Alþýðublaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 6
JÓN LEIFS / tónskáld F. 1. maí 1899 - D. 30. júlí 1968 Var sem hryndi úr hamrasölum •liljómsterk alda, mögnuð kynmgi, og á miili mjúkur kliður sem menn úr álfaborguim syngi. Svo var hairpa‘ 'af setning slegin, sindra myndir langra ®lda, fomir andar fara‘ um veginn. — Fár mun betur velli halda. Stór var lundin, styrkur andi, stefnan sú að bæta kjörhr alllra þeirra, er iðka listir. Örg var stundum hungurförin 'þeirra, er grétu‘ af sulti‘ og seyru. Samt var andi‘ af vlja knúinn, sér í hæstu hæðir lyfti, híbýlin þótt væm fúin. Þá kom Leifs með eld í æðum, orku hvaitta viljans stáli. Bandalagið saman setti, svo ei yrði list að táli. Tónsfcáldin til orku efldi, ýtiti sjálfur fast að rétiti. — Stef er listum voldugt veldi vaxið fram af leifskum maétti. Hér er ei, s©m neinu nemur, nefnt um þann, er reiisiti Stefið, tónskáldið, sem flestum fremur fjör isitt hefur bræðrum gefið. Því mun n'afn hans lifa lengi, lýðum kynnt um álfur víðar. Hann hefur marga sterka sitrengi Stállt í hörpu vorrar tíðar. Siguringi E. Hjörleifsson. JÓN LEIFS... Fr&mhald af 5. síðu. Til marks um hörku barátt- unnar á þeim árum má geta þess, að STEF þurfti að höfða fleiri tugi dómsmála, sem flest eða öll gengu félaginu í vil, þótt íslenzk höfundalöggjöf hafi þá verið og sé enn með öllu óviðunandi, þannig að lítt er til sóma. Kom þá til kasta dómstóla að skipa mál- um rneð réttlæti þegar laga- ákvæði voru óskýr eða laga- stafi þraut. Af þeim málum, EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Sími 38840. sem félagið höfðaði bar hæst mál félagsins á hendur varn- arlið' nu á Keflavíkurflugvelli, en lyktir þess máls urðu til mikils vegsauka fyrir félagið og formann þess á erlendum vettvangi. Nú þegar röskir tveir ára- tugir eru lliðnir frá stofnun STEFs er viðhorf manna hér á land,i til höfundaréttar og ann arra atvinnuréttinda lista- manna allt annað en áður var, þótt enn skorti mjög á, að nægur skilningur sé fyrir hend'i í þeim efnum. Of lof væri að segja, að það sem áunnizt hefur á þessum vettvangi sé allt verk Jóns Leifs. Hitt er sannmæli, að þar á hann stærri hlut að og hefur unnið meira og betur að framgangi mála en nokkur annar ein- stakur maður. Er Jón Ldifs hefur nú safn- azt til feðra sinna fylgir hon- um virðing og þakklæti fé- lagsmanna og rétthafa í STEFI fyrir unnin afrek og eftirlif- andi' etginkonu, dóttur háns og ungum syni eru sendar hlýjar samúðarkveðjur. UM 5 ÞÚSUND MANNS í GALTALÆKJARSKÓGI Bindindismótið í Galtalækj- arskógi um verzlunarmanna- helgina sóttu um 5 þúsund manns og fór mótið vel fram að öllu leyti. Forráðamenn mótsins róma mjög framkomu mótsgesta, er virtust skemmta sér prýðilega. Þetta er 9. bind indismótið, en það, var, eins og kunnuírt er, haldið á veg- um Umdæmisstúkunnar nr. 1 og íslenzkra ungtemplara. Mótið var sett á laugardags- kvöldið af formanni Mótsnefndar, Gissuri Pálssyni, en öðrum fyrir- huguðum dagskráratriðum var frestað vegna óhagstæ.ðs veðurs. Dansað var af miklu fjöri á tveimur stöðum, í gríðarstóru samkomutjaldi og á stórum palli, og lét fólkið veðrið ekki hafa áhrif á sig, enda fór það batn- andi eftir því, sem leið á nóttina. Fjórar hljómsveitir léku fyirir dansinum, Roof Tops, Mods og Ma’estra sem léku fyrir nýju dönsunum, en Stuðla-tríóið fyrir gömlu dönsunum. Á sunnudag hélt mótið áfram í ágætu veðri. Guðsþjónusta hófst kl. 2, séra Björn Jónsson í Keflavík prédíkaði. Að guðs- þjónustu lokinni hófst dagskrá: Los Aztecas-tríóið frá Mexíkó lék og söng, Sigurjón Pálsson, bóndi að Galtalæk fluttj staðar- lýsingu, þrjár ungar stúlkur frá' Keflavík sungu við gítarundir- leik m.a. Galtalækjarljóð við hin ar beztu undirtektir. Síðar var íþróttakeppni og áttust m.a. við handknattleikslið frá ungtempl arafélögunum Hrönn í Reykja- vík og Árvakri í Keflavík og sigruðu hinir síðarnefndu. Á sunnudagskvöld hófst kvöld! vaka kl. 8 með ræðu Jóns R. Hjálmarssonar, skólastjóra í Skógum, Ketill Larsen og Davíð Oddsson fluttu þrjá skemmti- þætli, Kristín Sigtryggsdóttir söng þjóðlög, ungtemplarahljóm- sveitin Ma’estro úr Kópavogi lék nokkur lög, Karl Helgason félagi í Hrönn, skemmti með tveimur gamanþáttum og „Skott- urnar,“ fjórar ungar blómarósir frá' Keflavík, sungu nokkur lög. Að kvöldvökunni lokinni var stiginn dans af enn meira fjöri Sigurður Reynir Pétursson. Hluti af samkomugestum í Galtarlækjarskógi hlýða á skemmti. atr’iði er fram fóru á sunnudag. Búrfell í baksýn. (Ljósm. Karl Jeppesen). en kvöldið áður. Um miðnætti var gert hlé á dansinum og kveiktur varðeldur á eyrunum fast við Ytri-Rangá og flugeldum skotið. Eins og fyrr segir, sóttu bind- indismótið um 5 þúsund manns á öllum aldri. Auk sérstaks tjald- búðasvæðis ungmenna, var fjöld skyldutjaldbúðasvæði, en þar fékk fólk tækifæri til að hafa bifreiðir sínar lijá tjöldunum. Margir, sem'nú komu í fyrsta skipti í Galtalækjarskóg, létu þau orð falla, að þeim þætti stað- urinn fallegur og einkar heppi- legur til slíks samkomuhalds. Engir lögreglumenn voru í Galta lækjarskógi, en skipulögð gæzla fór allan tímann fram á vegum félaga í bindindissamtökunum. ÞÓRARINN ELDJÁRN látinn Þórarinn Eldjárn Þórarinn Kristjánsson Eld- járn, faðir forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, and- aðist að lieimili sínu Tjörn í Svarfaðardal sl. sunnudag. Þórartnn var fæddur á Tjöm 26. maí 1886. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ak-* ureyri 1905 og stundaði síðar nám við lýðháskóla á Voss í Noregi. Hann var kennari í Svarfaðardal frá 1909 til 1955 og hreppstjóri frá 1929. Hann stundaði búskap samhliða allt fram til áráins 1959. Þórarinn var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Eyja- fjarðarsýslu 1949—’53 og lét félagsmál mikið til sín taka. Þórarinn var kvæntur Sigrúnu Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal. S 7. .ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-10L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.