Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Kristján Bersl Ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Simar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið vi8 Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáíufélagið bf. HVAÐ ER Undanfarið hefur verið algert tómarúm á isviði stjórnmálanna. Er þar raunar venja hér á landi í júlí og ágúst, hvað sem kann að gerast þessa mánuði. Hefur allt verið látið reka á reiðanum fram í pktóber, þegar þi’ng kemur sam an. Nú hiefur þetta hlé verið rofið. Sjónvarpið hefur átt viðtal vi!ð Bjamia Benlediktsson iforsæ'tiisráð herra, þar sfem hanh ræddi frjáls Idga um ástand og hor'fur þjóðar innar í diaig. Er ástæða til að þaiklka þetta viðtal og benda um leið á, að forsætisráðherrann ætti að h^lda öðru hverju ‘bliaðamanna- fúndi, eins og vinur hianis borgar stjórinn gerir. Lif þjóðarlinnar staðnæmist eddki í tvo tál þrjá mán uði, þótt miargir bunni að þurfa FRAMUNDAN? á sumarleyfi að balda. Stjóm iandsins verður að hiaWa áfram og foruistumenn þjóðarinniar verða að nöta þau f jölmiðlunar- tæki, sem til eru. Meginefni þess, isem Bjarni BenediktSson sagði, var að mikl ir erfiðle.'kar steðjuðu að þjóðinni og verði iekki hjá því fcomizt, að þeir komi ivið hag alDra lands manna. Taldi ráðherrann sig geta fuiDyrt, að óhugsandi hefði verið að lækkia gengi isvo mikið í fyrra haust, að það hiefði forðað dkkur frá þeim erfliíðleikum, sem nú blasa við. Dugiir því ekki að tala um iiðn'a tíð, heldur verður að horfast í augu við vandamál dags ins í dag. Ráðherrann fuHyrti, að stjóm arfldkkaimir ímunidu á þessu hausti leita samráðs og samstarfs við stjómarandstöðuflokkania um laúsn þeirra vandamáilá, sem nú er váð að gl'íma. Þárf þetta engum að koma á óvart, því að eins at- kvæð'is mieírihllíuti í hvorri deilid Allþingis er iekki til þess fallinn að eigast við svo aivarteg vand'amál, sem nú leita á þjóðina. Mun nú án efa reyna á andstöðufilokkana, og það koma í Ijós, hvort þeir búa yfir nokkrum úrræðum, sem þjóð in 'dkfci þegar þekfcir, til að l'eysa þann alvar'lielga (vlanda, sem folasir við. Bjarnd Beniedl'lktsson lét svo uin mælt, að málefnin mundu ráða, hvað úr málium yrði. Hanh taídi, að ríkisstjómin hefði þegar í fyrrahauist verið tD viðtals um samstarf og éaunar tekizt að ná samkomulagi við verbalýðshreyf- ilnguha, en grundvöllur hefði ekki reynzt vera til frekara sámráðs við stjómárandstöðuflokkana. Mun nú reyna á, hvort þessir flokkar hugsa aðéjns um sjálfa sig eða hvort þeir hugsa um þjóð arhag, þegair á reynir. Augljóst ér, að erfitt tímabil er framundan, og búast má við pólitískum víðburðum. Þjóðin mun fyigjast mleð því af athygli, hvað gerist. ORÐ Einatt er verið að lúskra rit- dómurum fyrir mannvonzku þeirra, ef ekki mannhatur full- ikomið, ekki sízt fráþnunalega harðýðgi í garð ungra skálda og rithöfunda. Það verður að hlú að því sem ungt er og uppvax- andi, segja menn þá, hvetja, örva og styðja hið unga skáld- efni; þó bókin hans sé náttúr- lega fjarska vond er ekki að vita nema hann geri skár næst. Og síðan er vitnað í Einar Bene- diktsson um nærveru sálar. Á allt öðru máli er séra Gunn- ar Benediktsson, guði sé lof, í nýlegu tímaritshefti Máls og menningar og les ritdómurum * blaðanna pistilinn fyrir óhæfi- legt eftirlæti á ungum höfundi, Guðbergi Bergssyni, ekki sízt' verðlaunaveitingu í vetur. „Mér virðist þessj maður þarfnist (sic) sérstaklega stuðnings og leiðbeininga á þessu kjörsviði sínu. Þess í stað hafa gagnrýn- endur blásið honum í brjóst til- finningu fyrir sérstöku ágæti ' (sic) og þar með svæft alla þá sjálfsgagnrýni sem kynni að háfa verið fyrir hendi,“ segir séra Gunnar; hann kveður það skína út úr söguþáttum Guð- bergs í bókinni Ástir samlyndra hjóna „að svo er til ætlazt að litið sé á þá sem andlegt þrek- virki. En því nánar sem maður les þá' því augljósara verður að þeir eru hreinn óskapnaður, fáfengilegir eða óhrjálegir að inntaki nema hvort tveggja sé,“ segir séra Gunnar. Mér er það alveg ókunnugt hvort Guðbergur Bergsson hef- ur miklazt óhæfilega af þeim frama sem vera kann að bók- menntaverðlaunum dagblaðanna og skal ekki þræta um það við séra Gunnar. Ég finn enga hvöt til að fara nú að „verja“ niður- stöðu ritdómara um verðlaunin, en í vetur var gerð grein opin- berlega fyrir afikvæðagreiðslu