Alþýðublaðið - 17.10.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 17.10.1968, Qupperneq 5
17. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hans Gerd Essei'. fyrirlesari staddur hér Hans Gerd Esser, kunnur fyrirlesari og framkvæmda- stjóri Þýzk-íslenzka félagsins ' í Köln, hefur dvalið hérlendis síðan um miðjan ágúst á veg- um Goethe Institut og haldið nær tuttugu fyrirlestra víða um land, sem og í Reykjavík. Á fundi með fréttamönnum skýrðu Esser og Jón Vestdal, formaður félagsins Germaníu frá ýmsu varðandi starf Essers. Hann safnar efni í fyrirlestur um „Siglingar og sjáVarútveg íslendinga” og fór því kringum landið og kynnti sér sjávarsíðuna mjög vel. Enn fremur safnar hann efni í fyrirlestur um „Höfuð borgarsvæðið”. Esser sagði, að sér þætti nóg komið af fyrir- lestrahaldi um ísland, þar sem eingöngu er talað um hið mikla „land elds og ísa“, óg náttúru- fyrirbæri látin skipta hæstan sess. Á ferð sinni um landið hefur hamn haldið fyriritestna á ísafirð. Patreksfirði og Akureyri. Enn- fremur hefur hann haldiö fyrir- lestra í æðstu menntastofnun- um hér í borg. Um ér að ræða fimm fyrirlestra. Þeir eru þessir: Bridge Bridgestarf Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur er nú að hefjast og verður spilað eins og áður annan hvern laugar- dag í Ingólfscafé, gengið inn frá Ingólfsstræti. Stjórnandi spilakvöldanna verður Guð- mundua- Kr. Sigurðsson eins og áður. í fyrsta skipti á' vetrinum verður spilað n.k. i i laugardag kl. 2 stundvíslega. * WWWWMWMMWWWWW I. Hin rómantíska Rín. 2. Konr- ad von Maurer og hin íslenzka sjálfstæðishreyfing. 3. Heinrich Erkes, þýzkur íslandsfari. 4. Jón Sveinsson og Þjóðverjar. 5. Þýzk- íslenzk vinátta á' okkar dögum. Dri iJón Vestctali, formaítur Framhald á 4. síðu. Sovézkir út- varpsmenn á ferð hérna Sendinefnd frá Ríkisútvárpi Sovétríkjanna hefur undanfarna daga dvalizt á íslandi og heim- sótt Rikisútvarpið. í nefndinni eru þeir L. Maksakov, varafor- maður sjónvarps- og útvarps- nefndar Sovétríkjannai og V. N. Kirillin, útvarpsnefndarmaður. Á síðastliðnu ári fór sendinefnd frá Ríkisútvarpinu í heimsókn til Sovétríkjanna. Samkvæmt sáttmála íslands og' Sovétríkjanna um gagnkvæm menningarviðskipti hefur verið gerður samningur um skipti á sjónvarps- og útvarpsefni. Sam- kvæmt þeim samningi hafa stofn- anirnar akipzt á kvikmyndum og tónböndum fyrir sjónvarp og hljóðvarp. Sovézka sendinefndin ræddi við menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, for- mann útvárpsráðs og aðra for- ráðamenn sjónvarpg og hljóð- varps um einstalca þætti í sam- starfi stofnananna og þá reynslu, sem af því er fengin. Varð sam- komulag um að halda samstarf- inu áfram og efla það, en leggja sérstaka áherzlu á menningar- legt og listrænt efni. OTA SIK LEITAR HÆLIS í SVISS Tékkóslóvakiski hagfræðingurinn Ota Sik, fyrrum varaforsætis- ráðherra lands síns, hefur nú lcitað hælis í Sviss sem pólitískur flóttamaður, að því er tilkynnt var opinberlega í dag. Prófessor Sik, sem verið hefur áberandi persóna í efnahagslegu og stjórn- málalegu lífi heima fyrir, hefur dvalizt í Beígrad frá því skömmu fyrir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. BERN, 16.10. : Prófessor Ota Sik, einn af forgöngumönnum frjálslyndari stefnu í Tékkósló- vakíu, er nú kominn til Sviss, þj.r sem hann hefur beiðzt hæl- is sem pólitískur flóttamaður. Sik, sem nýlega var vikið úr embætti varaforsætisráðherra Tékkóslóvakíu, var kunnur hag- fræðingur og forystumaður um breytingar á efnahagskerfi lands síns. Prófessor Sik hefur sætt 'áköfum árásum sóvézkra blaða, síðan innrásin var gerð í Tékkó- slóvakíu, en allan þann tíma hef*. ur hann dvalizt í Belgrad. Svissneska dómsmálaráðu- neytið staðfesti síðdegis á mið- vikudag, að Sik væri kominn til landsins, en skýrði ekki stirax frá því að hann hefði beðizt landvistar. Tilkynning um það kom