Alþýðublaðið - 20.07.1968, Page 3

Alþýðublaðið - 20.07.1968, Page 3
1100 MÍLNA SIGLING TIL AÐ NÁ f SlLDINA Síldarflutningaskipið Síldin kom til Reykjavíkur í gærdag með fullfermi úr fyrstu ferðinni á síldar- miðin við Bjarnareyjar. Við hittum skipstjórann, Guðna Jónsson, að máli í gær, skömmu eftir að skip Þetta er bölvað grútarmjatl, segir Guðni Jónsson skipstjóri á Síldinni. ið lagðist að bryggju. — Hvernig gekk siglingin? - — Hún gekk prýðileg'a að öðru leyti en því, að ísinn bag aði okkur SA af Jan Maeyen og svo aftur NA af Grímsey. Þar BJAStNl FRÁ HOF- TEiGI LÁTINN í FYRRINÓTT andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Bjarni var um langt skeið kunnur blaðamaður og rithöf- • undur og skrifaði m.a. morg útvarpsleikrit. Hann var fsedd ur 25. apríl 1922 á Egilsstöð- um í Vopnafirði, sonur hjón- anna Benedikts Gíslasonar síð ar bónda í Hofteigí á Jökul- dal, og konu hans, Geirþrúð- ar Bjarnadóttur. Kvæntur var Bjarni Öddu Báru Sigurjónsr dóttur, veðurfræéingi. urðum við að þræða hjá jök- um. Þetta eru engir smá jakar, mörg hundruð fermetrar. — Hvað voruð þið lengi að fá í skipið? — 2 sólarhringa frá því við byrjuðum að lesta. Annars þurft um við að bíða í sólarhring eft ir því að Haförn infyllti sig. Það er ekkert vit að vera með slatta í fleiri en einu skipi í einu. — Þið fóruð langt til að ná í þetta. — Já, 1100 mílur. —. Hvernig þykir þór hljóðið í sjómönnunum þarna norður frá? — Það er nú miður gott. Síld in er bæði stygg og erfið og stendur þar að auki djúpt. Þetta er engin veiði, bölvað grútar- mjatl. —• Hvemig er sildin, sem veið ist? — Þetta er ágætis sild, að því ég fæ bezt séð. Þetta er ekki mjög stór síld, en falleg. — Hver. er munurinn á síldar flutningunum nú og í fyrra? — Ja ,það er lengra að fara núna. Þetta er erfiðara vegna þess að iþað eru engin kort til af þessum slóðum og ekki hægt að taka staðiarákvörðun. ' — Hvaða -þjónustu veitið þið flotanum? — Við látum þá fá mat, olíu og vatn. Við verðum að skammta þetta, því við höfum takmark •aðar birgðir. — Hvenær farið Iþið iaf stað aftur? — Ætli við förum ekki á sunnudaginn, þá verður búið að landa. Við kvöddum njú Guðna en að ilofcum sagði hann: Bleasaðir istráfcar segið þið frá því í blað inu að fjölsikyldur sjömanna geti sent bréf og annað handa þeim imeð okkur. Það á bara að stíla bréfin á bátana og koma þeim til okkar. Til gamans má geta þess að meðan við ræddum við Guðna, skipstjóra, kom lung kona um þoro og spuroi Guðna hvenær þeir héldu af stað aftur. Hún hafði nefnilega fengið lofoirð ium far með Síldinni á miðin til móts við bónda sinn, sem starfar um borð í einum síld- veiðibátnum. GETA TEKIÐ AÐ SÉR PÓSTSENDINGAR! Maðurinn heitir Ralph Goodwin og er Bandaríkjamaður. Lögregl- an grunaði hann um manndráp, ,en hann var ekki á því að láfca taka sig. Ilann greip konu sína Marilyn og hélt skammbyssu við höfuð henni og hótaði að skjóta ef lögreglan reyndi að taka sig. Lögreglumenn reyndu að tala hann ofan af þessu, en skömmu eft ir að myndin var tekin skaut hann konuna og var rétt á cftir sjálíur skotinn af lögreglunni. Umferðarslys enn „eðSSSegíá Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar hefur fengið tilkynriingar úr lögsagnarumdæmum landsins um umferðarslys, sem lögreglu- menn hafa gert skýrslur um og þar urðu í sjöundu viku hægri umferðar. í þeirri viku urðu 52 slík um- ferðarslys á iandinu öllu. Þar af urðu 33 í Reykjavík. Samkvæmt reynslu frá 1966 og 1967 eru 90% líkur á því, að slysatala í þéttbýli sé milli 56 og 92, en í dreifbýli milli 10 og 32, ef ástand umferðarmála helzt óbreytt. Slík mörk eru kölluð. Rússar vilja fund með Tékkum MOSKVA, 19. júlí. Stjórnmálanefnd sovéska komm únistaflokksins sendi forsætis- nefnd tékkneska kommúnista- flokksins í dag bréf og stakk upp NEITA WASHINGTON, 19. júlí.