þeirra, og nenni varla að fara KiALLARl að endurtaka mína éigin skoðun sem ég hef oft látið í Ijós áður, að bækur Gtiðbergs Bergssonar séu áhugaverðari og nútímalegri tilraunir með söguform og sögu- efni en aðrir ungir höfundar hafa gert á íslenzku. Hins vegar kann að vera vert að huga nánar að því sem séra Gunnar finnur einkum aðfinnsluvert við síðustu bók Guðbergs og þar með gagn- rýnendur hans sem ekki hafi tekið liann i karphúsið þess vegna. Það er einkum þrennt, gallað má'lfar, afbrigðiiegt sögu- form og dónaskapur mikill og er að vísu langmest lagt upp úr dónaskapnum. í fyrsta lagi, segir séra Gunn- ar, er „almennu máli“ mjög ábótavant á bókinni, og er að vísu nokkuð til í því. Það fyrir liggja málfarslýtin að jafn aði laus utan á frásögninni, og hefði snyrtimenni í stétt próf- arkalesara auðveldlega getað lag- fært þau; yrði margur höfði styttri ef Guðbergur Bergsson félli ógildur fyrir málfar sitt. í öðru lagi: nýtt og afbrigði- legt form — hundakúnstir, endi- leysa að dómi séra Gunnars. Um það efni hefur hann ekki öllu fleiri orð, en almennar athuga- semdir hans um bók Guðbergs virðast mér benda til að hann hafi enga grein gert sér fyrir aðferðum hans né efni bókar- innar, og verður hér að. standa fullyrðing gegn fullyrðingu. En séra Gunnar kveðst hafa lesið Ástir samlyndra hjóna betur en biblíu sína og Sturlungu, og er það bá'gt að heyra, ef rétt reyn- ist, um prestvígðan mann sem iðkar sagnfræði. Og í þriðja lagi hinn óheyri- legi dónaskapur — „og virðist mér reyndar sumt af þessu heyra undir viðbjóð (sic), ef enn er leyfilegt að nota það orð,“ segir séra Gunnar. En dónaskapurinn felst í því að víða er í bókinni rætt um kynfæri og þarfagöng með óhefluðum orðum; böllur, kunta, rassgat, pungur, graður, klof eru orð sem séra Gunnar sér víöa í bókinni, og verður fjarska mikið um. „Ég veit ekki að hverju þessir lyklar eiga að ganga nema þá tómleikanum og ruddaskapnum sem á bak við þau sjálf liggur,“ segir séra Gunnar og kemst' þar líklega einna næst réttum skilningi á Ástum samlyndra lijóna: bókin lýsir reyndar tómleika og rudda- skap, auðvirðilegu lífi, dregur upp fullkomlega neikvæða mynd mannfólks og mannlífs þar sem eina linkindin er fjarstæðufeng- ið og ærslafullt skop höfundar- ins; þessi lífsýn verður vitan- lega ekki látin uppi á neinu sunnudagaskólamáli. Lífsýn höf- undarins, skilningur hans á' sam- tíð sinni má vera „réttur“ eða „rangur“ eftir atvikum, eða ein- hverstaðar þar í milli, — en Framhald á 13. síðu. Bréfa— KASSINN Hrein terg — fögur borg. j VEGFABANDI skrifar: „Ánægjulegt er það framtak góðra manna að setja upp rusla kassa af þeirrj gerð, sem sjá má á Ijósastaurum í miðborg Reykjavíkur, en þeir hafa orð ið að ómetanlegu gagni í þeirri viðleitni að grynna á sóðaskapnum á götum úti. Eru þeir mikið notaðir, þó að þeir séu reyndar of lítið notaðir. Allt of margir henda frá sér vindlingsstubbum, bananahýði, notuðum dagblöðum eða bíómið um, jafnvel tómum flöskum þar sem þeir eru staddir, alveg án,1 tillits til þess hvort opinber ruslakassi er á næsta ljósastaur eða ekki. Mætti hér margúr ranka við sér og sýna ofurlítinn snefil af siðme’iningu, þó að ekki sé hann staddur í stofunni heima hj'á sér. Þó að undarlegt sé, virð ist nefnilega stundum sem þeir, er kattþrifnir eru heimavið, séu allra manna mestir sóðar og am lóðar útífrá og ekki hvað sízt í sambandi við almenningseign- ir og opinbert húsnæði. Hitt er svo annað mál, að þess um ruslakössum mætti og þyrfti að fjölga mjög; t. d. ber þá vart fyrir augu í úthverfum borgar- innar og er það mjög miður. Þar grasserar sóðaskapurinn ekki síður, þó að hann stingi ef til vill ekki eins í augu og á' steinlögð um stéttum og götum miSborgar innar. Væri ekki vanþörf á að borgaryfirvöld létu þetta aðkall andi mál til sín taka hið bráð ast', þá að auðvitað verði borgar búar að koma til móts við þau. búar að koma tilu móts við þau. Það er rætt um „hrein torg — fagra borg“ en fara þau slagorð ekki fyrir ofan garð og neðan, e£ framkvæmdir eru engar? Ekki einu sinni af hálfu borgaryfir valdanna. Jú, það er anzi hætt við því. Vinsamlegast, VEGFARANDI mrmmi SVEINN H. VALDIMAESSON liæstarétt.irlögniaSur. Sölvhólsgata 4 (Sainbandshús, 3. hæðj. Símar: 33338 — 12343.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.