Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 28. maí 1968 — 49. árg. 95. tbl- Umferðarbreytingin tókst með ágætum NUMA NAKA RATT Breytingin yfir til hægri umferðar hefur tekizt mjög vel og ef til vill mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Umferðin á sunnudaginn var mjög mikil, enda munu flestir eða allir þeir, sem gátu komið því við, hafa farið út í umferðina strax á sunnudagsmorgun til að kynna sér nýjar og heppi | legar ákstursleiðir og kannski ekki síður til þess að æfa sig í hinni nýju og um margt breyttu umferð. Slys urðu nær engin, hvorki á sunnudaginn né í gær en nokkuð bar á að menn færu fullgreitt. • Samkvæmt upplýsingum sem Upplýsinga- og f jarskipta- miðstöð lögreglunnar hafði fengið um kiukkan 18 í gær- ¦ kvöld, hafði talsvert borið á því, að settar reglur um öku- hjí'aða væru eki<i virtar og. gerði lögeglan bæði í Reykja- vík og annas staðar á landinu mikið af því í gær að mæla ökuhraSa bifreiða" og annarra ökutækja með aðstoð ratsjár og á annan tiltækan hátt. Um klukkan 18 í gær hafði lögreglan stöðvað hvorkimeira né minna en 63 bifreiðir í Eeykjavík og ¦ kært ökumenn þeirra fyrir of- hraðan akstur. Áuk þess höfðu lögreglumenn á bifreiðum og bifhjólum kært þá allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur, Sömu sögu er að segja frá öðrum stöðum á landirra. Á Reykjaneshrautinni (Kefla- víkurveginum) hófðu þá sex bifreiðir verið stöðvaðar fyrir of hraðan akstur frá því, að um ferðarbreytingin hófst, fjórir á sunnudag og tveir í gær. Allir voru þessir ökumenn hátt yfir hraðamörkunum og óku lög- reglumenn fram fyrir þessar biiíreiair á 80—90 kílómetra hraða. Var bifreiðin tekin af honum og sömuleiðis. Öku- skírteini hans. Ekki liggja fyrir tölur um alla þá, sem stöðvaðir hafa verið fyrir of hraðan akstur, en þó er ljóst, að tala þeirra er allt of há. w Féttamaður ræddi nokkur orð við Arnþór Ingólfsson, sem stjórnar Upplýsinga- og fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar um þetta vandamál í gær. Framhald á síðu 14. Beð/ð með óþreyju Myndin hér að ofan var tek að taka þátt í breytinguiruii, in nokkru áður en umferðar- breytingrin átti sér stað á sunnudagsmorgun. Áhugasam- ir ungir vegfarendur voru þeg ar komnir á vettvangr til þess og biðu þess með óþryju að tími yrði til að færa sig yfir á hægri kantinn. Þetta veríia án efa góðir vegfarendur í hægri umferð, ...... IIIIIMIII'III Engar óeðlilegar um- ferðartafir lengur Á SUNNUDAG var umferð i Reykjavík, óvenjumikil og mynd- uöust víða miklir umferðartapp- ar í borginni. Hins végar gekk umferðin miklu greiðar fyrir sig í gær, og urðu hvergi verulegar tafir, og munu sízt hafa verið meiri en venjulega var á anna- tíma fyrir breytinguna. í stuttu viðtali, sem fréttamað- ur Alþýðublaðsins átti við Arn- þór Ingólfsson lögreghivarSstjóra um sjöleytið í gærkvöldi, sagði hann, að umf erðin á annatimum dagsins hafi gengið fyrir sig mjög í sama dúr og venjulega á' virkum degi og verulegir umf erð- artappar hafi alls ekki myndast og menn því komizt klakklaust leiðar sinnar í umferðinni. Sagði að aðeins eitt atriði skyggði á umferðina í gaer, en það væri hinn hái fjöldi þeirra, sem teknir hafi verið fyrir óf Hraðan akstur. Annars kvað hann umferðina hafa gengið mjög eðlilega fyrir sig. Ekki hafi myndazt neinir erfiðleikar.á mesta annatímanum eða í hádeginu. Umferðarstraumurinn v&r óeðli legur á sunnudaginn, sagöi Arn- Þór, enda mikinn þátt f umferðinni í leit að nýj- um og heppilegum aksturs- leiðum og til æfingar í hægri umferð. í gær hafi umferðar- þunginii á götum borgarihnar verið hins vegar eðlilegur miðaff við virkan dag. Raunverulegt 'um- ferðaröngþveiti varð hvergi f umferðinni í gær, enda löggæzla mjög víðtæk, sagði Arnþór. H-TÍÐ SJÓNVARPS KOSTAÐI30 H-TÍÐIN í sjónvarpinu á laugardagskvöld tókst með á- gætum, og mun almennt vera talin langbezta skemmtiefni, sem sjónvarpið hefur flutt. En það var m'iklu til kostað, því að dagskráin í heild kostaði um 300.000 krónur og er lang dýrasta efni sem framleitt hef ur verið fyrir sjónvarp hér á land'i. Framleiðsla á sjónvarpsdag- skrá, sem eru samsettar úr mörgum liðum, sýna marga skemmtikrafta og nota margt tónlistarfólk, eru mjög dýrir, hvar sem cr í heiminum. ís lenzka sjónvarpið verður að sníða sér stakk eftir vextí í þessum efnum og neita sér um slíka framleiðslu að miklu leyti. Dýrasti þáttur, sem áð ur hefur verið gerður hér, var fluttur síðastliðið gamlárskvöld og kostaði um 100.000 krónur. Venjulegir skemmtiþættir með einni hljómsveit og söngvara kosta 40-50.000 krónur. Að þessu sinni var ákveðið að kosta sérstaklega tSI , og var það hægt af því að H- nefndin hljóp undir bagga, enda lagði hún blessun sína yfir dagskrána. ^Hefur hún fengið nokkuð fyrir sinn snúð því að þessi dagskrá hafol án efa míkil áhrif á 60-90.000 manns, er horfðu á hana. Hef ur það sérs+fiklega komið fram í brosi fólks og þeirra stemn ingu, sem var yfir H-deginum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.