Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 4
«SS! ¦ ¦ « TVEIR SNJALLIR :: ¦¦ ¦ ¦ ¦ I ¦¦ II ¦¦ i ¦¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦ ¦¦ s: ¦a ¦a s: ¦¦ s: :: ¦¦ fj ss ¦¦ :s i: s: ¦« I í: PÁLL ÓLAFSSON og ÖRN ARNARSON eru báðir meðal kunnustu ljóðskálda íslenzkra, frábærir bragsmiðir og ágætir heimspekingar, hvor á' sinn hátt. Ekki sízt eru stökur þeirra ýmsar mestu listasmíð ar, svo að ekki yrði um bætt, þó að stórskáld ættu hlut að máli. Vísnaþátturinn er' að þessu sinni helgaður þeim tveim, því að sjaldan er góð vísa of oft kveðin, eins og þar stendur. Um Ragnhildi konu sína, sem Páll skáld unni mjög, kvað hann margt forláta gott; meðal þess er þessi ógæta vísa; „Ástin þín er ekki dyggð, ekki skylda heldur, hún er ekki heldur tryggð, hún er bara eldur." Og hér er önnur til þeirrar sömu: „Mjúkar hendur hefurðu, hálsinn minn þá vefurðu, góða kossa gefurðu, hjá gamla Páli sefurðu." Þá hefur Ragnhildur og ver ið fullsæmd af þessari: „Eins og gull af eigi ber, I eða sumar vetri, öllum konum ertu hér yndislegri og betri." Og þá er þessi ekki slorleg: „Þú hefur mig lúinn leitt, látið sól mér skína, á'rum saman blessun breitt og blóm 'á götu mína." r J Skyldi annars nokkurt ís- lenzkt skáld hafa ort jafn, vel og Páll Ólafsson? I Um þingmennsku sína, sem stóð reyndar harla stutt, kvað Páll þessa alkunnu vísu: „Heldur vildi ég hafa í barmi njínum á hverjum degi hvolpatík, heldur en íslands pólitík." Og ekki má gleyma þessari snilldarstöku, þar sem hann á gamansaman hátt gerir lítið úr þingmannshæfileikum sínum (og annarra?): m ViSNA-þáttur „Á alþingi sitja mér aldrei var hent og yrðast við spekinga slíka. Mig vantaði „talent" og „temp- erament" og talsvert af þekkingu líka." Um Ingibjörgu, vinnukönu sína, kvað Páll: „Ingibjörg er aftanbrött, en íbjúg framan. Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyta 'ana saman?" í Önnur vísa um sömu mann- eskju: „Svo hef ég líka lifað það, við lokum okkur inni. Þá fannst mér nú ekkert að Ingibjörgu minni." Um L. Popp, verzlunarmann á Eskifirði, kvað Páll svo: „Ég kann ei við að kalla hann Popp. Klerkur ætti að skíra hann upp úr heitum keytukopp og kalla hann heldur sykur- topp." Skyldi ekki í þessu felast dá góð mannlýsing? Páll kveður okkur að sinni með sannkallaðri bersöglis- vísu: „Aldrei bilar beinharkan í bes efanum. Ég hef gigt í útlimonum öllum, nema rétt í honum." Og víkur þá sögunni til Arn ar Arharsonar, þess ljóðfræga bragsnillings, sem aldrei tókst eins vel upp og í ferskeytlunni. Bitra sjálfslýsingu má lesa úr eftirfarandi stöku: „Mér varð allt að ís og snjó. Oft var svalf í förum. Ekki skaltu undrast, þó andi kalt úr svörum ." Við annað tækifæri orti Örn: „Hrekkvís kyndir heiftarbál. Hræsnin veður elginn. Aulabárði er alltaf mál orð að leggja í belginn." Og hér er enn ein: „Syngur klóin, kveður röng, kyngisnjóar heyja þing, klingir glóhærð kólguþröng kring um mjóan súðbyrðing." I Örn Arnarson kveður með eftirfarandi stöku, einni sinni allra bezlu: \ „Vinsemd brást og bróðurást, breyttist ást hjá konum. Matará'st var skömminni skást, skjaldnast brást hún honum." (G. A. tók saman). :: :: :: Maður spyr: Hafa skoðanir kirkjunnar nokkuð breyzt með tilliti til sambúðar karls og konu, sem ekki liafa geng- ið í hjónaband? Etoki myndi jeg halda því fram, að stefn- an sjálf hefði breyzt í 'þessum efntim, nema að því leyti, að ekki er gengið jafn-harkalega fram í því að hindra slíka sam- búð, og áður íyrr. Dr. Björn Björnsson hefir leitt rök að því i doktorsrit- gerð sinni, að slík samibúð sem þessi sje sjer-íslenzkt fyrir- bæri meðal siðaðra manna. Á það rætur sínar til forns skiln ings á hjúskapnum, frá þeim tímum, að trúlofunin hafði imeira iagalegt gildi en sjálf hjónavígslan. Sámkvæmt gild andi lögvenjum nú k dögum hefir trúlofunin, sje hún gerð opinber, lagalegt