Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 5
Það leynir sér ekki að innrás Sovétríkjanna og leppríkja þeirra var vel undirbúin. Her- sveitirnar sem héldu inn í laiul ið vissu nákvæmlega hvað þær áttu að gera og framkvæmdu verkefni sín fyrirhafnarlítið. UndirbúningUL'inn hlýtur að hafa tekið talsvert Iangan tíma; innrásin hefur sem sé verið skipulögð vikum eða jafn vel mánuðum áður en af henni varð. Á hinn bóginn bendir allt til þess að ákvörðunin um að gera innrásina á þeim degi, sem hún var framkvæmd, hafi verið tek in með litlum sem engum fyrir vara. Þótt ilnnrásin væri vel skipulögð hernaðarlega, var hin pólitiska hlið málsins í ólestri hjá Rússmn. Þeir höfðu ekki til búna stjórn til að taka við af stjóm Dubceks í skjóli sovézkra vopna og þegar til kom reyndist þeim ókleift að koma slíkri stjóm á laggirnar. Þessar staðreyndir tvær vekja ýmsar spurningar. í fyrsta lagi má spyrja að því hvort vest ræn ríki hafi vitað fyrir fram að Sovétríkin undirbjuggu her nám Tékkóslóvakíu, og í öðru lagi má spyrja hvað h»fi valdið því, að Sovétríkin kusu að gera innrásina í þessum mánuði, áður en pólitísk hlið hennar hafði verið undirbúin til nokk urrar hlítar. Báðum þessum spurningum er aff nokkru leyti svarað í grein, sem brezka blaðið SUN- DAY TIMES birtir um síðustu helgi, en hún er eftir frétta mann blaðsins í Bonn í Þýzka landi. í þessari grein segir, að vestur-þýzka leyniþjónustan hafi komizt á snoðir um innrás arform Rússa og komið upplýs ingum sínum til aðalstöðva NATO en Bandaríkin hafi ráð ið því að sem minnst var gert úr málinu. Hefur þetta valdið talsverðri ólgu í Þýzkalandi en sumir leyniþjónustumenn þar halda því fram, að það hefði ef til vill getað haldið aftur af Sovétríkjunum, hefðu ráðagerff ir þeirra verið opinberaðar fyrir fram og almenningsálitið í heim inum risið upp, áður en til inn rásarinnar kom. Ungur hershöfðingi, Gerhard Wessel, hefur nýlega tekið við yfirstjórn vestur-þýzku leyni- þjónustunnar og hann tilkynnti yfirboðurum sínum fyrir þrem ur mánuðum, að byrjað væri að þjálfa hersveitir úr Varsjár- bandalaginu með innrás í Tékkó slóvakíu í huga. Var talið að þessi þjálfun næði þá til 10 eða 12 þúsund manna liffs. í maí- lok höfðu flestir ráffamenn í Bonn fengiff að vita um innrás aráformin, og þessum upplýsing um hafði einnig veriff komið til Nató og Bandaríkjamanna og annarra Nató-þjóffa. í maí var einnig gerð tilraun til þess að láta upplýsingarnar „leka“ til blaða. Opinber talsmaður vest Þessi mynd birtist í franska blaðinu L'Express fyr ir tveimur mánuðum, en hún á eins vel við nú. ur-þýzku stjómarinnar nefndi máliff á blaðamannafundi, sjálf sagt án vitundar Kiesingers kanzlara þvi að Bonnstjórain af neitaði síðan ummælum hans og sagffi þau „ábyrgffarlaus og til þess fallin að skapa ótta“. Sjálfur fékk talsmaffurinn ákúr ur fyrir lausmælgina, en þcss ar affgerffir vestur-þýzku stjórn arinnar munu hafa verið gerð ar að kröfu Bandaríkjanna. I ágúst bárust óyggjandi upp lýsingar um þaff, að til innrás HæqviÓri, en enqin veiði Hægviðri var á sildarmiðunum s.l. sólarhring en veiði var eng- in, samkvæmt yfirliti LIU um sólarhringsafla. Aðeins tilkynntu 3 skp um afla. samtals 130 lestir. Skpin eru þessi: Brettingur NS 70 lestir, Bergur VE 20 og Bjartur NK 40 lestir. E.s. Síldin lagði af stað í gær á miðin, frá Reykjavík. Síldin hefur nú flutt í sumar tæplega 8 þúsund lestir síld ar af miðunum Leiguskip SR. Naardgaard er Á fundi Verðlagsráðs sjávarút vegsins í gær var ákveðið að lágmarksverð á síld í bræðslu veiddri við Suður- og Vestur- land) frá 1. september til 31. desember 1968 skuli vera kr. 0.95 hvert kg. auk 5 aura í flutn- ingsgjald frá skipshlið í verk- smiðjuþró. Samkomulag náðist hinsvegar ekki um lágmarksverð á Suður- og Vesturlandssíld til frystingar og var þeirri verðákvörðun vísað til úrskurðar yfirnefndar. á leið til lands með um 1200 lestir, en