Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 2
 tMKSO® Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. SUMARLEYFI SÍLDARSJÓ MANNA Eitt þeirra atriða, sem sjómenn og útvegsmenn deila um og vald ið getur verkfalli innan skamms, er sumarleyfi á síldveiðum. Leggja sjómannasamtökin ríka á- herzlu á að fá í samninga slcyn- samlegt ákvæði um þetta mál, en hafa fengið daufar undirtekt- ir. Fyrr á árum stóðu síldveiðar aðeins stuttan tíma, tvo til brjá mánuði. Þá þótti sjálfsagt, að fólk tæki sumarleyfi á undan eða eftir iveiðitímanum, enda ráð fyrir því gert í orlofslögum. Nú hafa síldveiðar gerbreytzt. í fyrsta lagi standa þær mun leng ur, frá sumri allt til áramóta, og í öðru lagi fara þær að veru- legu leyti fram á f jarlægum mið- um, svo að veiðiskip koma ekki í íslenzka höfn vikum saman. Vegna þessara breyttu viðhorfa er sjálfsagt að tryggja síldarsjó mönnum sumarleyfi, svo að þeir geti verið einhvern tíma í landi með fjölskyldum sínum. Geta vart verið deilur um, að sjómönn um beri þessi mannréttindi ekki síður en öðru vinnandi fólki. Unda’nfarin ár hafa sjómanna- samtökin gefið út yfirlýsingar um, hvernig þau töldu heimilt að haga sumarleyfum með til- liti til samninga. Stundum hafa menn fengið leyfi1, er skip þeirra voru fjarri larrdi'nu, verið settir um borð í síldarflutningaskip og mátt sigla með því fjóra sólar- hringa til íslenzkrar hafnar og aðra fjóra til baka. Aðrir hafa haft þann hátt á að láta alla á- höfnina taka sumarleyfi í einu og hvíla skipið á meðan. Sumarleyfismálið skiptir án efa miklu, þegar menn ákveða, hvort þeir ráða sig til síldveiða eða ekki. Þetta er mál, er varðar sjálfsögð grundvallar réttindi síldarsjómanna, og ber að vona, að það leysist svo að þeir geti vel við unað. SAS Nú er svo komið, að fjögur flug félög halda uppi flugi milli ís- lands og annarra landa, tvö ís- lenzk, Pan-American og SAS. Verður ekki annað sagt, en að flugsamgöngur við umheiminn séu í ágætu lagi. Hin nýja flugleið SAS með á- framhaldandi flugi til Grænlands byggist á þeirri von, að í fram- tíðinni verði mikill ferðamanna- straumur til Grænlands. Ættu ís lenzkir og norrænir aðilar að vinna saman og byggja upp ferð ir bæði til íslands og Grænlands, sem isameiginlega mundu lokka betur en hvort fyrir sig. Á þessu sviði eru án efa stórfelldir mögu leikar, sem rík ástæða er til að notá vel. Aöalíundur Sláturfélagsins Dagana 6. og 7. þ.m. voru haldnir í Bændahöllinni í Reykjavík fulltrúafundur og aðalfundur Sláturfélags Suðurlands. Fundarstjóri á fundunum var kosinn Pétur Ottesen fyrrv. alþm., formaður S.S., og fundarritari Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðar- félags íslands. í upphafi minnt ist formaður Björns E. Árna- sonar Iöggilts endurskoðanda, en hann hafði um áratugi starf að sem endurskoðandi Slátur- félagsins, og fór formaður viðurkenningarorðum um störf hans í þágu félagsins. í skýrslu sem forstjóri félags ins, Jón H. Bergs, flutti um starf semi Sláturfélagsins á árinu 1967, kom m. a. fram, að heildar vörusala Sláturfélagsins nam á árinu rúmlega 492 milljónum kr. Hafði orðið framleiðslu og sölu aukning um rúmlega 31 miiljón króna. Þrátt fyrir þetta var rekstur félagsins óhagstæður ár ið 1967. Halli varð á rekstrinum, sem nam kr. 3.512.460.25, en þá höfðu eignir félagsins verið af skrifaðar um kr. 5.477:694.16. Rekstrarhallann má' rekja til ým issa orsaka, sem voru stjórn og forráðamönnum félagsins óvið ráðanlegar. Mikið vantaði á, að í verðlagn ingu sauðfjárafurða hafi verið tekið tillit til sannanlegra út gjalda og sérstaklega, að tekið hafi verið nægilegt tillit í verð lagningu afurðanna til frysti geymslu og vaxtakostnaðar, en eins og kunnugt er, verður að veita sauðfjárafurðunum öllum viðtöku á haustin og þá er fram leiðcndum greiddur mikill hluti afurðaverðsins, þó sala afurð anna taki allt að eitt ár eftir mót töku þeirra. Niðursuðuverk smiðja S. S. var