Alþýðublaðið - 19.09.1968, Side 11

Alþýðublaðið - 19.09.1968, Side 11
Benficamenn hrifnir af leikmönnum Vals Alþýðublaðið Ieitaði ái'its nokkurra manna eftir leikinn í gær og- falra svör þeirra hér á eftir: EUSÉBIO : í heild var þetta fremur ró- legur leikur, og alls ekkj erfiður. Mér kom á óvart hve góðan leik Valur sýndi, og Þá sérstaklega vörnin. Hún var mjög erfið við. ureignar, og markvörðurjnn, Sig- urður Dagsson, varði snilldar- lega vel. Mín var rækilega gætt af Pá'li Ragnarssyni, sem elti mig hvert fótmál allan leikinn. Hann er mjög góður leikmaður, sem þótt hann lék; fast, var al- drei grófur, heldur lék hann mjög drengilega. Ég hafði það hlutverk í þessum leik, að spila hina upp, en nafði mig óvenju. lega lftið í frammi sjálfur. ÓLI B. JÓNSSON, ÞJÁLF- ARI VALS : Ég tel þessi úrsljt vera sigur fyrir Val, miðað við styrkleika portúgöísku meistaranna, og er hæstánægður með leik liðsins. Kerfið, sem við stilltum upp kom 100% að notum, og okkur tókst með því að halda hinum skæðu sóknarmönnum Benfica alveg í skefjum. Torres var tek- inn fyrir sérstaklega, og gættu hans alltaf tveir menn. Eusébio var greinilega eitthvað mjður sín, hvort sem það hefur stafað af þreytu eða öðru, en hann náði sér aldrei á strik. Hvort við not- um sama kerfið þegar til Portú. gal kemur, skal ósagt látið, og ég hef ekkert hugsað út í það enn, hvort einhverjar breytingar verða gerðar á liðinu. OTTO GLORIA, ÞJÁLFARI BENFICA : Mér fannst Valur leika vel, og leikaðferðir þeirra alveg hár- réttar, miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Við lékum á fullu allan tímann, svo að ekki er það þess vegna, að við náum aðeins jafntefli út úr leiknum. Ég veit, að fólkið heima í Portú- gal verður steinhjssa á þessum úrslitum, slíkt er álit' þess á Benfica, en ég er fullviss um, að 3—4 marka munur verður lág mark í seinni leiknum. Coluna, fyrirliöi. HERMANN GUNNARSSON, FYRIRLIÐI VALS : Ég býzt við að Benfica-kapp. arnir haf; verið einum 0f sigur- vissir og ekki átt von á' að mæta þessari mótspyrnu. Svo var eins og þeir ætluðu að leiðrétta þetta í seinni hálfleiknum, én það var hálfgerður örvæntingarbragur á leik þeirra, sem ég gæti trúað að hefði skemmt mikið fyrir. A. V. DE BRTTO, FORSETI SPORT LISBOA E BENFICA: Það háði okkar mönnum, að mér fannst hversu þröngt svið þeir höfðu um sig nér í Laug- ardalnum, þejr kunnu ekki við sig. Mér fannst Valslið gott, og var mjög hrifinn af vörninni hjá þeim, og þá sérstaklega mark. verðinum, sem mér fannst vera mjög góður. Mér fannst hrollkalt hér í kvöld, en það hefur ekki haft nein áhrif á leik okkar manna, því sþeir eru vanir alls k0nar veðri, jafnvel snjó. Þessi óvæntu úrslit verða örugglega til þess, að aðsóknin að seinni leikn um verður enn meiri en ella, þvi fólk verður forvitið að sjá það lið, sem gerir jafntefli við Ben- fica. SIGURÐUR DAGSSON MARK- VÖRÐUR: Ég er alveg útkeyrður, því þetta var einn erfiðasti leikur, sem ég hef leikið. Þessi þunga pressa allan leikinn á enda tók á taugarnar, og ég er glaður yfir, að geta haldið hreinu mark inu. Mér fannst Benfica-menn oft mjög óneppnir í leiknum, og þá sérstaklega Eusébio, sem missti oft góð tækifærj út' úr höndum sér, að því er virtist fyrir hreina óheppni. VÁR ÞETTA „BISNESSLEIKUR"? RÚMLEGA 18 þúsund manns voru vitni að jafntefli milli Vals og hins heimsfræga liðs Benefica í gær á Laugar- dalsveilinum. Fæstir eða eng- jr bjuggust við þessum úrslitum og það sem ánægjulegast var við þessj úrslit er barátta og óvenjugóður leikur íslands- meistaranna frá í fyrra. Þó er því ekki að neita, að margir eru á þeirri skoðun, að Benfjca leikmennirnir hefðu getað meira, en aðsókn að leiknum við Val í Lissabon hafj haft eitt'hvað að segja. — Hvað sem öilum þessum vanga. veltum líður eiga Valsmenn heiður skilinn fyrir frábæran leik, þeir gáfu aldrei eftir, létu hina heimsfrægu leik- 11 menn aldrei í friði og ekki var vart neinnar minnimáttarkennd ar. Skot Benfica leikmanna á mark Vals voru ca. 10 á móti tveimur, en Sigurður í marki Vals varði oft meistaralega og það gefur vissulega til kynna, að portúgölsku leikmennirnir reyndu eins og þeir gátu að gera mark. Aðrir leikmenn Vais stóðu sig einnig með prýði og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þessi leikur sannar það enn einu sinni, að þátttaka í Evr- ópukeppninni er sjálfsögð, þó að ýmis ijón séu á veginum í því sambandi, eins og oft hef- ur verið getið um. Ejtt brýn. asta verkefni í sambandi við knattspyrnuna er að fá flóð- ljós á Laugardalsleikvanginn og eftir hina miklu aðsókn í gær kvöldi, sem færði Reykjavík- urborg hundruð þúsunda, ætti slíkt ekki að vera frá'leitt. — Hvernig væri nú, að Reykjavík- urborg stefndi að því að koma þessu nauðsynlega máli í höfn fyrir næstu Evrópukeppni? □ Þetta er þriðja þátttaka Vals í Evrópukeppni meistara- liða og öllum leikjunum hefur lokið með jafntefli. Þeir nafa leikið við Standard Liége, Je- une D’Esch og nú við eitt bezta knattspyrnulið heims, Benfica. Þetta er frábær afrekaskrá. □ Hafi Valsmenn þökk fyr. ir ágætan leik og Benfica leik. mennirnir fyrir komuna og leikinn. iWWHVMWWMHWWMWWWWWWMlWMWmMMWMWWWWWWWWWWW Hér sækja Valsmenn að marki Benfica. Umferðarskólinn UNGIR VEGFARENDUR Annað starfsár umferðarskólans ..Ungir Veg- farendur” er að hefjast. Skólinn er fyrlr böm á aldrinum 3—6 ára, og tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. október. Innritunareyðublöð liggja frammi á lögreglustöðvum. Umferðarskólinn „Ungir Vegfarendur" er bréfa skóli, sem hefur það markmið að auka' um- ferðarþekkingu barna á aldrinum 3 — 6 ára. Þátttaka í skólanum er heimil öllum börnum, sem búsett eru í Reykjavík, Kópavogi, Halfnar- firði, Garðahrepp^, Mosfeilssfeit og á Sel- tjarnarnesi, foreldrum þeirra að kostnaðar- lausu. Ekki þairf að endurnýja þátttökutilkynningu barna, sem ínnrituð voru í skólann í fyrra. Aðseturskipti er nægilegt að tilkynna í síma 83320. Allar upplýsingar veitir Fræðslu- og upplýs- íngaskrif'stofa • Umferðarnefndar Reykjavíkur, sími 83320. Umferðíirskólinn „UNGIR VEGFARENDUR" 19. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ %1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.