Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 6
3 >11 * * *m 9*i ri* o o [> SMÁAUGLÝSINGAR Tökum að okkur klæðningar, gefum upp verð áður en verk er hafið. Úrval áklæða. Húsgagna- verzlunin húsmunir, Hverf isgötu 82, sími 13655. KAUPUM ALLSKONAR HBEINAR XUSKUR. BÓLSTURIÐJAN Freyjugötu 14. Alls konar viðgerðir og breytingar á rörum, hreinlætistækjum, þétting á krönum og margt fleira. Sími 30091. Allar almennar bflaviðgerðir. Einnig ryðbæting- ar. og málun. Bílvirkinn. Síð'u. múla 19. Sími 35553. Pípulagnir — Pípulagnir Tek að mér viðgerðir, breyting. ar, uppsetningu á hreinlætis- tækjum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Grandavegi 39. . Sími 18717. Málningarvinna Tek að mér utan- og innanhúss. málun. HALIuDÓR magnússon málarameistari. Sími 14064. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. 11 a, Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Einangrunargler Tökum að okkur ísetningar á einföldu og tvöföldu gleri. Útvegum allt efni. Emnig sprunguviðgerðir. Leitið tilboða í símum 52620 og 51139. S j ónvarpsloftnet Tek að mér uppsetningar, við- gerðir og breytingar á sjónvarps loftnetumf emnig útvarpslofthet um). tjtvega allt efni ef óskað er. Sanngjarnt verð. — Fljótt af hendi leyst. Slmi 16541 kl. 9 - 6 og 14897 eftir kl. 6. Allar myndatökur hjá okkur Einnig ekta Utljósmyndir. End. urnýjum gamlar myndir og stækkum. Ljósmyndastofa Sig urðar Guðmundssonar, Skóla vörðustíg 30. Sími 11980. Lóðastandsetningar Standsetjum og girðum lóðir o.fl. Sími 11792 og 23134 eftir kl. 5. Málningarvinna úti og inni Annast alla málningarvinnu úti sem inni. Pantið útimálningu strax fyrir sumarið. Upplýsingar 1 síma 32705. HÁBÆR Höfum húsnæði fyrir veizlur og fundi. Sími 21360. SMÁAUGLÝSING ? ■ síminn er 14906 Kápur og dragtir til sölu. Díana, Miðtúni 78 Simi _18481. ■: Bílar færa sig yfir Skúlágötuna rétt fyrir kl. 6, Er H-dagur hófst Um fjöguleytið á sunnudagsmorguninn, þegar fréttamenn blaðsins fóru á stjá til að huga að útliti höfuðborgarinnar síðustu tvær klukkustundirnar í vinstri umferð, ríkti kyrrð í borginni og umferð var næstum engin. Víða gat að líta mienn að störfum. Voru þeir að skipta um hin ýmsu umferðarmerki og færa til eftir aðstæðum. Hraði og góð skipulagning virtist einkenna þetta starf. Flestar þær bifreiðir sem sáv ust á götunum á þessu tímabili, voru löggæzlubifreiðir, leigubif- reiðir og aðrar bifreiðir, sem höfðu undanþágu til aksturs á meðan akstursbannið stóð. Um fimmleytið komu frétta- menn við á lögreglustöðinni í Pósthússtræti, og spurðu þeir Greip Kristjánsson varðstjóra, hvemig nóttin hefði gengið fyrir sig. Kvað hann allflesta ökumenn hafa hlýtt umferðarbanninu, mjög lítið hafi á því .borið að menn hafi brotið það. Sex öku- menn voru stöðvaðir um nótt- ina. Annars hafi þessi síðasta laugardagsnótt í vinstri umferð verið keimlík öðrum laugardags- nóttum að vorlagi. Nokkuð hafi verið um drykkjuskap í borginni, einkum fyrri hluta nætur. Klukkan 05,50 hófst algjört umferðarbann um land allt og stóð það í 10 mín. Að þeim tíma liðnum rann upp sú stund, að hægri umferð öðlaðist gildi á íslandi. Má segja, að þessara tímamóta í umferðarmálum lands manna hafi verið beðið með nokk- urri óþreyju um alllangt skeið. Hefur fátt átt meiri hlutdeild í hugum fólks síðustu mánuði en H-breytingin. Klukkan 05,30, eða þar um bil, lenti þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavarnafélagsins á þaki nýju lögreglustöðvarinnar í Reykjavík. Fimmtán mínútum fyrir klukkan sex hóf þyrlan sig til flugs með þá' Jóhann Hafsíein dómsmálaráðherra og Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra innan- borðs. Fylgdust þeir með úr lofti er ökumenn, sem hefja máttu akstur klukkan sex, færðu öku- tæki sín af vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri. Fyrir framan útvarpshúsið á Skúlagötu voru ýmsir forystu- menn umferðarmála samankomn- ir nokkrum mínúíum fyrir kl. 6. Valgarð Briem, formaður Framkvæmdanefndar hægrj um- ferðar, var þeirra á meðal. í umboði dómsmálaráðherra lýsti hann því yfir, að hægri umferð hefði öðlazt gildi á íslandi. Yfir- lýsinguna gaf Valgarð í útvarps- viðtali sem Stefán Jónsson fréttamaður átti við hann á slag- inu klukkan sex. Fjölmargar bifreiðir voru stað- setíar á þessari stundu þarna framan við útvarpshúsið. Mjök- uðu þær sér s-'ðan hægt og rólega yfir á hægri vegarhelming. Bifreið sú, sem fréttamenn Al- þýðublaðsins óku, var staðsett á bifreiðastæði upp við útvarps- húsið á Skúlagötunni þá síund, sem algjört umferðarbann ríkti. Til þess að komast út úr stæð- inu aftur var þeim nauðugur einn kostur, að bakka út. í hægri umferð. — Síðan óku bifreið- irnar af stað í hægri umferð inn Skúlagötuna. í fararbroddi fór bifreið Valgarðs Briem, form. Framkvæmdanefndar hægri um- ferðar, en síðan bifreiðir annarra í> — æu var i.aarjo klukbutíma fyrir breytínguna — enda varð gin umferðarbreyting þar. 0 28. maí 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.