Alþýðublaðið - 10.07.1968, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.07.1968, Síða 5
 lltllll■■■ll■l■• Kaffl hlé og friður Ilundruð blaðamanna, hvaðan æva að úr heiminum, flykkt- ust til Parísar, þegar friðarum leitanir Bandaríkjamanna og Norður Vietnama hófust, og þeir entust nokkrar vikur. Nú eru aðeins 30 eftir, flestir amer ískir. Og þar eö hinir opinberu talsmenn beggja aðila eru heldur fastheldnir á fréttir af viðræðunum, eru blaðamenn- irnir nú farnir að hafa áhuga á einu smáatriði, sem þeim virðist nú stöðugt veigameira: kaffihléunum. Það er frétíaritari Dagens Nyheter í StokkhÖlmi, sem seg- ir frá. í fyrstu voru kaffihléin tíu mínútur að lengd, síðan fóru þau að standa í kortér, 20 mín- útur, hálftíma og nú um dag- inn komst kaffihléið upp í 50 mínútur. Kaffihléið er „óopinbert,” og því er yfirleitt ekki rætt um það á' blaðamannafundunum, sem haldnir eru eftir á. Ameríku- mennirnir, með tilfinningu sína fyrir „hinu mannlega” í frétta- flutningi, létu talsmann sinn minnast á kaffihléið svona með- al annarra orða, og blaðamenn- irnir voru fljótir til að taka upp þráðinn. Averill Harriman, Gafst upp eftir viku umsátur SYDNEY, 9. júlí. Hinn brjálaði byssumaður Wallace Mellisb, sem í átta daga hefur haíizt við í kofa í einu af úthverfum Sydney í Ástralíu, gekk í dag lögreglunni á vald. Mellish, sem er 23 ára að aldri, hefur haldið konu sinni og barni hennar sem gislun, t'il að hindra lögregluna í að liandtaka sig. Hann er ákærð- ur fyrir bílþjófnað. Harriman —' vill engu Ijóstra upp um kaffihléin. og formaður norður-vietnömsku nefndarinnar, Xuan Thuy, drukku saman kaffi og skegg- ræddu um allt milli himins og jarðar. Þeir hafa hitzt áður við samninga og það hefur meira að segja komið fyrir, að þeir hafa hlegið saman. Svo var það um daginn, að blaðamaður nokkur tók eftir því á eyðimerkurgöngu sinni gegnum meira eða minna áróð urskenndar frásagnir af fund- unum, að kaffihléið hafði stað ið a.m.k. 50 mínútur. Ameríski talsmaðurinn sagði’. — Harriman vill ekki láta segja neitt um kaffihléin. Þið megið aðeins spyrja um hina opinberu hlið viðræðnanna. Hvaða gagn hefðuð þið af því, að ég segði, að dauft bros lék um varir hans? Dálítill hlátur heyrðist, seg- ir fréttaritarinn, en bætir svo við, að ekki sé því að leyna, að kaffihléin hafi nokkra þýðingu. ílMllllllllllllil»illll»ll«lillillllllliiiHiii»illll*'lilll,i,»,,illMl|»l«ll“*l*i'M»Mi*,*l,,li,H,,,,,**‘',,M,,,**,,,"",,,,,,",,,,,,,,M*M-,m,,UJ,.W,,H,MAMMyil«MJIW*J|*,,U.,liUJUU,iUi,,,,,,JWlU«l» Hann hefur áður hótað að drepa þúsund manns fremur en gefast upp. Yfir hundrað lög- reglumenn hafa staðið vörð um- hverfis kofann, og hefur oft ver- ið skorað mjög eindregið á Mell- ish aö gefast upp. Á meðan á umsátrinu stóð var Mellish gefinn saman í hjónaband við konuna, sem hann hélt sem gísl, í undarlegri vígslu athöfn, þar sem lögreglustjórinn i New South Wales, Norman Allan, og annar embættismaður lögreglunnar voru svaramenn. Mellish krafðist — og fékk — riffil hjá lögreglunni, svo að hann gæti varið sig með henni. Er Mellish hafði gefizt upp, var farið með hann í aðalstöðvar sem lögreglan hafði kornið sér upp í grennd við kofann. Kona hans kom út úr kofanum með manni sínum og hafði tólf vikna gamlan son sinn með sér. Allan lögreglustjóri sem hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni hæði í blöðum og meðal lögreglu- manna fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum, hefur alla tíð haldið því fram, að Mellish mundi gefast upp, ef hann aðeins fengi tíma. Auk riffilsins, sem lögreglan lét Mellish í té, hafði hann haglabyssu, skammbyssu og handsprengjur. Um tíma sendi lögreglan mat inn í kofann, en þegar umsátr- ið dróst á langinn var hætt að senda mat, nema handa barn- inu. Samtímis var rafmagns- straumur til kofans rofinn. yr