Alþýðublaðið - 17.10.1968, Qupperneq 6
Almennar ályktanir
Framhald af 3. síðu.
í kynferðismálum verði upp tek
in.
★ Við krefjumst þess, að al-
mannatryggingarnar verði
færfiar í nútíma, horf.
★ Við krefjumst þess, að Al-
þýðuflokkurinn beiti sér fyrir
því að löggjöf um alménnan
lífeyr ssjóð verði sett -á al-
þingj í vetur.
★ Skipulag húsnæðismála
verði tekið til gagngerðar end
urskoðunar. Núverandi skipan
er með öllu úrelt og óviðun-
andi.
TROLOFUNARHRINGAR
IFIiót afgréiðsla
Eendum gegn póstkr'öfíi.
HUÐM; ÞORSTEINSSON.
gullsmlður
Banftastræfí 12.,
ÓTTAR YNGVASON
héroðsdómslögmaSur
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHþíÐ 1 • SÍMI 21296
ÖKUMENN
Látið stilla í tíma
Hjólstillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
itsta.
Bíiaskoðun &
stiiling
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
★ Við teljum íbúðfahygg'ng
ar ríkisins og Reykjavíkurborg
ar í Breiðholti rétta þróun og
treystum að á henni verði
framhald og leggjum áherzlu
á að hlé verði ekki á slíkum
framkvæmdum og hljðstætt á
tak verði gert í stærri bæjum
landsjns.
•á Við styðjum framkomnar
tillögur Sjómannasambands is-
lands um smíði nýrra togara
og eflingu bátaflotans. Haf- og
fiskirannsókn'r verði auknar.
Fjárveitjngar verði hækkaðar
til nýrra rannsókna á sviði
fiskvinnslu.
★ Við skorum á þjóð na að
kaupa íslenzkar iðnaðarvörur
öðrum fremur.
Verkalýðsmál
Atvinnumál
Nú er þegar ljóst að íslend-
ingar geta ekki lengur haldið
áfram á sömu braut í atvinnmál-
um. Útflutningsframleiðslan er í
algjörri sjálfheldu, og það hefur
sýnt sig að slík einhliða fram-
leiðsla hefur orðið stóríhættuleg
efnahagskerfi þjóðarinnar. Sí-
felldar verðsveiflur á erlendum
mörkuðum hafa orðið þess vald-
andi að nú stöndum við frammi
fyrir stærri vanda í efnahagsmál-
um en áður hefur orðið hjá okkur
íslendingum, síðan við urðum
sjálfstæð þjóð.
Nú er þegar nauðsyn, að við
reynum nýjar leiðir í uppbyggingu
atvinnuveganna. Nýting orku-
linda landsins hefur ekki ennþá
verið framkvæmd nema að litlu
leyti. Ef ekki verður nú þegar
ráðizt í frekari framkvæmdir á
nýtingu vatnsorkunnar má búast
við að sá' möguleiki renni okk-
ur úr greipum, vegna nýrra orku-
gjafa (kjarnaorkunnar).
Rannsóknír eru þegar hafnar
á möguleikum íslendinga á upp-
byggingu efnaiðnaðar og bráð
nauðsyn að ekkert verði til
sparað við rannsóknir og fram-
kvæmdir í uppbyggingu slíks
iðnaðar.
Innflutning á erlendu fjár-
magni til uppbyggingar nýrra
atvinnúvega, teljum við réttan
og nauðsynlegan, en gæta verður
að tryggt sé að íslendingar hafi
gát á notkun þessa fjármagns og
stjórn væntanlegra fyrírtækja sé
í höndum íslendinga sjálfra. Við
byggjum ekki upp nýja atvinnu-
vegi á íslandi á næstu áratugum
án erlends fjármagns, en án
nýrra atvinnuvega tekst okkur
ekki, að byggja upp efnahagslega
sjálfstætt' velferðarþjóðfélag.
Víð hljótum að krefjast þess,
að sá iðnaður sem þegar er í
landinu fái að njóta fríðinda
vegna þeirrar atvinnu sem hann
veitir og þess gjaldeyris sem
hann sparar.
