Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 10
 ntstj. örn íl-^l d^ttip EIÐSSON |kJ 1 1IK BRETARNIR HOfÐU NOKKRA YFIRBUROISIGRUDU KR 2:0 URVAL Middlesex Wander- ers, sem hér er í boði KR, lék fyrsta leik sinn á H-daginn, og gegn gestgjöfunum. M. W. er felkipað leikmijnnum, eingöngu frá ýmsum félögum áhuga- manna um knattspyrnu á Bret- landi, þó þannig, að aðeins þeir, sem leikið hafa í landsliði á'huga manna eða oðrum stórleikjum, sem teljast „kjörgengir.” Liðið er nokkurs konar lifandi og leik- llllllllflllllllllllllllllllllillllllllllllllllllillllllllllillllllllll Sundlaugin í | Laugardal vígð I á laugardaginn I JÞRJÚ sundmót verða háð I næstu daga. Fyrst skal skýra | frá vígslu Laugardalslaugarinnjf ajr, en vígslan verður á laugardaginn og þá verður m. a. keppt í fjórum sund- greinum. 100 metra slcriðsundi og bringusundi karla og kvenna. Úrslitaleikur íslandsmótsins í sundknattleik fer fram á mið- vikudag millj KR og Ármanns í Sundhöllinni og þá verður einnig keppt í nokkrum sund- greinum m. a. 100 m. bringu- sundi karia og er almennt bú- izt við að Leiknír Jónsson, Ár- manni, setji íslandsmet. í þriðja lagi er það Sund- meistaramót Rey.kjavíkur, sem upphaflega átti að fara fram í Laugardalslauginni 21. mai, en var frestað til 5. júní. Keppt j verður í tíu sundgreinum karla : og kvenna á Reykjavíkurmót- iiiiiiiiiiiiiii andi knattspyrnukynning, og ferðast sem slíkt vítt um heim, og hefur gert um árabil. Þetta er t. d. í þriðja skiptið, sem það leggur leið sína út hingað, eða 1951, 1964 og svo loks nú. Samtals hefur M. W. leikið 8 sinnum við ísl. lið, til þessa og sigrað 7 sinnum, en gert eitt jafntefli, við KR árið 1964. í leiknum á sunnudaginn var, sem er fyrsti leikurinn í þess- ari heimsókn, fór það með sigur af hólmi, skoraði 2 mörk gegn engu. Bæði voru mörkin gerð í fyrri hálfleiknum, og bæði með skalla. Það var vinstri útherj- inn, en eftirtektarverðasti leikmáðurinn í hópi Bretanna sem skoraði fyrra markið úr lang sendingu, er aðeins um 7 mín. voru liðnar af leiktímanum. — Síðara mar.kið gerði svo vinstri innherjinn upp úr hornspyrnu, seint í hálfleiknum. Af hálfu Bretanna var fyrri- hluti leiksins, eða fyrri hálfleik- urinn, oft skemmtilega og fjör- lega leikinn. Þá sýndu þeir yfir- burði, bæði er tók til samleiks og sendinga, svo ekki var um að villast, að þar fóru leikmenn sem kunnu nokkuð fyrir sér, þó ekki tækist þeim að skora nema þessi tvö mörk, en oft munaði vissu- lega mjóu. Þrátt fyrir hraða og fjör, sem einkenndi leik þeirra, geiguðu markskotin, jafnvel úr stuttum og opnum f&rum. Enda bæði mörk þeirra skoruð með skalla, en ekki spyrnum, föstum og eldsnöggum skallboltum. Af erlendum köppum, og þá ekki sízt Bretum, ættu íslenzkir leik- menn sem fæstir eða nær engir kunna að skalla bolta, svo vel sé, að geta lært þá list. En þrívegis áttu Bretar næsta upplögð skotfæri fyrir opnu marki, en mistókst herfilega. Eflaust hefðu þeir skorað, ef þeir hefðu komið skallanum við. Vörn KR stóð sig vel þrátt fyrir mörkin 2, einkum þó meðan EUert Schram naut við, en hann varð að hverfa af leikvelli er um 25 míai. voru