ekki fyrr en síðar um dag- inn. Sik og tveir samráðherrar hans, sem með honum voru í Belgrad, Jiri Hajek, utanríkis- ráðherra, og Frantizek Vlasak, iskipulagsmálaráði^erra, féllu í mikla ónáð hjá Sovétríkjunum, þegar þeir hihn 22. ágúst í sumar sendu frá sér rit, þar sem þeir fordæmdu innrásina í Tékkóslóvakíu sterkum orðum og skoruðu á' ríkisstjórnir og menningarsamtök, hvar sem væru í heiminum, að fordæma þetta glæpsamlega athæfi Sovét- manna og bandamanna þeirra. Sovétríkin hafa iðulega veitzt' mjög harðlega að Sik og sam- herjum hans og valið þeim mörg og ófögur nöfn. Þá hefur hann og oftar en einu sinni verið sak- aður um svik við kommúnism- ann og kallaður „endurskoðunar Sonur minn Sinfjötli á dönsku SKÁLDSAGA Guðmundar Daníelssonar, Sonur minn Sin- fjötli, er nýlega komin út á dönsku í þýðingu Grethe Bene- diktsson. Sværdet og Harpen nefnist bókin í þýðingunni, en forlagið Fremad í Kaupmanna- höfn gefur hana út. Fremad hefur áður gefið út skáldsögu Guðmundar, Húsið, í þýðingu Erik Sönderholms, en báðar bækurnar voru á sínum tíma þýddar vegna bókmenntasam- keppni Norðurlandaráðs. Húsið kom út á dönsku fyrir tveimur árum. Sværdet og Harpen er 212 bls. að stærð, snyrtilega úr garði gerð. sin,ni“ og „andsovézkur öfga- maður” ásamt fleiru i líkum dúr. Ota Sik, sem útnefndur var vara- forsætisráðherra Tékkóslóvakíu í aprílmánuði síðastliðnum, er fæddur í Plzen 11. september 1919. Hann gerðist snemma á- hugamaður um stjórnmál og sat r fangabúðum nazista fyrir kommúnistíska starfsemi á' stríðs árunum, en hefur síðan verið virkur og aðsópsmikill þátttak- andi í opinberu lífi þjóðar sinn- ar. Prófessor Ota Sik. ) Ökunídingurinn ekki fundinn enn Rannsóknarlögreglan vinnur sleitulaust að því að upplýsa það, liver ók bifreiðinni, sem olli dauðaslysinu á Suðurlandsvegi nálægt Geithálsi á sunnudags- nóttina. Eins og kunnugt er af fréttum, þá ók ökumaðurinn brott frá slysstaðnum án þess að hirða hið minnsta um hinn slasaða, sem lézt á sjúkrahúsi daginn eftir. í viðtali við Al- þýðublaðið í gær sagði rann- sóknarlögreglan, að því miður hefði leitln enn ekki borið árang ur. Þá kom fram, að ef maður- inn gæfi sig strax fram og kann aðist við brot sitt, yrðí litið á brotið nokkuð öðrum augum en ef maðurinn yrði handtekinn eftir að hafa leynzt í marga daga. Rannsóknarlögreglunni hafa borizt margar upplýsingar frá fólki, sem var á ferðinni eftir Suðurlandsvegi um svipað leyti og slysið varð á sunnudagsnótt- ina. Allar ábendingar geta leitt rnálið í ljós. Rannsóknarlögregl- an kveðst gera aUt. sem í henn- ar valdi stendur til að upplýsa þetta mál. Rannsóknarlögreglan skorar enn á alla þá, sem telja sig geta gefið einhverjar upplýsingar, sem að gagni gætu komið tii að upplýsa þetta alvarlega mál, að láta í té vitneskju sína. Jafn- framt þakkar rannsóknarlögregl an öllum þeim, sem þegar hafa gefið upplýsingar í máUnu. Ný prjóna- samkeppni Alafoss hefur hafið undir- búning á prjónasamkeppni ‘69 á nýjum mynztrum á lopapeys um gerðum úr HESPULOPA. Sjö verðlaun verða veitt, og nema þau fyrstu 10.000 kr. í þessum mánuði hefur Ála- foss gefjð út sjö bæklinga með peysumynztrum prjónuðum úr hespulopa. Eru þeir þá orðnir 20 talsins. Fást þar með 20 mis- munandi gerðir af peysupakkn- ingum frá kr. 227—357. Rúmt ár er nú liðið frá því, að Álafoss sendi hespulopa á markaðínn og hafa selzt af hon- um um þrjátiu tonn síðan. — Hespulopi er nú framleiddur í 24 litum, 7 sauðalitum og 17 efnalitum. Álafoss efndi til prjónasam- keppni I fyrra og var það í fyrsta skipti hér á landi, að framkvæmd var könnun í ís- lenzkum heimilisiðnaði. Sam- keppnin tókst mjög vel; rúm- lega 160 aðilar sendu peysur í keppnina. Dómnefndin er nú sú sani og síðast. Skulu peysur eklu prjón- aðar á fínni prjóna er. —- Keppnin stendur til 1. febrúar næstkomandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.