Landbúnaðarmálin verður að
taka til algerrar endurskoðunar,
og krefjast þess af þingmönnum
og öðrum forystumönnum AI-
þýðuflokksins að þeir skýri þjóð-
inni frá þeim vanda sem þjóð-
arbúið er í, vegna rangra stefnu
í landbúnaðarmálum.
Þingið leggur áherzlu á að
ihaldið verði áfram rannsóknum
á fleiri sviðum í öflun sjávaraf-
urða, og minnir sérstaklega á að
lítil sem engin athugun hefur
farið fram á rækju- og’ humar-
veiðisvæðum.
Gera þarf þjóðinni ljóst nú
þegar að við verðum að flytja
fólk milli atvinnugreina í stórum,
stíl, jafnóðum og við byggjum
upp nýja atvinnuvegi. Við verð-
um að .koma upp víðtæla-i starfs-;
fræðslu og annarri nauðsyn-
legri fræðslu um hina nýju at-
vinnuhætti. Við verðum að vinna
að því í samráði við verkalýðs-
hreyfinguna, að hinn almenni
launþegi á hvaða aldri sem,
hann er, verður að sætta sig við
að þurfa að flytja sig milli
atvinnugreina eftir þörfum, ef
tryggja á öllum vinnufærum
mönnum næga atvinnu og viðun-
andi lífskjör.
1. Við viljum nýja atvinnuvegi
og. tafarlausa nýtingu orku-
lindanna.
2. Við viljum leyfa innflutning
á erlendu fjármagni til upp-
byggingar nýrra atvinnuvega,
þó aðeins að íslendingar sjálf-
ir hafi stjórn slíkra fyrirtækja
í sínum höndum.
3. Viff viljum endurskipulagn-
ingu á sölu sjávarafurða og
víðtækari markáðsleit undir
ströngu- ríkiseftirliti.
4. Við viljum algjöra þreytingu
á rekstri fiskvinnsíustöðva,
og strangt eftirlit með öllum
f járfestingum á vegum sjávar-
útvegsins.
5. Við krefjumst þess, að sá
iðnaður sem er þegar í land-
inu njóti fríðinda, vegna
atvinnunnar sem hann veitir.
6. Við viljum algjöra stefnu-
breytingu í landbúnaðarmál-
um og krefjumst þess að
þingmenn Alþýðuflokksins
skýri þjóðinni frá því hvar og
hvenær sem tækifæri gefst'.
7. Við viljum, að nú þegar sé
hafin öflug starfsfræðsla og
kynning á þeirri víðtæku breyt
ingu sem nauðsynleg er í
atvinnumálum.
8. Við viljum að í .samráði við
verkalýðshreyfinguna. séu laun
þegar búnir undir þær breyt-
ingar sem framundan hljóta að
vera í atyinnumálum.
Þjngið vill eindregið minna á
að Alþýðuflokkurinn er og hef
ur verið baráttuflokkur verka-
lýðssamtakanna á sviði . stjórn-
mála, og bein'r eindregið til
ungra jafnaðarmanna um allt
land, að þeir hafi það að höfuð
markmiði að styðja verkalýðs-
samtökin í baráttu þeirra fyrir
auknu öryggi og bættum lífs-
kjörum.
KJARAMÁL.
Þjngið telur að þær ráðstafan
ir, sem gerðar verða í efnahags
og atv nnumálum á næstunni
megi ekki hafa í för með sér
stórfellda verðbólgu með allri
þeirri ranglátu eignatilfærslu
sem henni er ávallt samfara og
bitnar harðast á launþegum og
hjnum efnaminnstu. Bendir
þ'ngið í því sambandi t. d. á nið
urfærslu verðlags og kaup-
gjalds, sem gefizt hefur vel áð
ur.
Þfngið harmar það, að eigi
skuli verkalýðshreyfingin hafa
náð nú þegar viðunandi launa-
kjörum fyrir dagvinnu, og bend
ir á, að takmarkið er mann-
sæmandi laun fyr'r 40 stunda
vinnuviku, og munurinn milli
kaupgjalds fyrjr dagvjhnu og
yfirvinnu verði m'nnkaður til
muna frá því sem nú er.
