Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 7
Björgvin Guðmundsson í viðtali um 7. norræna almannatryggingamótið: Við verðum að gera nýtt átak í tryggingamálum íslendingar verða að gera nýtt átak í trygginga- málum, ætli þeir að standa jafnfætis hinum Norður- löndunum á sviði almannatrygginga, sagði Björgvin Guðmundsson, varaformaður tryggingaráðs, í við- tali við Alþýðublaðið í gær um 7. norræna almanna- tryggingamótið, sem haldið var í Stokkhólmi í síð- ustu viku. Þrátt fyrir þá aukningu, sem orðið hefur á almannatryggingum íslands síðasta áratuginn,^ rekur ísland í dag lestina, er litið er á framlög Norðurlandanna til almannatrygginga í hlutfalli við þjcðartekjur, sagði Björgvin. 7. norræna almannatrygginga mótið var haldið dagana 5.-7. júní s.l. í þinghúsinu í Stokk- hólmi. Eru mót þessi haldin á fjögurra ára fresti. Af hálfu íslands sóttu mótið að þessu sinni 3 tryggingaráðsmenn þ.e. þeir; Gunnar Möller, Björgvin Guðmundsson og Kjartan J. Jóhannsson. En einnig sóttu mótið 3 embættismenn Trygg- ingastofnunarinnar, þeir Ey- jólfur Jónsson, skrifstofustj. Páll Sigurðsson, tryggingayfir- læknir og Erlendur Vilhjálms- son deildarstjóri. Sven Aspling, félagsmála- ráðherra Svía, setti mótið með ræðu. Árni Tryggvason, ambassador íslands í Stokk- hólmi var viðstaddur mótsetn inguna. í ræðu sinni sagði sænski félagsmálaráðherrann m.a., að Norðurlöndin öll verðu nú samanlagt á degi hverjum um 90 millj. sænskum krónum til almannatrygginga eða um það bil einum mill- jarði ísl. króna á dag . Hann sagði, að Svíar verðu 17% nettóþjóðartekna sinna til trygginganna en hin Norður- löndin 11-15% hvert. Tölur þær, sem ráðherrann vitnaði í eru frá árinu 1965 en sam- kvæmt þeim hefur hiutdeild SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Rcttarholtsvegi 3, Sími 38840. útgjalda almannatrygging- anna í nettóþjóðartekjum verið sem hér segir það ár: ísland 10,7% af nettóþjóðar- tekjum. Svíþjóð 16,9% Noregur 14,8% Danmörk 14,5% Finnland 12,1% Björgvin Guðmundsson sagði, að 1960 hefði verið gerð mikil aukning á almannatrygginge unum hér á landi. Hefði hlut- deild almannatrygginganna í nettóþjóðartekjunum þá auk- izt úr 7.9% árið 1958 í 11,8% árið 1960. En síðustu árin hefði þessi prósenta farið lækkandi Mætti búast við því, að nýjar tölur um þetta efni yrðu okkur eiin óhagstæðari í samanburðr inum við hin Norðurlöndfn, þar eð hinn nýi þáttur trygg- inganna, lífeyrissjóður fyrir alla, væri nú að koma til sög- unnar. Hann væri þegar kom inn til framkvæmda í Svíþjóð og Noregi og ætti að taka gildi í Danmörku 1970. Björgvin Guðmundsson sagði, að allir helztu þættir almanna trygginganna hefðu verið ræddir á fundinum í Stokk- hólmi. Hefði þátttakendum verið skipt í starfshópa eða nefndir. Einn hefði fjallað um lífeyristryggingar, annar um sjúkratryggingar, þriðji um slysatryggingar og sá fjórði um atvinnuleysistryggingar. Eyjólfur Jónsson, skrifstofu- stjóri Tryggingastofnunarinn- ar var einn af fyrirlesurunum á mótinu. Flutti hann erindi um framfærslusjónarmið trygg- inganna einkum með tilliti til hjúskaparstéttar. Björgvin sagði að lokum: Sérstök neí'nd á vegum félags málaráðuneytisins vinnur nú að því að undirbúa löggjöf um lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn í framhaldi af starfi því, er Haraldur Guðmundsson vann á því sviði. Væri það mik ið starf, sem áreiðanlega tæki enn nokkurn tíma. Það mun því dragast enn um skeið, að við komum á þeirri viðbótar- tryggingu, sem lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn á að vera. En við verðum strax að bæta grunntrygginguna og reyna að standa jafnfætis Norð urlöndunum hvað hana varð- ar. Ellilaun og aðrar bætur líf eyristrygginga eru lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Úr því verður að bæta. Núver- andi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að það sé stefnumál henn ar, að almannatryggingar hér verði í fremstu röð slíkra trygg inga í heiminum. í samræmi við þá yfirlýsingu verður að gera nýtt átak í tryggingamál um, sagði Björgvin Guðmunds son að lokum. Björgvin Guðmundsson. NJOIIÐ LIFSI.NS, þið eruð á Pepsi aldrinum. ískalt Fepsi-Cola hefur hið lífgandi bragð ★ Pepsi, Pepsi Cola og Mirinda eru skrásctt vörumerki, eign PEPSICO INC. NY. uul, 13- júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.