Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 8
— AF ÞVÍ við erum nú bún- ir að ræða um ýmislegt af því sem á daga þína hefur drifið langar mig nú til að venda mínu kvæði í kross og vikja að yfirstandandi tíma, spyrja þig svolítið um atvinnumál, stjórnmál almennt og verka- lýðsmál eins og horfir nú. Og kannski við byrjum þá á að ræða um sjávarútveginn og atvinnuhorfnurar: Teluröu hættu á atvinnuleysi yfirvof- andi með tilliti til erfiðleika í atvinnumálum og vonds ár- ferðis yfirleitt? Atvinnuleysi getur verið nokkuð yfirgripsmikið orð. Ekki er þó að neita að nokkuð hefur dregið úr atvinnu þóct ekki sé svo komið enn, að um alvarlegt atvinnuleysi sé eða hafi verið að ræða, undanfar in nokkur ár hafa verið okk- ur hagstæð, bæði til lands og sjávar. Unga fóíkið sem kom- ið hefur á vinnumarkaðinn sl. 5—7 ár þekkir ekki til at- vinnuleysis, þar sem hver vinnufús hönd hefur haft verk að vinna. Við sem eldri erum þekkjum hinsvegar vel til at- vinnuleysis er oft var fyrr á árum og höfum áþreifanlega fundið fyrir því, og sá sem þekkir atvinnuleysi í reynd og það kannski lengri tíma með stóran barnahóp á fram- færi, mun eiga þá ósk heit- asta að þurfa aldrei framar að líða þá kvöl sem því fylgir. Ein af aðalkröfum verka- lýðsfélaganna í dag er því: aldre'i framar atvinnuleysi. Ég tel, að þrátt íyrir ýmis konar stundarerfiðleika, vegna harðæris fyrir noröan, og aiustan, marikaðserfiðleika og lækkandi verðs á okkar að- alútflutningsafurðum, þurfi ekki að koma til atvinnuleys- is, ef vel er verið á verði og úrræða leitað í tíma. — Getum við haldið áfram að treysta á sjávarútveginn einvörðungu? — Þessari spurningu vil ég svara neitandi, enda höfum til allra þeirra verka er land- búnaði tilheyra. Þrátt fyrir stórkostlega fækkun þeirra manna er af landbúnaði lifa og fækkun búa, hefur ræktað land stóraukizt á síðustu ár- um og afurðir að miklum mun. Hins vegar er því ekki a3 neita, að sjávarútvegurinn Unnið við uppskipun úr íslenzku fiskiskipi, við ekki gert það. Á mörgum undanförnum árum, höfum við verið að reyna að efla ís- lenzkan iðnað, þótt ekki hafi tekizt sem skyldi. Sama er að segja um landbúnað. Þar hafa komið til stórvirk tæki til ræktunar, til heyöflunar, til ýmissa búverka og má segja að vanda vöruna sem mest. Samkeppnin á mörkuðum er mikil. Margar þjóðir hafa auk ið fiskiflota sinn stórléga, sumar þær þjóðir er við höf- um selt sjávarafurðir eru orðn ar sjálfum sér nógar um fisk- öflun og jafnvel nokkrar það aflögufærar, að þær eru FiskiSnaðurinn er orðinn undirstöðu atvinnugrein, er skapar mikil verðmæti í innanlandssölu og útflutningi. hefur verið, er og verður enn :um mörg ár, aðalundirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar. Af iþeim erlenda gjaldeyri er við höfumi fengið fyrir útflutta vöru hefur verið allt til þessa, ;um 93% fyrir útfluttar sjávar afurðir. Að vísu gefur flugið af sér gjaldeyri, Auikinn ferða mannastraumur færir okkur gjaldeyri. Keflavíkurflugvöll- ur, ger:r það einnig,' og stutt er í kísilgúrinn og álið. Vegna- þess hvað landið okk ar er snautt af ýmsum efnicör um er okkur vanhagar um og við þurfum því að kaupa frá ýmsum löndum er okkur gjald eyrisöflun lífsnauðsyn, og því þurfum við að efla sjávarút- veg svo sem verða má og þá jafnframt gera sem hægt er til að hann verði svo arðbær sem mögulegt er fyrir þjóð- jina og þá sérstaklega fyrir það fólk sem að sjávarútvegi og fiskverkun vinnur. — Hugsum við ekki of mik ið um aflamagn, en oflítið um aflagæði og góða nýtingu? — Jú, ekki er því að neita. Okkur er það lífsnauðsyn Eg vil ekki mæla því bót, að ekki sé farið vel með fisk- inn frá fyrstu hendi, en afsök- un hafa sjómenn nokkra, þeg- ar þeir horfa upp á, hvernig farið er með fisikinn er í land er komið, þá er ekki lengur þörf góðrar meðhöndiunar. Fulltrúar sjómanna og út- nú þegar farnar að keppa við okkur á mörkuðunum. Ef við eigum að standast þá auknu samkeppni er oröið hefur, verðum við að stórauka vörugæðin, en til þess höf,um við mikla möguleika vegna fiskgæða. Það er ekki nóg að krefjast þess einunigis af sjó- mönnum að þeir fari vel með fiskinn, þar þarf fleira til að koma. Það hefur verið komið á ferskfiskmati, og sjómenn fá mismunandi verð fyrir aflann, eftir því sem úrtaksmat seg- ir til um, sem byggist á gæð- ,um fisksins úr einni eða tveim ur körfum af bíl. En þegar landað er, horfa svo sjómenn upp á það, að öllum aflanum er sturtað í eina kös á góifið í viðkomandi frystihúsi og allt unnið upp til hópa í eina og sömu sendingu. Togari við bryggju. vegsmanna hafa tjáð sig reiðu búna til þess að' ákveða verð á kassalögðum fiski, og þá að sjálfsögðu nokkuð hærra en fyrir óísvarðan fisk. Um þetta hefur ekki náðst samkomulag við fiskkaupendur, svo af því mætti marka áhuga þeirra á nauðsyn vörugæða. Rætt við Jón Sigur Sjávarútvegurinn o< g 18. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.