Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 9
faiiiiiiiiimiiiiiiiiiiin i iim imiii iii iim ................................................. (11111111 í gær hittum við Kristján Þtírgeirsson leigubílstjóra hjá BSR og spurðum hann um álit hans á framkvæmd umferðarbreytingarinnar til hægri. Kristján hefur mikið látið til sín taka umferðar- mál í Reykjavík og situr meðal annars í Umferðar- nefnd Reykjavíkur sem full- trúi Bifreiffastjórafélagsins Frama, Hvar finnst þér umferðin erfiðust nú eftir að breytt liefur verið til hægri hand- ar aksturs? Umferðin hefur gengið verst á Hverfisgötunni, svo og í Aðalstrætinu og á mót- um Nóatúns og Laugavegs. Hvað telur þú valda því, að umferðin gangi svona erf- iðlega á Hverfisgötu? Þar held ég að komi í ljós einmitt það, sem ég var hræddur um fyrirfram, að þarna komi til með að verða umferðartappi þangað til Hverfisgata hefur verið breikkuð til fulls allt niður að Kalkofnsvegi. Þó er ef til vill ekki hægt að gera sér grein fyrir þessu til fulls strax, þar sem umferðarljós- in hafa ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi síðan breyt- ingin var gerð. Hefði verið hægt að komast hjá þessum erfiðleikum á Hverfisgötunni og þessum umrædda umferðartappa? Jú, það álít ég. Hefði um- ferðinni verið snúið við þannig að ekið hefði verið vestur Hverfisgötu og Hafn- arstræti um Aðals.træti til suðurs og Austurstræti til austurs, þannig að það nyti sannrtefnis, BánkJastræti og Laugaveg til austurs eins og frumtillaga Umferðarnefndar Reykjavíkur hljóðaði upp á, þá hefði þetta vandamál ekki orðið til' Að mínu viti hefði þetta verið eina raunhæfa lausnin á Hverfisgötuvanda- málinu frá umferðarlegu sjónarmiði. Varðandi hina staðina, sem ég nefndi vil ég segja þetta. Erfiðleikarnir á mótum Laugavegs og Nóalúns held ég, að lagist,^ þegar umferð- arljósin komast í eðlilegt horf. Álít ég, að eðlilegt hefði verið að hafa Aðal- stræti opið fyrir umferð til suðurs frá 'Vesturgötu en loka þess í stað umferð til norðurs úr Kirkjustræti og Tújigötu. Þessi aksturssjefna er eðlilegri í hægri umferð og kemur betur út á horni Vesturgötu og Aðalstrætis. Á hverju virtist þér. öku- merjn helzt flaska í umferð- inni á sunnudaginn Kristján? Helzt virtist mér það fólg- Kristján Þorgeirsson. ið í því, að menn tóku rang- ar beygjur. Sömuleiðis tók ég eftir því, að ökumenn litu í gagnstæða átt við umferð- ina á gatnamótum og virtust þeir ekki hafa gert sér fulla grein fyrir því, að nú kem- ur umferðin úr öndverðri átt við það, sem áður var; fyrir beytinguna. Hvað viltu segja að lok- um? Ég vil óska þess, að menn geti minnst dagsins í gær, 26. maí, sem upphafsdags sið- bólar í umferðinni og sú sið- bót eigi eftir að vara um alla framtíð. HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllll llillll...... H-breytingin fór vel og slysalaust fram í Reykja- vík eins og víðast hvar annars staðar á landinu. Um ferð var gííurleg á götum borgarinnar allt frá klukk an sjö á sunnudagsmorguninn og fylltust allar göt- ur af ökutækjum. Umferðin gekk mjög hægt og mynduðust umferðarhnútar á mörgum stöðum, þar sem stórar umferðaræðar mættust. Þyngst virtist umferðin vera á sunnudagsmorguninn á Hverfis- götu