýrir breytingua. ReFlulegir fundir hafi verið haldnir vi.kulega að undanförnu með lögreglu Sel- tjarnarness, Umferðarnefnd Reykjavíkur, yfirlögregluþjónun- um í Kópavogi og Hafnarfirði og lögreglumönnum úr Grindavík og Mosfellssveit. Lárus kvað aðalundirbúning fyrir umferðarbreytinguna vera fólginn í tilfærslu umfcrðar- merkja og biðsíöðva strætis- vagna, en auk þess í smávægi- legum umbótum á vegum, eink- um við gatnamót og gangbrautir. Nægilegt framboð hefur verið á gangbrautarvörðum, sem hafa fengið þjálfun sína hjá lögregl- unni í Reykjavík. Lárus sagði að síðustu, að íbúar Seltjarnarnesshrepps hafi sýnt mikinn áhuga og skilning á' undirbúningi hægri umferðar og eigi að vera vel undir breyting- una búnir á sunnudaginn. Breytingar á nokkrum aksturslei^um S.V.R., 30 NÝIR STRÆIISVA í dag H-dag taka Strætisvagnar Reykjavíkur í notkun 30 nýja strætis vagna af Volvo gerff. Um leiff og H-umferff tekur gildi verffur gerff nokkur breyting á leiðakerfi S.V.R. og auk þess verður tíffni ferða lækkaff nokkuff á þeim tímum dagrs, sem vagnarnir eru minnst notaðir, en þaff er á tímabilinu frá klukkan 19.00 til 24.00 á miff- nættí öll kvöld vikunnar og frá klukkan 13.00 á laugardögum og' klukkan 10.00 til 13.00 á sunnudögum. Á þremur leiðum verða ferð ir á áðurgreindum tímum á 30 mínútna fresti, en á öðrum tímum dags verða ferðirnar á 15 mínútna fresti eins og áð- ur. Þessar þrjár leiðir eru: Leið nr: 4, Sundlaugar, leið nr. 15, Vogar, og leið nr. 21, Álf heimar. Á fyrrgreindum tímum, frá kl. 19-24 virka daga, frá klukk an 13 á laugardögum og frá kl. 10-13 á sunnudögum, verður akstur lagður piður á öðrum þremur leiðum, en þær eru; Leið nr. 19, Hagar, leið nr. 20, Bústaðahverfi, og leið nr. 24, Hagar-Selt j arnarnes. Akstur verður á sjö leiðum öll kvöld vikunnar á tímabil inu frá kl. 24.00 lil kl. 01.00 e. *m. og á tímabilinu frá kl. 7.00 til kl. 10.00 á sunnudags- morgnum. Á sex leiðum S. V. R. verður sú breyting á við umferðar- breytinguna, að ekinn verður öfugur hringur miðað við það senf áður hefur verið. Þetta á við um þessar leiðir: Leið nr. 4, Sundlaugar, leið nr. 5, Skerja fjörður, leið nr. 10, Þór- oddstaðir, leið nr. 21, Álf- heimar, leið nr. 23, Háaleiti og leið nr. 25, Safamýri. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa gefið út nýja leiðabók yf áætlunarferðir strætisvagna í Reykjavík, og verður bókin af hent í biðskýli S.V.R. á Kalk- ofnsvegi án þess að greiðsla komi til. Til nánari áréttingar skal tekið fram, að Strætisvagnar Reykjavíkur aka alla virka daga á öllum leiðum frá klukk 24.00 er um töluverða fækkun ferða að ræða. Sama fækkun an 7.00-19.00. Iílukkan 19.00 til á sér stað eftir hádegi á laug ardögum og klukkan 10.00 til 13.00 á sunnnudögum. í gærdag var fréttamönnum boðið að skoða hina nýju stræt isvagna S. V. R. og aka um borgina í einum þeirra. Eru vagnarnir hinir glæstuslu. Þeir eru yfirbyggðir hjá Sam einuðu bílasmiðjunni. Á fundinum með blaðamönn um kom fram í ræðu Eiríks Ásgeirssonar, forstjóra Stræt isvagna Reykjavíkur, að fækk- un ferða nú stafaði af mjög lækkandi tölu farþega á undan förnum árum. Heildarfarþega tala strætisvagnanna á árinu 1962 var 18,1 milljón, en hún var á síðasta ári komin' niður í 14,2 milljónir. Kvað Eiríkur hið sama vera að gerast í öðr- um löndum. Hann kvað far- þegatöluna vera orðna mjög lága á þeim tímum, sem ferð um væri nú fækkað á, þ.e. á kvöldin virka daga, eftir há- Frambald á 14. síffu. £ 26- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.