^ Ameríska utánríkisráðu- neytið vísaði í dag algjör- lega á bug staðhæfingum Pravda um, að Bandaríkja- menn væru flæktir í sam- særi gegn Tékkóslóvakíu. Þá vísaði talsmaður NATO í Brussel einnig á bug þeirri staðhæfingu Pravda. að NATO hafi stað- ið á bak við moldvörpu- starfsemi í Tékkóslóvakíu. Kvað hann slíkar staðhæf- ingar ef til vill settar fram til að afsaka afskipti ann- ars staðar frá. vikmörk, eða nánar tiltekið 90% vikmörk, ef mörkin eru miðuð við 90% líkur. Slysatala í þéttbýli var því lægri en búast’ mátti við, en slysatala í dreifbýli var ó þann veg sem búast mátti við að ó- breyttu ástandi umferðarmála. Af fj'rrgreindum umferðar- slysum urðu 22 á vegamótum í þéttbýli. Vikmörk fyrir þess háttar slys eru 13 og 32. Á vegum i dreifbýH urðu 4 um- ferðarslys við það, að bifreiðar ætluðu að mæfast. Vikmörkfyr- ir þá tegund slysa eru 2 og 21. á tví-hliða fundi þesara aðila í Moskvu, Kiev eða Lvov 22. eða 23. júlí. Óska Rússar eftir, að Fréttir í stuttu máli LONDON, 19. júlí. Einn stærsti viðskiptabanki Ðret- Inads var í dag dæmdur í 20.010 punda sekt (2,7 millj. króna) fyrir að hafa ,gert viðskipti, ■ sem stríða gegn hinum efna- hagslegu refsiaðgerðum brezku i stjómarinijjar gegn Rhodesíu. LONDON. Gullverð hækkaði um dollar og tíu sent í morg- un, eftir að Suður Afríkia til- kynnti, að landið hyggðist ékki selja meira gull að sinni. VESTUR-BERLÍN. 12 hátt- settir embættismenn í öryggis- malaráð.uneyti nazista voru í dag sakaðir um meðábyrgð á morðum þúsumda gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Alls urðu í vikunni 9 umferðar- slys, þar sem menn urðu fj’rir meiðslum. Vikmörk fyrir tölu slíkra slysa eru 3 og 14. Af þeim, sem meiddust, voru 6 ökumenn, 5 farþegar og einn gangandi maður, eða alls 12 menn. Þessár þrjár tegundir umferð- arslysa, sem sérstök ástæða hef- ur þótt til að fylgjast vel með, eru allar milli vikmarka í sjö- undu viku hægri umferðar og eru því á þann hátt, sem búast mátti við með 90% líkum, ef ástand umferðarmála hefði hald- izt óbreytt. allir æðstu menn flokkanna taki þátt í fundinum. Virðast sovét- leiðtogarnir alls ekki vilja fara til Tékkóslóvakíu, og virðist orða lag bréfsins gefa til kynna, að ekki komi til mála, að fundur- inn verði haldinn þar í landi. Vilja Tékkar ekki fund allra æðstu manna, óska Rússar eftir fundi á sem allra breiðustum grundvelli. L/77L VEIÐI Sáralítil síldveiði var á síld- armiðunum við Svalbarða fyrri sólarhring, þrátt fyrir ágætis veður. Aðeins var kunnugt um afla 7 skipa, samtals 671 lest. E/S Síldin ko'm til Keykja- víkur síðla dags í gaer. Hún lagði af stað til Rtykjavíkur s.l. sunnudag og er búizt við að losun úr skipinu verðj lok- ið n.k. sunniudag og heldur það þá strax á miðin aftur. Haförnínn er væntanlegur aft- ur á miðin í kvöld frá Siglu- firði, og Nordgard var að leggja af stað til Siglufjarðar af miðunum í gærdag. Þessi skip tilkynntu um afla fyrri sólarliring: Bjartur NK 240 lestir, Þórður Jónasson EA 60, Fífill GK 200, Bára SU 60, Krissanes SU 65, Heimir SU 26 (í salt) og Gísli Árni RE 29 lestir (í salt). Samtals 7 skip með 671 lest síldar. 20. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.