Alþýðublaðið - 25.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1968, Blaðsíða 3
Gaullistar sigursælir París 24. júní — Gaullistar fagna í dag öruggum sigri í fyrsta hluta kosninganna t'il franska þjóðþingsins á sunnudaginn. Ef eins vel gengur í síöari hluta kosninganna, næsta sunnudag, munu Gaullistar fá stærsta meirihluta í - kosningum síðan de Gaulle hershöfðingi komst til valda árlð 1958. Með hliðsjón af úrsEtum í 470 kjördæmum Frakklands, má ætla, að Gaullistar fái 280 af NORÐURLANDAFUNDUR UNGRA JAFNAÐARMANNA STJÓHN FSNU, Sambands ungra jafnaðarmanna á Norður- löndum, heldur fund íValhöll á Þingvöllum í dag, þriðjudag. — Fulltrúar allra sambanda ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum taka þátt í fundinum. Helztu mál, sem fyrir fundinum liggja, eru: Samstaða ungra jafnaðar- manna á Norðurlöndum innan alþjóðasamtaka og almennar umræður um alþjóðamál. Fundarmenn fóru í f erðalag upp í Borgarfjörð í gær og heim sóttu merka staði í Borgarfirði, en gistu í nótt í Bifröst. í morg- -4> un komu þeir til Þingvalla, þar sem aðalfundurinn fer fram. Þátttakendur í stjórnarfundi Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum eru: Inge Stálesen, AUF í Noregi, Ragnar Larsen, AUF í Noregi, Hans Carl Nielsen, DSU í Danmörku, Jprgen Christiansen, DSU í Danmörku, Bosse Ringholm, SSU Svíþjóð, Bo Toreson, SSU í Sví- þjóð, Lauri Sivonen, SNK í Finn- landi, Sigurður Guðmundsson, SUJ og Karl Steinar Guðnason, SUJ, en þeir tveir eru fulltrúar SUJ í stjórn FSNU. Auk þess taka þátt í fundinum fyrir hönd Sambands ungra jafnaðarmanna: Örlygur Geirsson, Geir A. Gunn- lugsson, Helgi E. Helgason og Óttar Yngvason. — Nánar verður sagt af fundi þessum síðar. 487 þingroönnum á þjóðþinginu. Talningr í 123 kjördæmum Ieiddi í ljós að Gaullistar fengu 120 þingmannsefní, helmingi meira en í fyrri hluta þingkosninganna í marz 1967. Þá fengu GaulBstar 37.75 prósent atkvæða, en nú er talið aö þeir muni fá minnst 45 prósent. Kommúnistaflokkurinn og sér í lagi Vinstriflokkasamband Francois Miíterands töpuðu mestu fylgi. Þá fengu leiðtogar Miðflokka- sambandsins, þeir Jean Lecanu- et og Jaeques Duhamel ekki hreinan meirihluta í kjördæmum sínum og verða því að bjóða sig fram að nýju næsta sunnudag. Leiðtogi samstarfsflokks Gaul- lisía í ríkisstjórninni, óháða lýðræðisflokksins, Valery Gis- eard d”estaing, fyrrum fjármála- ráðherra náði kosningu á sunnu- daginn. Sama máli gegnir um Georges Pompidou, forsætisráð- herra og flokk af ráðherrum hans. HAMBORG : Vestur-Þjóð- verjar vilja heldur ganga í á- byrgð hjá Alþjóðabankanum fyrir láni til Tékkóslóvakíu en veita slíkt lán sjálfir og eiga á hættu þá gagnrýni, sem vafa- laust hlytist af slíku í Moskva, segir óháða fréttatímariíið Der Spiegel. Sumarbústaður brennur Á Iaugardagskvöld kom upp eldur í sumarbústaði við Þing- vallavatn. Branm hann til kaldra kola án þess að við yrði ráðið. Þær getgátur eru uppi að kviknað hafi í út frá eldavél, en ekki þykir það fullsannað. Fólk er í bústaðnum var, slapp ómeitt. Bústaður þessi stóð í landi Miðfells, austan Þingvallavatns. Eigandi hans var Þórhallur Stefánsson frá Reykjavik. Myndina tók Elsa Magnúsdóttir, 11 ára, eftir að búið var að slökkva eldinn. Fors-ætisráðherra Framhald af 7. síðu. stiarfimöguleikmn þessara megin velda er velf erð okkar allr'a kom in. Hiuar betri horfur eru því eftirtektarverðari sem þriðji fjórð ungur 20. aldar hefur réttilega verið iniefndur tími áður óþekkts og nær'stöðugs ofbeldis og end urtekinn ófriður hefur átt sér stað í öðrum hluitum heims. Eng inn efi er á, að öryggið og jafn vægið, sem Atlantshafsbandalag ið hefur skapað, á verulegan þátt í, að betur hefur til tekizt hér. Með þessu ter ekki sagt að Atl ants'hiafsbíiadalagið eigi að standa að eilífu og enn síður, að engar breytingar á því komi til greima. Em fráleitt væri að leggja það niður eða hve.rfa úr því nema önnur jafn-trygg skipan komi í sitaðinlni. Og enn fráleit ara væri, ef einhverjum kemur til hugar, eftir reynslu tveggja heimsstyrjalda, sem báðar hóf ust vegma sundrungiar Evrópu og 'afskiptaleysis Bandaríkjanna í fyrsltu, að unnt sé að leysa öryggismál Evrópu í fyrirsjáan legri framtíð án atbeina og þátt- töku þeirra. Varðandi lamd mitt er það að vísu svo, að við höfum sérstak ian varnarsamning innan Atlamts Ihafsbandalagsimis við Bandarík in, en það fer alveg eftir maiti okkar