Alþýðublaðið - 30.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ ,Gullfoss‘ fer til Vestfjarða í dag kl. 6 síöd. Lokað verður fyrir strauminn frá Rafmagnsveitunni frá kl. 12 Laugardagskvöld 30. þ. m. til kl. 12 á hádegi Sunnudag 31. Rafmagnsstjórmn. Brunatryggingar á innbúi og vörum hvargi ódýrari en hjá A. V. Tulinius vátryggingaskrifstofu Eimskipafé lags h ús I nu, 2. hæð. Rafmagnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafieiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Laugaveg 20 B. Simi 830. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg, / y»ck Ltmdmi jEflntýri. „Þannig hegða menn sér ekki í raunverulegu lífi,“ sagði hann hátt, „J?ér skal mjög bráðlega verða það ljóst, að eg er mjög svo raunverulegur. Eg hefi í hyggju að drepa þig strax í dag.“ „Hvaða vitleysa er þetta, maður." Sheldon fór að verða óþolinmóður. „Þetta' er alt saman slúður. Menn heyja ekki einvígi nú á dögum. Það er alt of gamal- dags." „Fyrst við tölum um Jóhönnu-------“ „Blandaðu nafni hennar ekki í þetta,“ mælti Sheldon aðvarandi. „Já, ef þú vilt berjast.” Sheldon reiddi til höggs. „Jæja, en hvað Jóhönnu------“ „Gættu þín!“ „Já, gerðu svo vel, herðu bara aftur. En þú lokar ekki munninum á mér með því, Þú getur harið mig, og haldið áfram allan daginn; en jafnskjótt og eg stend á fætur, tala eg um hana. Ætlarðu þá að berjast við mig?“ Heyrðu nú, Tudor," mælti Sheldon ákveðinn. „Eg er ekki vanur því að skeyta um tíunda hlutann af þvl sem þú býður mér.“ „Þú neyðist til að skeyta um meira áður en sólin gengur til viðar," var svarið. Þú kemst blátt áfram ekki hjá því að berjast. Eg gef þér tækifæri til að drepa mig, og eg krefst þess að mega drepa þig ef eg get Hér er engin menning. Við erum á Salomonseyjunum, þar sem alt er á frumstigi. Og tveir karlmenn en ein kona er Ilka frumstig, svo bezt er að við gerum út um þetta á þann gamla góða hátt.“ Sheldon fór að skilja það, að slíkan mann sem Tu- dor, sem gat komið af stað einvígi á vorum dögum, þurfti til þess að geta ratað í jafnmörg æfintýri og hann. „Þú getur ekki nema með einu móti Iátið mig þegja,“ hélt Tudor áfram. „Og get ekki firt þig persónulega nógu mikið, þú ert annaðhvort of rólegur eða blauður, kannske hvorttveggja. En eg get sagt þér hvað sagt er hér alt í kring — það hittir, ekki svo? Eg get sagt þér, hvað menn segja um þig og ungu stúlkuna, sem þú stjórnar plantekru í félagi við, eins og þið værið fé- lagar," ' „Hættu!“ hrópaði Sheldon, því nú fór haun aftur að svima. “Þú vilt einvígi. Verði þér að góðu.“ En skynsemi hans vaknaði aftur, og óttinn við það að verða hlægilegur hélt aftur af honum. „En það er hreinasta endemi — brjálsemi,“ bætti hann við. „Jóhanna og Davíð í félagi — jú ætli ekki!“ byrjaði Tudor aftur fyrirlitlega. „I Guðs nafni, hættu!“ hrópaði Sheldon. „Þú skalt fá framgengt vilja þínum. Hvernig á einvíginu að vera háttað? Hér eru engir einvígisvottar. Hvaða vopn á að nota?“ í sama augnabliki hvarf æðið af Tudor og hann varð hinn rólegi heimsmaður. „Eg héfi ætið hugsað mér, að hið eiginlega einvígi væri mjög ólíkt því, sem venja er til,“ sagði hann. „Eg hefi háð svo mörg slík." „Frönsk einvígi?" greip Sheldon fram í. „Það má gjarna kalla þau svo. En svo menn tali um eðlilegt •einvígi. Það þarf aðeins tvo mótstöðumenn. Þeir geta notað hvaða vopn sem er. Þeir fara fjórðung mllu hvor frá öðrum og nálgast svo hvor annan, nota öll afdrep, nota alt hagræði sem landslagið veitir, fara í hringum. sækja á og hörfa, alt er leyfilegt — með öðrum orðum, þeir veiða hvor annan.“ „Eins og viltir rauðskinnar?" „Einmitt," hrópaði Tudor glaður. „Nú hefir þú skilið mig. Og ekki er til betri staður en Beranda — og tím- inn er ágætur núua. Ungfrú Lackland er inni og hvílir sig, svo við verðum einir um skeið. Flýttu þér nú. Þú ferð af stað frá Balesuna, eg frá Beranda. Árnar eru víst landamerkr plantekrunnar? Einvígið fer fram á allri ekrunni. Hvorugur má fara út fyrir landamerkin. Ertu ánægður með fyrirkomulagið ?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.