Alþýðublaðið - 19.09.1968, Side 7
í il i
Guðlaugur Tryggvi Karlsson:
ÞJÓÐMÁL - SAMSTARF - SAMHELDNI
„Þegar bíður þjóðarsómi,
þá á Bretland eina sál“, sagði
þjóðskáld einu sinni. Það er
ekki að ástæðulausu að bessi
viðurkenning á samstöðu
þjóðar, þegar vandi steðjar
að, skuli koma fram hér á ís-
landi. Þjóðjn hefur goldjð
'dýru verði sundrungar —
glatað sjálfstæði sínu. í þess
ari Ijóðlínu birtist í rauninni
lærdómur Sturlungaaldar-
innar, þegar sundrung og ill
de lur tröHriðu þjóðinni til
áþjánar. Þess vegna er mjög
gleðilegt nú, þegar vandi
steðjar að hjá þjóðinni, að
hin stríðandi öfl stjórnmála-
flokkanna hafa slíðrað vopn
in og koma nú saman til v;ð
ræðna um ilausn vandans.
Það er gre'nilegt að hvata-
menn þessara umræðna vilja
ekkj sjá þjóð sína berast á
banaspjótum aftur. Það er
grundvöllur þess lýðræðis,
sem hér á að ríkja, að menn
ræði deilumál sín, en grípi
ekki til óyndisúrræða.
Stjórnmálaflokkana grein-
ir á um ýmislegt. Það er eðli
legt, þess vegna voru þeir
stofnaðir. En hagsmunir
hluta þjóðfélagsins mega
ialdrei bera þjóðarhag ofur-
liði. Að mörgu leyti erum
við á sama báti í þessu landi.
Það sem kemur heildinni vel
kemur sér einnig vel fyrir
hluta hennar. í ýmsum mál-
um má um það deila hvar
draga skal línu milli einstak
lingshagsmuna og heildar-
hagsmuna. Óneltanlega eru
til aðstæður, þar sem einstak-
lingarnir í þjóðfélaginu geta
hagnazt á kostnað he.ldar-
innar eða hópa hennar. En í
mikilvægum málum sem
varða alla þjóðfélagsþegna,
þarf samstaða að nást. Þá
þurfa allir að léggjast sem
einn rnaður á árina. Vand-
inn í efnahagsmálum' nú er
þess eðlis að við engan sér-
stakan er að sakast, þess
vegna þurfum við að leggj-
ast á eitt að leysa hann'.
Það er greinilegt að heið-
urinn af þessu samstarfi
flokkanna, rennur til hinna
eldri félaga flofekanna. Það
sem snýr nú að hinum yngri
félögum, er að gerast ekki
ættlerar og sýna að gott for-
dæmi skal metið. Það er ekki
ætlað, sem rieins konar
drýldni, þótt skýrt sé frá því,
að ungir jafnaðarmenn, hafa
haft svona samstarf á prjón
urium undanfarið og þeir
hafa reifað þetta við forustu
menn hinna unghreyf ng-
anna. í stuttu máli stóð það
til að unghreyfingarnar skip
uðu eins konar þing, í lik-
ingu við alþingi, þar sem sam
eig'nleg mál unghreyfinganna
Æskan
og
landið
Málgagn S.U.J.
Ritstjóri:
GUÐLAUGUR
KARLSSON.
TRYGGVI
og ungra manna yfirleitt
væru rædd og afstaða tekin.
Þetta þing gæti síðan sfeipað
eða kosið einhverskonar
framkvæmdaráð eða stjórn,
sem sæi um að koma hinum
sameig'nilegu málum á fram-
færi annað hvort í flokkun-
um eða á opinberum vett-
vangi. Þingið gæti líka tekið
afstöðu til frambjóðanda til
alþingis og hvers konar opin
foerra mála. Með þessu sam-
starfi ungfélaganna stigu ung
ir ■ áhugamenn um þjóðmál,
stórt sferef í átt til þeirrar
samheldni, sem eldri félagar
flofekanna hafa nú stigið, til
lausnar vanda sem varðar
alla þjóðina. Þeir gætu lagt
sinn skerf, til lausnar þeim
vanda, sem nú steðjar að, og
í framtíðinni tekið afstöðu
til þeirra mála, sem varðar
þá og þjóðina i heild.
>%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%)%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%
NÁMSKEIÐ
HJÁ BSRB
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja gekkst fyrir námskeiði
fyrir trúnaðarmenn og full-
trúa bandalagsfélaganna og
samtakanna dagana 13.—15.
sept. s.l. Var það haldið að
Hótel Borgarnesi og voru þátt-
takendur 38 frá 17 bandalags-
félögum. Er þetta í annað
skipti, sem B.S.R.B. heldur
slíkt námskeið. f
Er'ndi fluttu þeir Haraldur
Steinþórsson og Eyjólfur Jóns
son um endurskoðun laga um
réttindi og sfeyldur starfs-
manna ríkisins. Eggert Ásgeirs
son flutti erindi um réttindi
og skyldur bæjarstarfsmanna.
Einn'g fluttu þeir Sverrir Júlí-
usson og Höskuldur Jónsson
erindi um starfsmat, en þeir
eru að vinna að þeim málum
á vegum B.S.R.B. og ríkisins.
Þátttakendur skiptust síðan
í fjóra umræðuhópa, sem fjöll
uðu um mismunandi viðfangs-
efní varðandi mál þau, sem
voru á dagskrá Skiluðu hópar
þéss'r síðan skriflegum um-
sögnum og áljtsgerðum. Einnig
var farin stutt skemmtiferð og
efnt til kvö'ldvöku. Stjórnandi
námskeiðsins var Karl Guðjóns
son.
Munu þátttakendur á c'nu
máli um, að námskeið þetta
hafi verið bæði fróðlegt og
ánægjulegt og er enginn vafi
á því, að það er verulegur
félagslegur ávinningur af
slíkri starfsemi.
V.R. efnir til ALMENNS fundar um:
unga fólkið í atvinnulífinu og stjórnmálin
að Hótel sögu, í kvöld fimmtudaginn 19. sept. 1968 kl.
20.30. Fundarstjóri: Guðmundur H. Garðarsson,
form. V.R.
Frummælendur:
1. B’aldur Ósfcarsson, form. S.U.F.
2. Kristján Þorgeirsson, fonm. F.U.J.
3. Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðinemi.
4. Silgurður Magnússon, forseti Iðnnema-
sambands íslands.
Frjálsar umræður eftir framsöguerindin.
BALDUR
KRISTJAN
SIGURÐUR
ALLT ÁHUGAFÓLK UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
ER SÉRSTAKLEGA HVATT TIL AÐ MÆTA Á FUNDINUM
STJÓRNIN
19. sept. 1968 ^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ :