Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 7
í ' I ll«31lil - 'A. •~ir ^rfrr-ff rtTmrr.‘mpirrr •«» i i-c tifiHf ttiiu rmtrsi« * nti <; Gestur Guöfinnssoh: SKÓGRÆKT ríkisins hefur unn- ið merkiiegt starf við friðun og varðveizlu íslenzkra skóga og skógarleifa 'á ýmsum stöðum á landinu. Einn þessara staða er Þórsmörk. Skógræktin tók hana í sína vörzlu fyrir nokkrum ára- tugum, girti og friðaði landið. Áður hafði uppblástur og jarð- vegseyðing herjað afréttinn og ágangur búfjár verið meiri en góðu hófi gengdi og hallaði stöð- ugt á ógæfuhliðina. Afréttareig- endur sýndu lofsverðan áhuga og skilning á málinu, sem seint verður fullþakkað. Síðan Þórsmörk var girt og friðuð hefur skógunum fleygt fram og annar gróður vaxið verulega, en nýgræðingurinn á þó ennþá erfitt uppdráttar á stórum svæðum í Þórsmörk, að maður tali nú ekki um utan skógræktargirðingarinnar vest- an Valahnúks og á nágrannaaf- réttunum, einkum Almenningum þar sem jarðvegseyðingin er gífúrleg. Þórsmörk er eins og allir vita mikil náttúruparadís og þarf ekki að lýsa því fyrir landsmönn um, þangað liggur stöðugur ferða mannastraumur allt sumarið, og ber vitni þeirri ástsæld, sem fólk hefur lagt við staðinn, og að verðskulduðu. Það var þess vegna mikið happaverk, þegar Ferðafélag íslands reisti stórt og myndarlegt sæluhús í Langadal í Þórsmörk fyrir um það bil hálfum öðrum áratug með góðu samþykki Skógrasjktar ríkisins. Þar hefur síðan verið opið hús bæði innlendum og útlendum ferðamönnum til gistingar og dvalar, sem hlíta settum regl- um um umgengni á staðnum og annað sem að dvölinni lýtur. Til þess að fylgja sem bezt eftir, að öllum fyrirmælum sé fýlgt, hefur Ferðafélagið haft umsjón- armann í Langadal á hverju sumri, og hefur ölí umgengni þar verið til mikillar fyrirmynd- ar, svo að leitun mun að öðru eins á jafn fjölsóttum ferða- mannastað. En því miður er saga Þórsmerk ur síðustu árin ekki öll sögð með þessum viðurkenningarorð- um og það er einmitt tilefni þess arar greinar. í Húsadal í Þórsmörk hefur í æ ríkara mæli safnazt mikill fjöldi ferðafólks undanfarin sumur, einkum um helgar og þó aldrei meira en um verzlunar- mannahelgina, en Þá hafa þús- undir manna leitað þangað, eins og oft hefur verið gert að um- ræðuefni í blöðum. í Húsadal hefur umgengni öll verið nokk- uð á aðra lund en í Langadal, enda að jafnaði eftirlitslaust með öllu. Ég hef átt þess kost að kynnast umgengninni í Húsa- < . ,"ö- Skagafjarðsskáli í Þórsmörk. — Ljósm.: Grétar Eiríksson. dal, komið þar nokkuð oft um helgar, verið þar um verzlunar- mannahelgi og séð meðferðina á staðnum með eigin augum. Þar fer þess vegna ekkert á milli mála. Og í einu orði sagt er umgengnin hneyksli. Núna kom ég þar eftir að öll ósköpin voru um garð gengin og „hreinsun" hafði farið fram, samt leyndu sér ekki verksummerkin. Fiötin undir Húsadalsklifi, sem stund- um hefur verið kölluð Húsaflöt, en nú er farið að kalla Brenni- vínsflöt, er hvít og gróðurlaus að kalla með alveg dauðum blett- um hér og þar eftir traðk og áníðslu þúsundanna, sem þarna hafa hnappazt saman á takmörk- uðu og viðkvæmu gróðursvæði. Bréfsnuddur og alls konar um- búðadót liggur eins og hráviði út um allt og glerbrotin á flöt- inni géfa tilefni til að ætla að þarna hafi fyrir skemmstu geis- að eitt afdrifaríkasta flöskustríð veraldarsögunnar. Er augsýni- legt, að þarna hefur ekki verið nein venjuleg samkunda algáðra- eða andlega fullveðja manna. Á Húsaflötinni og víðar í fallegum skógarrjóðrum í dalnum eru dauð sviðnar skellur eftir brennur. og bálkesti og svartar öskuhrúgur með ívafi af hálfbrunnum fausk- um, dósarusli, fatadruslum og öðru slíku skarti. Bílum hefur verið ekið inn á friðunarsvæðið og sumsstaðar stungið úr rofa- börðum til að auðvelda þeim leiðina. Ég lýsi ekki óþrifnað- inum og eyðileggingunn frekar, þótt af nógu sé að taka. Um- gengnin og viðskilnaðurinn er fyrir neðan allar hellur og þeir, sem tekið hafa að sér að hreinsa staðinn eftir Húsadalsgleðina, r „Það jafnast ekkert á við I ADMff .í' hafa unnið verk sitt skammar- lega, var þó aðgangur að staðn- um seldur fullu verði. Það er leiðinlegt fyrir jafn ágætan félagsskap og Hjálpar- sveit skáta að bera ábyrgð á slíku samkomuhaldi, enda liafa margir orðið fyrir vonbrigðum, sem í einlægni trúðu að úr rætt- ist við tilkomu Hjálparsveitar- innar í Húsadal. Annað, sem illa hefur farið með Þórsmörk upp á síðkastið, er ágangur sauðfjár innan skóg- ræktargirðingarinnar. Kunnugir fullyrða, að fé innan girðingar- innar skipti hundruðum. Þetta kemur kannski ekki að sök, hvað birkið snertir, en rollurnar raða sér eins og á jötu við víði- runnana, og nýgræðingurinn, sem er að berjast fyrir tilveru sinni í skriðunum og á upp- blásturssvæðunum, er bókstaf- lega í hers höndum. Þangað leit- ar sauðkindin. Ég er sammála skógræktar- Framhald á 13. síðu. BICHLY REWARDING UNCOMMONLY SMOOTH Reynið LARK, hinar vinsælu fiiter sígarettur 18. ágúsV 1968 - ‘ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.