Haförn bíður á mið unum tómur, og mun leggja af stað til lands næstu daga, þar sem olía og vistir eru á þrotum. Haförninn hefur nú flutt um 10.000 lestir í sumar og Naardgaard um 8.700 lestir. Síldarútvegsnefnd hefur frá um miðjan júlí haft tvö skip á leigu til saltsíldarflutninga. Samkvæmt upplýsingum hjá Jóni Skaptasyni í gær er Laxá nú á miðunum, en leggur af stað til lands á laugardag með um 4-500 tunnur af saltsíld. Fór skipið út með um 6000 tunnur og hefur afhent flot- anum 3.500 tunnur, bæði tóm ar og fullar af salti. Færeyska leiguskipið Katharina er ný- komið frá Noregi, en þangað sótti skipið tómar tunnur. Var lokið við uppskipun á Seyðisfirði í gær og hélt skip ið á miðin í gærkvöldi. Samkvæmt síldarskýrslu Fiskifélagsins um sjldveiðar norðanlands og austan vikuna 18-24 ágúst, er síldaraflinn nú orðinn 38,418 lestir, en var á sama tíma í fyrra 156,661 lest. Nú hefur verið saltað í 15.588 uppsaltaðar tunnur, en á sama tíma í fyrra var ekkert búið að salta. í ár hafa farið í bræðslu 31,747 lestir síldar, en á sama tíma í fyrra var búið að bræða 149,919 lestir. Sex hæstu löndunarstaðir sumarsins eru þessir: Siglu- fjörður 15.762 lestir, Reykja- vík 7,915 lestir, Seyðisfjörður 5.242 lestir, Þýzkaland 2.262 lestir, Raufarhöfn 1.694 lestir og Eskifjörður 1,102 lestir. ar myndi koma. Spurningin var aðeins hvenær? Líklegast var talið aff innrásin yrði rétt fyrir setningu flokksþings tékkneskra kommúnista, en það átti að hef j ast 9. september og þeim spá gögnum komu Vestur-Þjóðverjar áfram til bandamanna sinna í NATÓ. Eh hvað kom Rússum til að gera innrásina fyrr en ætlaff var? í þessari grein er taliff, að J")r hafi sendiherra Tékkó- slóva'rui í Moskvu, Vladimir Kouckv, átt hlnt a-V máli. Kouc ky er gamall harðlínumaður og^ er andstæður stefnu Dubceks, og mun hafa staðið til að kalla hann heim af þeim sökum. Hann stóð í nánu sambandi við Oldrich Svetska, ritst.jóra flokks blaffsins Rude Pravo en hann cr í hópi beirra, sem munu hafa gengið í lið með Sovétmönnum í innrásL^uir) og taliff er að Kouchy liafi tilkynnt liáttsctt um herforingja, að sú ákvörðun Dubceks að kalla saman auka fund miðstjórnar kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu á þriðju daginn í síðustu viku, hafi ver iff undanfari þess, að tekin yrði upp stefna fjandsamleg Sovét- ríkjunum. Þessi fréttaburður Kouckys mun hafa valdið því aff uppi varð fótur og fit meðal herfor ingja og stjóramálamanna í Moskvu. Herforingjunum var fyrirskipað að hafa allt tilbúið fyrir innrás. Koucliy tókst hins vegar að því er vestur-þýzka leyniþjónustan taldi og kom á- leiðis til NATÓ, að sannfæra ráðamenn í Sovét um þaff, að Dubcek væri á laun að undir. búa brot á samningum, sem gerð ir voru í Cierna og Bratislava, Ieifftogar Tékkóslóvakíu hafi tek ið upp leynilegt og hættulegt samband við Vesturlönd og væru aff ráffgera að taka lán í vest. rænum ríkjum í svo miklu mæli að það gæti orffiff hættulegt Comecon, efnahagsbandalagi kommúnistaríkjanna. Og þáttur Kouckys í málinu mun einnig hafa búið Sovétríkjunum þá af afsökun upp í hendur aff „tékkneskir leiðtogar’’ hefðu óskaff eftir innrásinni. Vottar Jehóva á Akureyri Vottar Jehóva efna til íjög urra daga móts á Akureyri í dag og mun þaff standa til n. k. sunnudags. Stef mótsins er: „Góðar fréttir fyrir allar þjó3'r“, Dag skrá mótsins verður fjölbreytt. Verða á mótinu fluttir íyrir- lestrar, flutt leikrit og sýnd ar sýnikennslur. Hámark móts ins verður á sunnudaginn kl. 16, er forstöðumaður Votta Jehóva hér á landi, Laurits Rendboe, flytur fyrirlestur s:nn: „Stjórn manna mun brátt víkja fyrri stjórn Guðs.“ í fréttatilkynningu frá Vott um Jehóva segir, að tilgangur þessa móts eins og allra mótíL Votta Jehóva sé að ve't i aukna biblíuíræðshi, styrkja safnaðarlífið og gera menn hæfari til þess að þjóna skap Framhald á bls. 12 29. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.