Alþýðublaðið - 07.07.1968, Page 1
Tillögur náttúruvemdarnefndar Reykjavíkur lagðar fram
Á fundi borgarráðs fyrir nokkrum dögum voru
lagðar fram ályktanir Náttúruverndamefndar
Reykjavíkur um svæði, sem nefndin telur æskilegt
að verði friðlýst að meira eða minna leyti. Ályktun
um þessum var vísað til skipulagsnefndar. Náttúru
verndarnefnd Reykjavíkur er ráðgefandi aðili
um hverskonar náttúruvemd innan lögsagnarum
dæmis Reykjavíkurborgar. Á Reykjavíkursvæðinu
eru margir staðir, sem sérstæðir og merkir eru frá
jarðfræðilegu-, gróðurfræðilegu, dýrafræðilegu og
sögulegu sjónarmiði. Ástæða er til að ætla, að marg-
ir Reykvíkingar horfi langt yfir skammt og þekki
ekki nema fáa af þeim stöðum sem vert er að gefa
gaum í næsta nágrenni.
Flutningaskip
haldð á miðin
Norska síldarflutninga-
skipið Nordgaard, setn hef-
ur legið í Reykjavíkurhöfn
undanfarnar vikur hélt af
stað áleiðis á miðin
í gær. Á föstudaginn áttu
síldarflutningaskipin Haf-
þór ng Sildin að láta úr
höfn.
Samið hefur verið um
sölu á 200 þúsund tunnum.
af saltsíld. Svíar eru lang-
öflugustu kaupendurnir,
hafa pantað 150 þúsund
tunnur, Fjnnar 22 þús.,
Bandaríkin 22 þús., og V-
Þýzkaland 8 þús. tunnur.
Enn standa yfir samninga-
umleitanir um sölu til
Sovétríkjanna (60 þús.
tunnur í fyrra) og fleiri
landa.
Aðeins 12 skip hafa sótt
um heimild til að salta um
borð í sumar. Skip, sem
flytur saltsíld af miðunum
til tands, mun koma á mið-
in um 20. þ. m., og send
verða flutningaskip gerist
þess þörf.
í þéttbýlinu í og við höfuð-
borgina er óspilltri og sér-
kennilegri náttúrunni bráð
hætta búin vegna vaxandi
þéttbýlis og auknum stórfram,
kvæmdum með tröllauknum
vinnuvélum.
Skipulagsstjóri ríkisins átti
frujmkvæði að boðun fundar
með öllum aðilum, sem að
náttúruverndarmálum starfa i
Reykjavík og nágrenni í marz-
mánuði síðastliðnum. Hófst
með þessum fundi skipulagt
samstarf náttúruverndarmanna
hér í lögsagnarumdæmi höfuð
borgarinnar og nágrenni henn
ar.
Verður hér vikíð nokkuð að
lelinjstökum stöðum og svæð-
um, sem ályktanir Náttúru-
verndarnefndar Reýkjavíkur
ná til.
Elliðaársvæði:
Elliðaársvæðið afmarkast að
neðanverðu af veginum og
brúnum, en að ofan af Elliða-
árstíflu. Þetta svæði er tiltölu-
lega lítið sWemmt og er fyrir
margra hluta sakir skemmti-
legt. Þarna fa'la EUiðaámar í
sínum upprunalegu kvíslum
um gróið hraunlendi. Frá jarð-
fræðilegu sjónarmiði er svæð-
ið allt merkilegt fyrir ýmsar
landmyndanjr, svo sem fossa,
hylji, skessukatla o. fl. Undir
Framhald á 14. siðu.
Eli'xðaárnar eru meðal þeirra svæða sem lagrt er til að verði
uð.
Þessir bakkar liafa mikið jarðsögulegt gildi og þá verður að friða.