ÞINGIÐ SKORAR Á RÁÐ-
HERRA OG ÞINGMENN AL-
ÞÝÐUFLOKKSINS AÐ HLUT-
AST TIL UM AÐ BÆTUR AT-
VINNULE YSISTR Y GGIN G A
ATERÐI HÆKKAÐAR TAEAR-
LAUST OG BÓTARÉTTUR
RÝMKAÐUR.
Þingið leggur áherzlu. á að
tekjð verði fullt tiilt tiLstarfs.
reynslu eins og gert er í ýms.
,urn atvinnugreinum,
Þingið leggur áherzlu á að
unnið verði að því að koma á
ákvæðisvinnu í sem flestum
gre'num atvinnulífsins.
Fræðslumál Verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Þingið telur núverandi iðn-
fræðslulöggjöf í meginatrið-
um viðunandi, en mikið skort
ir á að hægt sé að framfylgja
henni, einkum vegna húsnæð
jsskdrts, og á það fyrst og
fremst við um verklega
kennslu.
Þingið telur meistara-
kennslu úrelt fyrirbrigði sem
leggja bæri niður.
Þingið styður ejnditegið: iðn-
nema í hagsmunabaráttu
þeirra og fyrir bættri námsað.
stöðu, og mjnnir á samþykki
þar að lútandi frá 21. þingi S.
U. J.
Þingið vill að upp verðj tek
in fræðsla á vinnslu sjávaraf
urða. Þá telur þingið tímabært
að ófaglærðum verkamönnum
verði gefjnn kostur á starfs-
fræðslu (námskeið).
Þinglð telur nauðsynlegt að
kom ð verðj á starfskynningu
fyrir verkafólk til þess að auð
velda því að flytjast á milli
starfsgreina. Jafnframt telur
þingið að nauðsynlegt sé að
gefa iðnaðarmönnum kost á
endurhæfjngarnámske'ðum til
að kynnast nýjungum í iðnað
inum.
Þingíð mótmælir því harð-
lega að ráðherra geti veitt ó-
faglærðum mönnum réttindi
iðnaðarmanna.
Alþýðuflokkurinn og verka
lýðshreyfjngin.
Þjngið telur að aðild Alþýðu
flokksins að núverandi ‘ríkis-
stjórn geri hann ábyrgan fyrir
því, að tryggja öllum vinnu
færum mönnum og konum at-
vjnnu.
Þingjð ályktar að flokks-
búndnir AlþýðuflokkSmenn
sem sitja þing Alþýðusam-
bands íslands og Bapdalag
starfsmanna ríkjs og bæja,
ejgi sæti á Flokksþingi Al-
iþýðuflokksins með fullum rétt
jndum.
Þjngið ályktar að stofnuð
verði launþegasamtök í öllum
kjördæmum landsins, þar sem
sæti ættu allir Alþýðuflokks-
menn og aðrir launþégar sem
áhuga hafa á starfj Alþýðu-
flokksins í verkalýðshreyflng-
unni.
Þjngjð vill enn á ný beina
þeim tilmælum til verkalýðs-
málanefndar Alþýðuflokksins
að hún hlutist til um að stór-
auka starf sitt í þá átt, að
laða unga menn og konur til
starfa í Alþýðuflokknum og
verkalýðshreyfingunni.
Það er öllum ljóst, að staða
íslenzkrar verkalýðshreyfingar
er mjög erfjð. Tjl lausnar þeim
vanda benda ungir jafnaðar-
menn á, að það hlutverk Al-
þýðuflokksins að sameina
verkalýðshreyfingin í bar-
áttu hennar fyrir bættum lífs
kjörum. V.'ð teljum að hann
eigi að beita öllum hugsanleg
um ráðum _til að ná völdum í
verkalýðshreyfingunttj, en
bendum þó á að ekki sé rétt
að binda sig samstarfi við aðra
flokka í verkalýðsfélögunum
heldur berjast einn þar til
sigur vinnst. ,