Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 8
K’ista Roberts Kennedys borin úr kirkju. ÞANGAÐ TIL hið óhugnanlega morð á Robert Kennedy, tilvon- andi forsetaefni bandarískra demókrata og bróður Kennedys heit- ins Bandaríkjaforseta, átti sér stað á dögunum, var eiginkona hans og tíu barna móðir, Ethel Shakel Kennedy, glöð og á- hyggjulaus kona, sem fann sjálfa sig í e'iginkonu móður- og hús- móðurhlutverki sínu. „Eins og hún hafi aldrei heyrt til hans áður...." HEIMILISVINUR fjölskyldu Roberts heitins Kennedys kemst svo að orði um ekkju hans: —• Ethel virtist aldrei gera sér grein fyrir því, hvað það er að vera gift manni eins og Bobby. En hún virti mann sinn og dáði á sama hátt og fólk virðir og dáir þá, sem því eru hærra settir. Eftir að hann fór að hugsa til forsetaframboðs- ins, hlustaði hún t.d. á allar ræð úr hans eins og hún hefði aldrei 'heyrt til hans áður. En Ethel hefur ávallt verið kona óeigingjörn og ósérhlífin. Maðurinn hennar var henni eitt og allt. Það hafði til að mynda ýmig óþægindi í för með sér, þegar maður hennar gerðist lög fræðiqgur þeirrar nefndar öld- ungadeildarinnar, sem rann- sakaði hlut bófa og glæpamanna í bandarísku þjóðlífi. Einnig tók hún ótrauð Iþátt í kynnisferð um Bobbys vegna væntalegs framboðs og mátti þar oft á tíð | um þola átroðning og hrinding- í | ar, er þeim hjónum var ýtt gegn um raðir ákafra fylgismanna og l 1. : aðdáenda. En hún lét ekkert af þessu á sig fá og hafði ekki orð um! — O - Hresn og bein. ÞAÐ féll í hlut þeirra að skapa það létta og óþvingaða andrúmsloft, sem hlaut að ríkja á heimili þeirra hjóna 1 MeLean í Virginia, þar sem eiginmaðurinn, hinn önnum kafni og oft örþreytti stiórn- málamaður, þurfti að eiga hvíld ar- og griðastað í erilsömu ■lífi. Þetta reyndi líka á stað- festu hennar, þegar hún burfti að hafa hemil á þeim, er veittu honum átroðning með óþörfu eða ótímabæru Rvabbi. Ethel Kennedy var manni sín um trygg og dygg eiginkona. Kunnugur maður segir svo frá: — Ég minnist þess, að einu sinni var hún ákaflega reið yfir einhverju, sem Chet Huntley hafði sagt í sjónvarpinu og eitt hvað snerti mann heinmar. Hún þreif símann, hringdi strax í hann og sagði honum sitt álit án þess að hika. Þannig gat hún brugðizt reið við, hvenær sem 'henni fannst að ósekju vegið að manni sínum. £ 13- júní 1968 — En þrátt fyrir þessa miklu og einlægu undirgefni, var hún þó gædd sínum sérstaka persónu- leika. Hún hefur ekkert „spari- andlit” að setja upp á mann- fundum heldur er hrein og bein - glaðvær og góðhjörtuð - og kemur til dyranna eins og hún er klædd. — O — Mannblendin en miskunnarrík. ETHEL KENNEDY fær orð fyrir að vera kona mannblend- in. Hún ann mainnlegu sam- neyti, - vill blanda geði við annað fólk. Þess vegna er hún rík af samúð með öðrum og tekur þátt í kjörum þeirra. Þær tilfinningar hennar eru ósvikn ar. Þannig komu þau hjónin við á barnasjúkrahúsi einu i nýlegri kosningaherferð sinni. Þar nam hersingin m.a. staðar í herbergi lítillar veikrar stúlku. Litla stúlkan kunni illa návist alls þessa ókunnuga fólks, sér staklega ljósmyndaramna, en Ethel lét það þá verða sitt fyrsta verk að vísa þeim út og hugga litla sjúklinginn sem var yfirkominn af feimni. Fyrir nokkrum árum vildi það til, að Ethel Kennedy rakst á hest nálægt heimili sínu, og var hann að dauða komimn vegna vannæringar, enda tjóðraður við hænsnakofa einn. Hafði hún hestinn með sér heim, þar sem hún annaðist hann og kom hon- um aftur í eðlileg hold. Eig- andinn, sem þótti sér misboðið, var reíður mjög vegna þessar- ar óvæntu afskiptasemi þing- mannsfrúarinnar og höfðaði mál á hendur henni fyrir hestastukl. Er skemmst frá því að segja, að maðurinn tapaði málinu, en Ethel mátti hrósa sigri. Hinn miskunnarlausi en óbilgjarni dýrakvalari var dærndur fyrir slæma meðferð á hrossum og hlaut þar makleg málagjöld. Johnson Bandaríkjaforseti samhrygg'ist Edward Kennedy við út- för bróður hans. Bróðir Roberts heitins, Edward Kennpdy, gengur við hlið ekkjunnar, frú Ethel, til jarðarfarinn- ar í Sánkti Patreks-dómkirkju. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.