Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 6
Ný prjónasamkeppni Eins og kunnugt er, fór fram, á síðasta ári prjónasamkeppni á vegum Álafoss, og var prjónað úr hespulopa. í þeirri keppni tóku þátt 160 konur hvaðanæva af Iandinu og voru veitt 10 þús. kr. verðlaun fyrir beztu peys- una. Þótti keppnin takast svo vel, að nú er önnur fyrirhug uð. Er að vísu skammt komið að skipuleggja keppnina, eftir að skipa dómnefnd og setja reglur. Þó er þegar ákveðið að prjóna skuli á prjóna nr. fjögur og hálft, og einnig, að aðeins megi vera tveir litir í hverju munstri, svo og, að bæði sauðalitir og kemiskir litir muni teknir til greina. Ens og áður er sagt, er ekki fastákveðið, hvernig keppninni verður hagað. Verða nánari á- kvarðanir teknar í október. Er þó ekki úr vegi fyrir konur að fara strax að undirbúa sig, en peysunum á' að skila fyrir janúar lok. Er ekki að efa, að keppninni mun verða gaumur gefinn, þar sem lopapeysur eru nú mikil tízkuvara, og mátti nú síðast sjá það svart á hvítu á þeim mótum, sem haldin voru um Verzlunar Eðnskólinn í Reykjavík Innritun nemenda fyrir sfcólaárið 196 8—1969 og 'námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20.— 28. ágúst kl. 10—12 og 14—17 nema- laugardaginn 24. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökup rófum og öðrum haustprófum hefjast mánudaginn 2. september. Við innritun skulu allir nemendur leggja fram nafnskírteini og námssamn- ing. Skólagjald kr. 400,00 og námskeið gjöld fyrir september námskeið kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein skal g eiða við innritun. Ný:ir .imsækjendur um skólavist skulu auk iþetss leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. Forskóli fyrir prentnám Verklegur forskóli í prentiðnum hefst mánudaginn 2. september. Forskóli þessi er ætlaður nemendum sem eru að byrja nám í prentsmiðjum en hafa ekki hafið skólanám, svo og þeim er hyggja á prentnám á næstunni. Innritim fer fram á sama tíma og innritun í Iðnskólann. Náms- gjald er kr. 400,00 og greiðist við innritun. Verknámsskóli í málmiðnaði og skyldum greinum. Verknámsskóli fyrir þá sem hyggja á störf í mákniðnaði og skyld- um greinum, verður starfræktur frá byrjun septembers til maí- loka. Kenns'lia verður bæði verkleg og bókleg og miðast við að nemend- ur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaárinu. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Iðnnámssamingur til þessa náms er ekki áski’linn. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu skólans á innritun- artíma. Vegna breytinga á kennslutilhögun er mjög mikilvægt að allir sem ætla sér að stunda nám í Iðnskólanwm í Reykjavík í vetur komi til innritunar á ofangreindum tíma. Til þess að reyna að stytta biðtíma nemenda innritunardlagana verður afhent afgreiðslunúmer frá skrifstofu umsjónarmanns og hefst afhending þeirra kl. 8. f.h. alla dagana. f SKÓLASTJÓRI. g 13. égúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.