liðnar af hálfleikn- um. En þrátt fyrir ótvíræða yfir- burði Bretanna í þessum hálf- leik, átti KR sína möguleika og tækifæri. Svo sem er Þórólfur Bech, sem nú lék aftur sem á- hugamaður, fékk eftir velfram- kvæmda aukaspyrnu ágætt færi fyrir opnu markinu, en skotfimin brást illilega. — í stað þrumu spyrnu af stuttu færi, lak bolt-<S>- inn næstum í dropatali að mark inu, og var auðveld bráð mót- herjanum. Á síðustu minútu fengu Bretar hornspyrnu, en KR ingar björguðu naumlega á línu. í , síðari hálfleiknum, kom varamaður inn á', áður hafði Ár- sæll komið í stað Ellerts en nú bættist Ólafur Lárusson við í stað Theódórs. Lék Ólafur á miðjunni sem framherji, en Baldvin fór á kantinn. Ólafur er kornungur en fjörugur og dug- milcill leikmaður, það sýndi hann í þessum síðari hálfleik, sem allur var af KR hálfu miklu snarpari og skarpari en sá fyrri. Sóttu KR-ingar fast og vörðust af hörku. Á fyrstu 25 mínútun- um lá mjög á' Bretum, sem átíu í vök að verjast. Fengu KR-ingar margar hornspyrnur, sem ekki nýttust þeim að neinu gagni, þar sem enginn virtist geta borið sig eftir björginni með hausnum. Bretarnir hefðu sannarlega ekki verið í vandræðum að nota sér slíka möguleika að gagni. Það voru nær % hlutar hálf- Framhald á bls. 11 Þórólfur Back lék allsæmilega á sunnudag. AKUREYRINGAR HÓFU J. DEILDARKEPNINA Á SIGRI LEIKUR Akureyringa og Kefl- víkinga í Keflavík á sunnudaginn í I. deild var hinn skemmtileg- asti og oft vel leikinn og jafn. Akureyringar unnu leikinn með einu mar.ki, en fleiri mörk voru ekki gerð. Hins vegar fengu Keflvíking- ar vítaspymu á Akureyringa, en Magnús Torfason fór þar óvenju- lega illa með gullið tækifæri. En skotið var bæði lint og lélegt. Knötturinn hafnaði ijúflega í höndum markvarðar Akureyrar. Með markt þarna hefðu Kefl- víkingar náð frumkvæði leiksins og er þá ekki gott að vita hvern- ig farið hefði. En á 26. mín. síð- ari hálfleiksins kom loks þetta eina mark leiksins, sigurmarkið, sem gaf Akureyringum bæði stigin — og alls ekki verðskuld- að. Jafntefli liefði verið nær sanni. Það var Valsteinn sem skoraði. Kjartan markverði tókst að verja, en boltinn hrökk til hans aftur frá Kjartani og þá kom hann honum inn og þar við sat. Akureyringar voru framan af leiknum fljótir og á'kveðnir, en smóm saman náðu Keflvíkingar betri tökum á honum þó ekkj tæk ist að koma boltanum í markið. En eftir markið linuðust Kefl- víkingar upp og voru eins og út- vatnaður saltfiskur eftir það, bragðlausir og ósnarpir. — Gjörsamlega óþekkjanlegir. Ak- ureyringar hörðnuðu og voru nær því búnir að skora aftur. í liði beggja voru allgóðir ein- staklingar, en sóknaraðgerðir ekki nógu samfelldar og skipu- legar. Er slíkt svo sem ekki eins dæmi með þessi lið, heldur ísl. knatt.spyrnu yfirleitt. — Og ekki dugir að láta hugfallast þó á móti blási. Keflvikingar hefðu Framhald á síðu 14. f KVÖLD KL. 2030 Á Laugardalsvellinum VALUR - MIDDLESEX WANDERERS (íslandsmeistarar 1967) (Olympíulið Bretlands) Verð aðgöngumiða: Börn 25. -Stæði: 75.- Stúka 100.- Knattspyrnufélag Reykjavíkur. 10 28. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.