sjálfra á heimsástandi Iþegar þar að kemur, hversu lengi bandarískt lið dvelur á ís- ilandi. Því að ég vil, að það komi lalveg skýrt fram, að 1 ölluim þeim skiptum, sem íslendingar hafa nú í rúman aldarfjórðung >átt við Bandaríkjameinn út af vörnium lands okkar, þá hafa þrir aldrei látið okkur kenna aflrmumar, þótt þeir séu vold ugsista stórveldi heims en við 'hSncr fámennustu og allsómegn andi að verja okkur sjálfir. Þráfct fyrir sinn mikla mátit liafa Bandaríkin jafnt í orði sem verki stöðugt virt jafnrétti og fullveldi íslands.. Þótt fáir séum, vitum við of ur vel, að okkur jafnt sem öðr- um beir að leggja okkar skerf af mörkum itil að friður haldist í heiminum. Við, sem lifað höf um tvær heimsstyrjaldir, höfum 'því miður enga ásltæðu til slíkr <ar b.iartsýni að ætla að friður haldisit fyrirhafnar- og samtaka laust. Einmitt reynsla fyrstu þriggja fjórðumga 20. aldar hlýt ur að sannfæra okkur um, að friðurinn sé þess virði, að mikið sé leggjandi í sölur til að hann haldist. Megi sitörf þessa fundar verða itil að auka öamheldni og styrk samtaika okkar og þair með efla friðarhorfur í heiminum. Óeirðir við H. í„ Frh. af x. síðu. ar birtist svo hópurinn við Há- skólann, þangað sem ráðherr arnir höfðu farið til fundar- halds síns. \ Annaðhvort hefur nú komið til galli í skipulagi lögregl- unnar eða oftrú á orðheldni forvígismanna, því að hópur- inn gekk að háskólatröppun- um og og voru þar ekki nema tveir eða þrír lögregluþjónar fyrir. Se'tttust menn á tröpp urnar, og þegar lögreglan bað menn hafa sig á brott til þess svæðis, þar sem samkomulagr mun hafa orðið um, að þeir mættu halda sig, þá gerðu þeir hróp að lögreglunni. Þá var gefin skipun um að ryðja tröppurnar og gekk það tiltölulega fljótt og vel. Ein- hver átök urðu og tók lögregl an um 30 ólátahelgi í sína vörzlu, þar á meðal formann Æskulýðsfylkingarinnar, sem mun hafa ráðizt á lögreglu- menn og var alblóðugur, er hann var leiddur burtu. Síð- an var afgangurinn af liðinu leiddur niður á svæði það, er hann hafði leyfi til að vera á. En það fór með hann, eins og hverja aðra höfuðlausa hjörð: skömmu síðar leystist sam- koman upp og hver fór til síns heima. Kosningar í Kanada í dag Oítawa, 24. júní. — Kanada- menn ganga til þingkosninga í dag, í fjórða sinn á síðastliðnum sex árum. Allar líkur benda til að Trudeau, forsætisráðherra og flokkur hans, Frjálslyndi flokk- urinn, gangi með sigur af hólmi í kosningunum. Samkvæmt úrslitum skoðana- könnunar, sem gerð var á Jaug- ard. bendir allt til að Frjálslyndi flokkurinn hljóti 42% atkvæða, en íhaldsflokkurinn 26% og Nýi lýðræðisflokkurinn 16%. Árið 1965 fékk Frjálslyndi flokkurinn 40% atkvæða og vant- aði flokkinn þá einungis 3 þing- menn til að hafa hreinan meiri- hluta í neðri deild Kanadaþings. Trudeau, sem er franskur Kanadamaður ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs eftir að hann hafði verið valinn eftirmaður Lesters Pearson sem foringi Frjálslynda flokksins í apríl s.l. í kosningabaráttunni hefur hann komið fram sem sterkur per- sónuleiki með vilja til að leysa þau vandamál er Kanada stend- ur frammi fyrir. í þetta sinn verða kosnir 264 þingmenn í neðri deild þingsins, en það er einum þingmanni færra en í síðustu kosningum, vegna fækkunar kjördæma. í síðustu kosningum fékk Frjálslyndi flokkurinn 130 þíng- menn, íhaldsflokkurinn 94 og Nýi lýðræðisflokkurinn 22. Aðrir flokkar fengu 15 þingmenn. Viðskiptamál ræddíMoskvu Samkomulag hefur orðið um, að viðræður fari fram í Moskva milli sovézks og íslenzks ráð- herra um viðskipti landanna og undirbúning þeirra samninga, sem fram eiga að fara í Reykja- vík í ágúst næstkomndi, um nýj- an þriggja ára viðskiptasamning milli landanna. Af hálfu Sovét- ríkjnna mun utanríkisviðskipta- ráðherra þeirra, Paíolichev, taka þátt í viðræðunum. í morgun fóru þeir Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, og Þórhall- ur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, til Moskva til þessara viðræðna, sem munu fara fram 26. og 27. júní. Síðan munu Gylfi Þ. Gíslason og kona hans fara til Póllands í boði menníamálaráðherra og viðskiptamálaráðherra Póllands. Munu þau dvelja þar frá 1. til 12. júlí. (Fréttatilkynring frá við- skiptámálaráðuneytinq). - ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3 25. júní 1968 ('ííí.V; itMLíijjíS'.A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.