Alþýðublaðið - 10.07.1968, Side 3
emmdarvargar
og maðkaþjófar
spilla Hellisgerði
Talsvert hefur borið á því í Hellisgerði, skemmti
garði Hafnfirðinga, að undanförnu, að þar hafi verið
unnin skemmdarverk á trjám og öðrum gróðri. Hafa
þar bæði verið að verki börn og unglingar og fullorð
ið fólk.
Alþýðublaðið hafði í gær
samband við Svavar Kjærne-
sted garðyrkjumann Hellis-
gerðis, og sagði hann að það
virtist sífellt fara í vöxt að
börn og unglingar flykktust í
garðinn og væru þar með ærsl
og ólæti og ynnu ýmis spjöll.
Hafa þeir skorið í bekki í garð
inum og ekki skirrzt við að
leggja til atlögu við trén ög
hefðu sum þeirra verið svo illa
skorin, að ekki yrði komizt
hjá því að fella þau en af öðr
um væru greinar brotnar.
Garðurinn ætti að vera hvíld-
ar- og skemmtigarður fyrir
fólk, en þessi barnasægur
gerði það að verkum að venju
legu fólki væri þar með köfl-
um tæpast vært.
Þá hafa fullorðnir menn
einnig verið staðnir að verki
við að velta við túnþökum, rífa
upp hellusteinia og grafa í
blómabeð í garðinum og hafia
þessir menn verið þar í leit
að maðki.
Ræktun í Hellisgerði hófst
1923, og síðan hefur garðurinn
verið eða átt að vera friðsæl
vin í miðjum Hafnarfirði. Um
það leyti sem garðurinn var
stofnsettur voru settar um-
gengnisreglur, sem í öllum
helztu atriðum ættu að geta
verið í gildi enn, þótt kannski
þyrfti að laga þær eitthvað að
breyttum tímum. I þessum regl
um er brýnt fyrir fólki að *
gæta ítrustu varkárni í allri
umgengni og spilla ekki að ó-
þörfu nokkrum gróðri, hLaup
og leikir eru stranglega bann
aðir, svo og óp og óhljóð og
annað sem truflunum getur
valdið; börn innan 10 ára
aldurs mega ekki dveljast í
garðinum nema í fylgd með
fúllorðnum og á þeirra ábyrgð;
fólk þarf að sýna hreinlæti og
hirðusemi í allri umgengni og
hlýða ábendingum umsjónar-
manns, enda getur hann vísað
gestum út ef þeir gerast brot-
legir.
I
Svavar sagði að erfitt væri
að framfylgja þessum reglum
til hlítar, og tækist sjálfsagt
ekki nema skilningur almenn
ings kæmi til á nauðsyn þess
að reglunum væri hlítt. Og
fólk þarf að hafa áhrif á það
að börn séu ekki á ferð í Hell
isgerði eftirlitslaust. Ef Hafn
firðingum er annt um þennan
skemmtigarð sinn verðia þeir
að leggjaát á eitt um að vernda
hann fyrir ágengni spellvirkja.
Þessi mynd var tekin í Hellisgerði í gærmorgun og sést á henni
hvernig berkinum hefur verið flett af trénu á stóru svæði.
/jb róttakennaranámskeið
íþróttakennaraskóli íslands
efnir til námskeiðs fyrir í-
þróttakennara.
Dagana 26. til 30. ágúst efnir
■------------------------®
Knattspyrna
Fimmtudagur 11. júlí:
I Melavöllur — Rm 5. fl. B (úr-
slit) — Fram — Valur — kl.
kl. 19.00.
Melavöllur — Msm 1. fl. (úrsilit)
— Fram — Þróttur — kl. 20.00.
Framvöllur — Rm 4. fl. A (úr-
slit — Fram — Valur — kl.
19.00.
Föstudagur 19. júlí:
Framvöllur — Msm 2. fl. B —
Fram — KR — kl. 20.00.
iþróttakennaraskóli íslands til
námskeiðs í skólaíþróttum.
Ætlunin er að námskeiðið
£ari fram á Laugarvatni og
þátttakendur búi í hinu nýja
heimavistarhúsi skólans.
Aðalkennarar námskeiðsins
verða Ulla-Britt Ágren kenn-
ari við íþróttakennaraskólann
í Örebro og Anders Eriksson
kennari við íþróttakennara-
iskólann í Stokkhólmi.
