Alþýðublaðið - 19.09.1968, Side 10
FRABÆR LEIKUR VALS FÆRBI
JAFNTEFLIGEGN BENFICA 0:0
í gullfallegu veðri voru um 18 þúsund áhorfendur
viðstaddir þegar knattspymuhetjumar frá Portúgal,
Benfica léku gegn fyrrverandi íslandsmeisturum
Vals. Mannfjöldinn var kominn til að sjá góða
knattspymu og haráttu Valsmanna við snillingana.
En kannske voru margir þarna einungis til að sjá
leikmenn Benfica í eigin persónu og það hrást
engum, þarna voru allar hetjumar með Eusehio í
broddi fylkingar. En að fá að sjá þá leika sér að
Val, fengu áhorfendur ekki.
í Ieikhlci þustu hundruð unfflingra út á leikvang-inn og eltu Eusebio sem brá á leik. Hér er lietjan
umkringd aðdáendum.
Að vísu höfðu Portúgalarnír
algjöra yfirburði í leiknum, en
leikur vinnst ekki á góðum sam-
leik eingöngu. Það verður nefni-
lega að skora mörk og þau ráða
úrslitum. Það gerði hins vegar
hvorugur aðilinn og þess vegna
blasir sú staðreynd enn við, að
Valsmenn eru ennþá ósigraðir á
heimavelli í Evrópubikarkeppni
og af því geta ekki margir stát-
áð. Valsliðið lék í þessum leik
af mikilli skynsemi og vörnin,
sem að vísu var fjölmenn sýndi
frábæran leik þar sem Benfiea.
menn fengu sjaldnast frið til að
athafna sig. Ungur piltur,' Páll
: Ragnarsson fékk það erfiða nlut-
verk að gæta bezta knattspyrnu-
manns Evrópu, Eusébio, og skil-
aði því þannig, að beztu og reynd
ustu leikmenn erlendis hefðu
ekki gert það betur. Á hann mik.
ið hrós skilið fyrir sinn hlut í
leiknum. Aðrir varnarmenn, sem
báru af, voru: Sigurður Dags-
son, markvörðúr, sem stóð sig
með mestu prýði og tók þá bolta
sem honum voru ætlaðir; þá'
átti Halldór Einarsson mjög at-
hyglisverðan leik og vann mörg
einvígi, sérstaklega skallaein-
vígi. Af framlínumönnunum
barðist Ingvar Elíasson bezt, en
lítið uppskar framlínan í þessum
leik eins og reyndar var viðbú.
ið. Af hinum erlendu snillingum
sýndi Coluna, fyrirliðinn aldni,
Iangbeztan leik, var sívinnandi
og alls staðar á vellinum. Á varn
armenn Benfjca reyndi afar lít-
ið og alls ekki hægt að dæma
um getu þeirra, en hetjurnar í
framlínunni, Simoes, Torres,
Augusto og Eusébio voru sann-
arlega ekki á skotskónum eða
öllu heldur fengu alls engan frið
111 að sýna hvað þeir geta. Það
hlýtur að vera ákaflega mikið
áfall fyrir Benfica að ná aðeins
jafntefli við Val, menn, sem hafa
það að atvinnu að leika knatt.
spyrnu, hljóta að eiga erfitt mcð
að kyngja þeirri staðreynd að
hafa ekki skorað mark á móti á.
hugamönnum, sem eru sennilega
hvað mestu áhugamenn í verökl-
inni, en snúum okkur nú að
leiknum.
□ LEIKURINN. .
Valsmerin hófu leikinn með
sókn og innan skamms eiga þeir
sitt eina og hættulegasta tæki-
færi í leiknuiri, þegar Reynir gef
ur út' á kant til Gunnsteins, sem
gefur fallega fyrir til Hermanns,
sem skallar naumlega fram hjá
og var það varnarmaður Ben-
fica sem stýrði knettinum frami
hjá, svo úr varð hornspyrna, sem
síðan ekkert varð úr. Síðan eiga
Valsmenn ekki nokkurt færi í
fyrri hálfleik, en Benfica sækir
fast,' en uppsker lítið. Framvörð.
urinn Toni á ein 10 skot' af löngu
færi á Valsmarkið, en annað
hvort fór knötturinn langt fram
hjá eða. lenti í öruggum höndum
Sigurðar markvarðar. Eusébio
var sannarlega ekki í stuði, hann
fékk tækifæri til að reyna við
sínar víðfrægu aukaspyrnur, en
mistókst alltaf herfilega. Hættu-
legasta tækifæri Benfica var
þegar Augusto átti gott skot í
teignum, en Sigurði tókst að
verja með naumindum í horn.
Hinn hávaxni Torres átti nokkra
góða skalla að marki, en Sigurður
sá um að þeir færu ekki í netið.
í seínni hálfleik var um að
ræða nær látlausa sókn Benfica,
en ekki tókst að finna leiðina í
markið. Simoes gefur snemma í
hálfleiknum vel fyrir til Eusébio,
sem skallar, en Sigurður ver fal-
lega f horn. Um miðjan hálfleik
á Torres sk0t að marki, sem
Sigurður slær frá, en skotið er
aftur og nú bjargar Þorsteinn
Friðþjófsson á marklínu og mátti
ekki miklu muna í þetta skiptið.
Skömmu síðar bregst Eusébio
illa bogalistin í góðu færi og skot
hans fer fram hjá. Hættulegasta
sk0tið kom svo frá Graca af
löngu færi og fór hárffnt fram
hjá. Síðustu mínúturnar voru
æsispennandi spurning um hvort
Benfica tækist að skora, en þeim
tókst það ekki og Valur hlaut
annað stigið.
Það er full ástæða til að óska
Val til hamingju með leikinn og
óska þeim góðrar ferðar til Por-
túgals á næstunni. — I. V.
Evrópuhikar
í gær fóru fram margir
Evrópubikarleikir í knattispyrnu.
Vegna slæmra mótttökuskilyrða
fengust ekki Ö41 úrslit, en hér
eru nokkur. Manohester Utd.
vann Waterford, írlanidi með 3:1
(2:0). og Steaue, Búkarest vann
Spartá, Tékkóslóvakíu 3:1 (2:0).
Slovan Bratislavai, Tékkóslóvakíu
vann júgóslavnesku bikarmeist-
arana 3:0 (2:0).
Skeid, Osló og AIK. Stokk-
hólm gerðu jafntefli 1:1 í borg-
arkeppni Evrópu.
Keppni meistiaraliða: Malmö
— AC Milan 2:1, Valetta,
Möltu-Reipas, Finnlandi 1:1,
Núrnberg-Ajax, Amisterdam 1:1,
Manchester City-Penierbache,
Tyrklandi 0:0.
Bikarmeistarar: Cardiff-FC
Oporto, Portúgai 2:2, Dunferm-
'liine, iSkotiand-Siliema Wander-
ers, Kýpur 10:1; Rander-s Freja,
Dainmörku-Shamrock, írlandi,
1:0.
Sigurður Dagsson stóð sig eins og hetja í marki Vals, hér slær hann boltann frá marki, en vörn.
in er við öllu búin.
ritstj. öRN ík
EIÐSSON |P| K“ | | |K
: 10 Í9- sepf 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