Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 15
Illllll lllllllllllll 111111111111 llllllllf Framhaldssaga eftir JONSDÓTTUR Teikningar eftir RAONAR LÁR. yður frá því. Ég átti erfitt með að segja „Guðmundur", en ekki Gvend- ur eins og ég var vön. —Hann sagði mér allt um það. Er það ekki neitt, sem þéf hafið frekar fram að færa? — Það held ég bara ekki, hvort það væri eitthvað sem ég sagði ég og reyndi að hugsa um, hefði að segja, en það var áreið anlega ekki neitt nema þetta með blaðið undir dúknum og það höfðu þeir víst fundið, enda kom það börnunum ekki neitt við. — Vilduð þér vera svo góður að lesa skýrsluna yfir. Ég las þessa fínu skýrslu, sem stúlkan hafði vélritað og í henni var allt, sem ég hafði sagt og jafnvel svolítið meira. Það var líka allt, sem Gvendur hafði að segja og það var meira en ég hafði að segja, ef þið vitið 15 við hvað ég á. Hann hafði nefni lega sagt allt, sem ég gat sagt og bætt við miklu við frá' eigin brjósti. Svo skrifaði ég undir skýrsl- una. Ég hafði engu við að bæta. Eg var aðeins boðuð hingað sem vitni og nú hafði ég undir skrifað skýrsluna og þar með var málinu lokið, hvað rannsókn x arlögreglunni við kom og þar með Gvendi. Ég var hins vegar ekki jafn ákveðin og lögreglan í að gefast upp fyrirvaralaust. Fulltrúar hjá rannsóknarlög- reglúnni eru rólegir og flana ekki að neinu, enda hrökk fulltrú- inn ekki við af skelfingu. Full- trúar eru alltaf rólegjr og skipta ekki skapi, nema mikið gangi á eins og alvarlegar yfirheyrslur og svoleiðis. Þá ku þeir nota það, sem í glæpareyfurum nefnist „third degree“. Gvendur segir að það sé hel- vítis lygi, að svoleiðis sé notað hjá' islenzku rannsóknarlögregl- unni. Hann ætti svo sem að vita það. Rannsóknarlögreglumaðurinn sjálfur, sem er á góðri leið með að vérða fulltrúi. Rannsóknarlögreglumenn og þá'sérstaklega fulltrúar eru alls ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að yfirheyr-a afbrotamenn og ég er viss-um að mestur hluti afbrota- manna er í raun og veru óham- ingjusamir menn, sem vitanlega BfRCð BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðiur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjói Boltar og Rœr jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 VBPpmwm verður að yfirheyra þar sem þeii- hafa gerzt brotlegir við lögin. Nei, rannsóknarlögreglumenn eru ekki öfundsverðir. Það kemur í þeirx-a hlut að fara heim og tilkynna fjölskyldunum um lát manna úr umferðarslysum og um afbrot þeirra. Ég verð að segja það eins og það er. Ég öfunda rannsóknar- lögreglumennina ekki af sporun- um þeim. Þau skref hljóta að vera erfið. Áður en ég giftist Gvendi hélt ég að prestar gerðu þetta, en Gvendur sagði mér, að rannsókn- arlögreglumenn væru alltaf látn- ir sjá um svoleiðis. Það hlýtur að vera hræðilegt, að fara til konu og segja henni, að maður hennar hafi látizt af slysförum.. Og skilið liana eftir sem ekkju með fullt hús af föður- lausum börnum. Skelfing er ég fegin því, að hann Gvendur skuli ekki vera í umferðardeildinni og þurfa að gera svona. — Vitið þér til þess, að börn- in hafi fyrr farið að heiman? spurði fulltrúinn. Ég horfði beint í augun á hon- rm. Það var auðvelt fyi'ir mig að svara þessari spurningu. Ég Iiafði spurzt fyrir í nágrenninu og Gvendur hafði aðstoðað mig við það. .. — Nei, aldrei, svaraði ég. — Hafið þér spurt vini þeirra og fólkið, sem býr í sama húsi og þér og þau? - Já. Ef þeir gætu nú aðcins gert eitthvað annað en að láta aug- lýsa í útvarpinu og senda lög- reglumenn til að leita barnanna, menn, sem ekki höfðu hugmynd um það, hvar væri bezt aS leita þeirra. Ef þeir gætu aðeins látið mig fá börnin. — Og hvernig voru þau klædd þegar þau hurfu, að því er þér vitið bezt? — f náttföt. — Ég átti ekki við, livernig þau voru klædd, þegar þau hurfu sagði fulltrúinn, — held ur í hvaða föt, þau hefðu farið, þegar þau fóru út. Fóru þau í úlpur og ef svo er hvernig litar? Eg verð að játa, að mér fannst fulltrúinn fremur ringlaður. Vit anlega gat ég ekki lýst neinum öðrum fötum, en þeim, sem Siggi og Magga höfðu komið í til min. Það gat vel verið, að þau hefðu sótt önnur föt inn til Friðrikku og Bjössa eftir að ég sofnaði, en hvernig gat ég sagt um það ? Ég lýsti bara blóú gallabuxun um hans Sigga, sem voru með ör lítið dekkri bót á öðru hnénu. Ég sagði fulltrúanum, að Siggi væri renglulegur. Ljósnærður og bláeygður. Að Magga væri lítil og grönn og dökkhærð í blá köflóttri úlpu og grænum sokka- buxum. Ég lýsti úlpunni vel og eins brúna jakkanum hans Sigga með prjónakraganum. Það var enginn vandi fyrir mig. Úlpan var saumuð úr gam- allri kápu af mér og jakkinn var saumaðúr upp úr gömlum frakka af honum Gvendi. Ég gaf Friðrikku það hvoru tveggja. Eg þurfti ekki að segja þeim neitt nánar um þetta. Þeir vissu báðir, hvers vegna börnin höfðu stungið af. En fulltrúinn mildaðist ögn meðan vélritunarstúlkan var að vélrita það, sem hann hafði hrip að niður. Ég átti að undirrita skýrsluna, þegar hún væri orð in skýrsla. — Munið þér nokkuð, hvað börnin sögðu rétt áður en þau fóru að sofa? Ég fór að hugsa um það, hvað Siggi og Magga höfðu sagt kvöld ið áður, en mundi ekki eftir neinu merkilegu, nema því, að þau vildu fá að vita, hvort það væri rétt að morðingi leitaði allt af á morðstaðinn. — Eiginlega ekki, sagði ég. — Litla telpan, hún Magga, virtist sannfærð um að faðir hennar væri saklaus. Hún sagði, að hann gætl aldrei gert flugu mein. En Guðmundur hefur sjálfsagt sagt DAGINN Köílðttar nankinsbuxur á hörn ny unglíiga FATAVERKSMIÐJAN HEKLA HÚSNÆÐI í miðbænum til leigu. Með innréttingu fyrir snyrtistofu eða tannlseknastofu. Sími fylgir. Upplýsingar í síma 19422. - ALÞÝÐUBLAÐID J,^ 28. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.