og Snorrabraut. Er það eðlilegt, þar eð breyt- ingar hafa mestar verið gerðar á þessu svæði. Stöðug umferðarvarzla var á öllum meiriháttar gatnamótum í borginnj allan daginn og var ekki annað að sjá en lögréglubjónar hefðu skipulagt starf sitt mjög vel, enda þótt nokkur misbrest- ur hafi orðið á því, að þeir brostu við ökumönnum. Ökumenn virtu mjög þær hraðatakmarkanir, sem gengu í gildi við breytinguna, á sunnu- dag, á meðan allir voru að byrja að aðlagast liinum breyttu akst- ursháttum. Enginn var tekinn fyrir of hraðan akstur í umferð- inni á sunnudag. Umferðarverðir störfuðu á fjÖImörgum stöðum í borginni allt frá klukkan 08,30, cn þá voru mættir 120 umferðarverðir til starfs næstu tvær klukkustund- irnar. Starfsemi umferðarvarða hefur farið fram samkvæmt á- ætlun og virðast bæði ökumenn og gangandi vegfarendur mjög hafa farið eflir ábendingum um- ferðarvarða. Umferðin hélt áfram að aulcast til hádegis, og þegar umferðin var mest fyrir hádegi var hún svipuð og hún er á Þorláks- messu. Aðeins eitt umferðaróhapp varð fyrir hádegi á sunnudag, en það varð á gatnamötum Iíáaleit- isbrautar og Hvassaleitis. en ekkí mun vera hægt að rekja orsak- ir þess til umferðarbreytingar- innar. Var þetta fyrsta umferð- aróhappið, sem lögreglunni er kunnugt um í hægri umferð. — Framhald á síffu 14. Flugmálafélag íslands Almennur umræðufundur um flugvallarmál Reykjavíkur verður haldinn í Sigtúni þriðju- daginn 28. þ.m. kl. 20.30. Framsögumenn: Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögmaður, Fundarstjóri, 'Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari. STJÓRNIN. PERSTORP-har&plastið ávallt fyrirliggjandi í meira en 60 litum og munstrum. 15% verðlæltkun frá verksmiðju. PERST ORP-plastskúffur í eldhús og fataskápa, ýmsar gerðir og stærðir. SMIÐJUBÚÐIN ivið Háteigsveg — Sími 21220. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eft’ir starfsfólki, sem hér segir: Hjffkrunarkonu í berklavarnadeild frá 1. sept. 1968. Hjúkrunarkonu til hjúkrunar í heimahúsum og fleiri starfa frá 1. sept. 1968. Hjúkrunarkonu í barnadeild (hverfishjúkrunarkonu) frá 1. júlí ’68. Æskilegt er að hverfishjúkrunarkonan fari utan til framhaldsnáms í heilsuvernd að loknu árs starfi. Ennfremúr er óskað eftir konu frá 1. sept. 1968 til vörzlu spjaldskrár og fleiri starfa. Laun samkv. samningi starfs- manna Reykjavíkurbogar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt heilbrigðisvottorði, sendist fyrir 15. júní 1968 forstöðukonu Heilsuverndarstöðvarinnar, Barónsstíg 47 og veitir hún nánari upplýsingar varðandi þessi störf. Reykjavík, 28. maí 1968. Heilsuverndarstöff Reykjavíkur. SUNDNÁMSKEIÐ Sundnámskeið fyrir börn, 7 ára og eldri, hefjast í Sund- höll, Sundlaugum Reykjavíkur og sundlaug Breiðagerðis- skóla miovikudaginn 5. júní n.k. Hvert námskeið er 20 sundstundir. Námskeiðsgjald kr. 150.00 greiðist við innritun, sem fram fer á sundstöðunum. I Innritun í Sundhöll og Sundlaugum Reykjavíkur er í dag og næstu daga, en í sundlaug Breiðagerðisskóla þriðju- daginn 4. júní kl. 10-12 og 14-16. Fræffsluskrifstofa Reykjavíkur. ...■—.............■■■„—........... .11 i i ,,í 28. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.