í brezka Verka- naflokknum harön Deilurnar í brezka Verkamannaflokknum virðast vera deila milli flokksins og ríkisstjórnarínnar, ef vandamálið er einfaldað en hin- ar raunverulegu línur eru miklu óskýrari. Þær sigla hins vegar í kjölfar óróleika, sem gért hefur vart við sig í flokknum nú í tvö ár Óróleiki hefur magnazt jafnt og þétt vegna stöðugra ósigra í aukakosningum og bæja- og sveitastjórnakosningum. Frá því að vera einhver vinsælasta stjórn allra, hefur stjórn Wilsons hrapað niður í að vera sú stjórn. sem minnst hefur verið vírt í Bretlandi frá stríðslokum. Deilurnar nú stafa af átökuimim um starf fram- kvæmdastjóra flokksins og afsögn Ray Gunters, en henni fylgdi opinber órás á Wilson. Skortur á velheppnuðu verki hefur smám sáman orðið ein- kenni stjómar Wilsons. Ekk- ert virðist ganga rétt — og sjálfsagt stafar mikið af deil unum í flokknum af þessum hæfileikaskorti til að sigra hjá Wilson og félögum hans í rík isstjórn. Stjórnin getur með með miklum rétti haldið fram, að enginn hafi getað orðið vin sæll, sem fékk það verkefni að leysa hin aðsteðjandi vanda mál, efnahagsleg, iðnaðarleg og félagsleg, sem árum saman hiafði verið skotið á frest en varð að leysa. Wilson hefur. alltaf haldið því fram, að þetta hlyti að taka tíma og þær ráð stafanir; sem geria þyrfti, hlytu að valda tímabundnum óvin- sældum þess, er tæki að sér að hreinsa til eftir íhaldsflokk inn. Þetta hefur tekið tíma og það hefur bakað óvinsældir. En enginn — ekki einu sinni Wilson — getur hafa látið sér detta í hug, að það tæki svo langan tíma, áður en árangur tæki að sjéist, og að stjórnin fengi á sig slíkt orð, að hætta 1 væri á, að Verkamannaflokk urinn leystist upp. Punkturinn hjá Gunter er sá, að hversu efnahagslega rétt sem stefna stjórnarinnar er í efnahagsmálum, þá séu takmörlc fyrir því hve langt sé hægt að fylgja henni. Þeg- ar sú stefna veldur því, að hundruð þúsunda flokksfélaga og tryggra kjósenda yfirgéfa sína eigin hreyfingu, þá er tími til kominn að segja stopp. Það, sem Gunter kvartaði yf- ir, er, að þeir, sem sitja í rík isstjórn, hafi ekki nógu sterk ar rætur í verkalýðshreyfing unni anniaðhvort gegnum flokkinn eða verkalýðsfélögin, til að skilja hvenær þessium punkti sé náð. Að því er Gunt er segir hætta menn á að sundra hreyfingunni, ef menn ríghalda umfram þennan punkt í þá stefnu í efnahagsmálum, sem hugmyndafræðingar og menntarnenn hafa ákveðið. Vísbendingarnar eru fyrir hendi, telur hann. Efnahags- málastefna stjórnarinnar, sem hefur að kjölfestu launastöðv- un, mikla verðhjöðnun, aukna skatta og tolla, dýrtíð og at- vinnuleysi, hefur leitt til djúp stæðs og hættulegs skorts á trausti milli stjórnarinnar og hinna óbreyttu flokksmanna, segir Gunter. Hinn fyrrverandi ráðherra hefur vafalaust mestan hluta verkíalýðshreyfingarinnar á bak við sig — og sennilega flokkinn, þó að það sé vafasam ara. Hið raunverulega vald til að þvinga fram nýta stjórnar- stefnu, sem einnig þýðir nýj- an forsætisráð'herra, liggur hins vegar hjá þingflokknum, sem er sérstök flokksdeild inn an Verkamannaflokksins. Það Framhald á bls. 10. FASTEIG NAVAL BÖFUM ávallt tll sðlu úrval at nerb ibúðum, elnbýlishús- um og raðhúsum, fullgerðum og 1 smlðum 1 Reykjavlk, Kópa- vogl, Seltjarnarnesi, Garðahreppi og viðar. Vlnsamlegast haftð sam band vlð skrlfstofu vora, ef þér setlið að kaupa eða seljn futelgn lr_ J6lf ARA80S hdDL Til sölu HÓfum ávallt til sölu úr- val íbúða af flestum stærðum og gerðum. ýmist fullbúnum eða f miíðum FASTEIGNA SKRiFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆD .SÍMIi I74b6 Uöfum jalnan tll sölu ‘iskiskip af flestum stærðum. Upplýslngar í síma 18105 og á skrifstofumii, Hafnarstræti 19. FASTEIGNAVIÐSKI PT I : BJÖRGVIN JÖNSSON 10. júlí 1968 ALÞÝDUBLAÐIÐ 5 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.