gildi sem junnar tii óvígörar sambúöa loforð um hjúskap, og sje trú- lofun riftað, getur sá aðilinn, sem svikinn er, höfðað skaia- bótamál, ef hann vill. Og það er eikki alveg dæmalaust, að kona, sem búið hafði með manni sem unnusta hans, gerði við sambúðarslit kröfu til ráðskonufeaups þau ár, sem sambúðin hafði staðið yfir. Sambúð trúlofaðs fólks hefir heldur ekki sama gildi og hjú skapur, þegar xun er að ræða ógiftra persóna syndsamlega? sambúð. Eða svo að jeg forðist hið guðfræðilega orðtæki „synd1", — að hvaða leyti er slík sambúð varhiugaverð effia skaðleg? Auðvitað er hægt að benda á ótal mörg daemi þess, að sam- búðin hafi gefist vel. „Sama- sem-hjónin" hafi elskað hvort annað, verið hvort öðru styrk ur í gleði og sorg, og alið börn. Anna órabelgur 1-« getur ekki farið svona kámug á Landbúnaöarsýnir.guna, ViUa. sín upp með sóma. Þessu má alls ekki gleyma. Eja einhver ástasða hlýtur að vera til þess, að þjóðfélagið og sömuleiðis trúfjelög hafa sett reglur uin hjúskap. Það eriu settar regl- ur og boðorð um það, sesna er .býðingarminna en stofnun heimilis. Og það ætti heldur ekki að líta á það sein sma- atriði, hvort fylgt er hjúskap- arreglum kristinna mianna, ihindúa eða Múhameðstrúar- manna. Slík boðorð hljóta að íela í sjer, hvort hjúskapur- ihh á að vera einkvæni eða fjölkvæni, á hvaða aldri fólk sje talið nógu (þroskað til að eiga börn og sjá beim far- borða. Ennfremur heilsufars- leg skilyrði o,fl. Þeir, sem búa saman, án jþess að ganga í formlegt hjónaband, hafa gert það, sem jeg kalla að greiða atkvæði á móti því, að form og reglur gildi um sambúð karls og: konu. Þeir stuðla að upplausn og óreiðu, sem vel imá vera, að beim sjálfum sje bó bvert um geð, ef þau tækju sig til, og skoðuðu málið frá íhlið samfjelagsins. Eitt er það í þessu máli, sem jeg fyrir mitt leyti hefi aldrei getað skilið, svo að jeg tali í fullri hreinskilni. Hvers vegna fólk vill heldur búa saman ó- gift en gift, ef þaS á annað borð ætlar sjer að búa saman til æfiloka. Nú hygg jeg raun- ar, að skilnaður sje mun al- geuigari hjá „samasemhjónum" heldur en vígðum hjónum, og stafar það meðfram af því, að æðí oft er tregðan til að gifta sig fólgin af duldrj löngun til að geta hlaupið frá öllu sam- an, án þess að hægt sje að segja, að nokkrum komi það við. Meðfram þesa vegna myndi jeg aldrei ráðleggja nokkurri konu að taka upp sambúð við mann, sem ekki vill giftast henni formlega. Ef hann „trúlofast" henni1, merk- ir það á siðaðra manna máli allt annað en vistráðning, og það er eitthvað aumkunarlegt við Iþað, að maður skuli bjóða unnustu sinni ,upp é það ér eftir ár að vera titktð ,.bú- stýra" eða „ráðskona", þegar börn þeirra eru skrásett í kirkjubækur, — ef hann á annað borð vill búa með henni sem eiginkon,u. Enginn emb- ættismaður myndi skrifa í ' bækur, að foreldrar barns væru „samasemhjónin" N.N. og N.N. — Jeg hefi stundum orðið þess var, að vottorð hafa ' valdið leiðindum, af því að I þau leiddu annað í ljós um sambúð karls og konu en jaín vel afíko.mendur þeirra höfðu haft huigmynd ,um áður. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholísvegi 3. Sími 38840. dr: Jakob Jónsson íjíö prÉ?t Um eitt skeið var mikið tal að um, að skattalöggjöfin refs aði fóiki fyrir að gifta sig. Jeg held, að þeim ósóma sje búið að kippa í lag, og finnist ein- hver dæmi slíks, þarf að breyta löggjöfinni þegar í stað en ekki leysa eða afnema grundvallarstofnanir þjóðfje- lagsins. En hvað sem um það er, œttu ,,samasemhjón", sem þykir vænt hvoru uim annað og ætla sjer að búa saman, að ganga formlega frá sambúð sinni, en ekki að ýta undir glundroða, sem þegar er far- inn að ikoma alvarlega niður á þjóðinni. •fakob Jónsson. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUDHUSIP SNACK BAR Laugavegi 126, sími 24631. 4 18. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.