Þá fer fram kynning ýmissa
tækja og nýjunga í gerð í-
þr óttamann virk j a.
Sýndar verða kvikmyndir,
efnt til umræðna og flutt er-
indi.
Til þess að kven-íþróttakenn
Framhald á bls. 14.
Bankastjóri tékkneska rikisbankans:
Sósíalisminn hefur
ekki uppfyllt vonir
Bankastjóri tékkneska ríkisbankans í Bratislava,
Eugen Löbl, hefur sagt nokkur sannleikskom um
tékkneskt efnahagslíf í ræðu, er hann flutti hjá
Samtökum um utanríkismál í Bonn í Vestur-Þýzka-
landi.
Það er fróðlegt, bæði h v a ð
var sagt, h v a r það var sagt og
það, að sá, sem sagði það getur
óhultur snúið aftur til sinnar
veigamiklu stöðu í Tékkóslóvak-
íu. Það segir nokkuð um óstand-
ið.
Löbl lýsti því yfir, að „sósíal-
isminn hefði ekki uppfyllt þær
íi Talsvert fleiri flytja úr landi
en til landsins
vonir, sem sósíalistar bundu við
hann” :
— Hin marxistíska kenning,
að einkaeign skapL eymd meðal
alþýðunnar leyfði þá ályktun,
að ríkiseign hefði öfug áhrif. Það
stenzt ekki. Það hefur komið í
ljós, að hin miðskipaða áætl-
anagerð nægði ekki.
Jafnvel Austurríki hefur farið
fram úr Tékkóslóvakíu í lífskjör-
um, þrátt fyrir að ástandið þar
var miklu verra eftir síðari
heimsstyrjöldina. Upphafspunkt-
ur marxismans, að einkum erfið-
isvinna sé dæmigert verðmæta-
skapandi atriði er rangur í há-
þróuðum iðnaðarríkjum. Þjóð er
því ríkari, sem erfiðisvinna er
minni þáttur í efnahagskerfinu.
Löbl hallaðist að markaðs-
kerfi, þar sem miðpunkturinn
væri hagsmunir neytenda. Mun-
urinn á hinum nýja sósíalisma,
sem hinir nýju leiðtogar í Prag
vilja koma á, og kapítalismanum
er, sagði Löbl, að neytandinn á
ekki að veita mestan mögulegan
hagnað, heldur vera sú mæliein-
ing, sem allt efnahagskerfið mið-
ast við. Það á að verða meiri sam-
keppni í Tékkóslóvakíu en í
Vestur-Þýzkalandi því að einok-
Framhald á 13. síðu.
Arið 1964 fluttust alls 379
íslenzkir ríkisborgarar úr
landi, og árið eftir 1965,
fluttust 346 íslendingar
til útlanda. Sömu ár flutt
ust til landsins 176 og 143
íslenzkir ríkisborgarar.
í nýútkomnu hefti af
Ilagtíðindum eru birtar
tölur um flutnjnga fólks
árin 1964 og 1965, bæði
milli staða innan lands og
til og frá Iandinu. Er þar
miðað við skýrslur þjóð-
skrár um flutninga, og er
þess að gæta að því ein-
ungis er í skýrslunum tal
að um flutning að lög-
heimili sé flutt. Náms-
menn erlendis eru því t.d.
yfirleitt ekki taldir með
og ekki heldur sendiráðs-
fólk, en það heldur lög-
heimili sínu hér á landi.
í skýrslu þessari eru 741
taldir flytjast úr landi ár-
ið 1964, en 739 ártö 1965.
Sömu ár flytjast hins veg
ar til landsins 643 árið
1964 og 640 árið 1965.
Kjarvalssýning
síðastí dagur
I dag er síðasti dagur sýning
arinnar á listaverkum Kjarvals
í Listamannaskálanum. Hátt í
50 þúsund manns háfa séð sýn
inguna og brúttósala á sýning-
arskrá nemur um 700 þúsund
krónum, en aðgangur er ókeyp
10. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
is.
Ágóða sýningarinnar verður
varið til byggingar nýs sýning
arsalar á Miklatúni, en Kjar-
val hefur áður gt'fið 800 þús
und krónur í þann byggingar
sjóð.
y