rekin með tals verðum halla á árinu 1967. Haust ið 1966 óskaði félagið samþykkis Verðlagsnefndar til breytinga á verði framleiðsluvara verksmiðj unnar til samræmis við hækkað hráefnisverð frá því, sem verið hafði haustið 1965. Verðákvörð un var dregin á langinn þar til iög nr. 86, 1966 um verðsvöðvun tóku gildi 15. nóvember 1966. Verðstöðvunarlögin voru í gildi til 31. október 1967 og allt það tímabil fékkst engin lagfæring á verði framleiðsluvara niður suðuverksmiðjunnar og eigi fyrr en snemma á þessu ári. Sá drátt ur, sem varð á, eftir að verðstöðv unarlögin féllu úr gildi stafaði af þeim töfum sem urðu á verð lagningu landbúnaðarafurða haustið 1967. Hinn 1. september 1967 var ákveðin hækkun á nið urgreiðslu á kindakjöti af fram leiðslu ársins 1966. Þá þegar framkvæmdi Verðlagsnefnd mikla verðlækkun á kjötfarsi, pylsum og bjúgum, og þráb. fyr ir að ný kindakjötsframldeiðsla kæmi á markaðinn um miðjan septembermánuð á mun hærra verði, var neitað um allar hækk anir til samræmingar á liærra kjötverði þar til 15. desember. Haustið 1967 var slátrað í 8 sláturhúsum Sláturfélagsins alls 167,846 fjár og var það rúmlega 3.000 fjár fleira en árið 1966 og um 19.000 fjár fleira en 1965. Ekki tókst að greiða framleið endum fullt verðlagsgrundvallar verð fyrir kindakjöts og gæru framleiðslu frá haustinu 1966 og var það sökum rangrar verðlagn ingar á vaxta og geymslukostn kindakjöts og verðfalls á gæru mörkuðum, en engar útflutnings uppbætur voru greiddar á gær ur af framleiðslu ársins 1966, eins og gert var á gærufram leiðslu 1965, þar sem útflutnings bætur á landbúnaðarafurðir eru takmarkaðar lögum samkvæmt og voru að fullu nýttar. Slá'trun stórgripa hélt áfram að aukast á s. 1. ári hjá Sláturfé laginu. Þá var slátrað hjá félag inu 10.890 stórgripum, sem er 150 gripum fleira en árið áður og 3.718 gripum fleira en 1965. Sérstaklega er mikil aukning í framleiðslu svínakjöts. Sláturfélagið starfrækti eins og áður niðursuðuverksmiðju og pylsugerð og seldu þessar deildir framleiðsluvörur fyrir 93 millj ónir króna. Ullarverksmiðjan Framtíðin og sútnuarverlcsmiðja S. S. störfuðu eins og áður og söluverðmæti sútaðra gæra og húða frá sútunarverksmiðjunni var 15 af hundraði meira en ár ið 1966. Matarbúðir S. S. seldu á árinu 1967 fyrir um 118 milljónir kr. í desembermánuði tók til starfa Framliald á 14. siðu. 2 13- júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI0 Bréfa— KASSINN Afrek blindy tví- buranna. Lesandi skrifar: „ÓVÆNT fregn frá Vestmanna eyjum varð til að gleðja mig í dag: blindu tvíburarnir, dreng- irnir Arnþór og Gísli Helga- synir voru að ljúka landsprófi með sóma báðir tveir - og skjóta þar með mörgum unglingnum, sem betrj aðstöðu hefur í lífs- bará'ttunni, ref fyrir rass. Afrek bræðranna er einstætt og óvenjulegt á sína vísu, svo mjög sem öllum kemur saman um þyngsl þessa margumtalaða prófs. Hátt hefur verið haft um margt það, sem minna er virði. Báðir eiga bræður þessir heiður og lof skilið fyrir ágæt afrek unnin við óvenjulega erfiðar aðstæður. Er ánægjulegt að sjá, hversu þeir láta ekki örðug- ieikana aftra sér frá settu marki. Þeim fylgja beztu hamingjuóskir allra, sem orðið hafa á vegi þeirra, en þeir cru margir, þar sem þeir hafa víðar farið um landið en flestir jafnaldrar þeirra. Foreldrum drengjanna og kennurum fylgja og beztu heillaóskir.” LESANDI Loflegur vitnis- burður m ísl. lögregluna Þjóðverji nokkur, sem var á ferðinni hér á landi um dag inn, dáðist mjög að íslenzku lögreglunni. Fórust honum þannig orð: „íslenzka lögregl an veit, hvað hún syngur. Á sama tíma og kollegar hennar erlendis eiga í börðum útistöð um við stúdentá, svo sem í Þýzkalandi og Frakklandi, og fá ekki við neitt ráðið, þá ræð ur íslenzka lögreglan stúdenta í þjónustu sína og kemur þann ig í veg fýrir, að stúdentar verði alvarlegt vandamál á íslandi“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.