Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 6. nóvember 1968 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal, Símar- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. -r- Askriftargjald lcr. 130,00. í Iausasölu kr. 8.00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f. Fjórði flokkurinn Kommúnistar hafa nú myndað f jórða flokk sinn á íslandi á tæp- lega fjörutiu árurn. Fyrst mynd- uðu 'þeir 1930 Kommúnistaflokk íslanldis, sem reyndist skammlíf- ur. Árið 1938 anynduðu þeir Sásíalistaflokkinn í Ibandalagi við Héðin Valdimarsson og fleiri Al- þýðuflokksmenn. Þá Ikom ALþýðu •bandalagið fyrra árið 1956, mynd að í samvinnu við Hannibal Valdi imarsson og nökkra fýlgismenn ihans. Loks er Alþýðubandalagið síðara, sem varð til um síðustu helgi. Það er athyglisvert, aið fyrri skipulags- og nafnbreytingar kommúnista hafa verið gerðar, er þeir drógu til sín fólk úr öðrum flokkum og juku þannig við fylgi sitt. Að þessu sinni er ekki um það að ræða. Nú mynda þeir flokk til að reyna að stöðva flótt- ann, er þrír þingmenn þeirra og fjöldi óbreyttra fylgismanna eru að segja skilið við þá. Kommúnistar voru í sókn 1930, 1938 og 1956. En nú eru þeir í vörn. Og þeir mega hafa sig alla við, ef þeir eiga að forðast fylgis- hrun á komandi árum. Hið nýja Alþýðubandalag er hreinasti kommúnistaflokkur, sem verið hefur á íslandi síðan 1930. í miðstjóm em >að lang- mestu leyti harðir kommúnistar, enda neituðu mienn hver á fætur öðrum að taka þar sæti. Eina skrautfjöðrin, isem kommúnistar skarta enn með, er Gils Guð- mundssori, og munu hinir gömlu félagar hanis í Þjóðvarnárflokkn- um varlá vera hrifnir. Það er athyglisvert, hve tregir ýmsir kommúnistar em í sam- bandi við hina nýju flokksstofn- un. Lúðvík Jósefsson reyndist ófáanlegur til að verða formáður, Karl Guöjónsson og fylgismenn hans neituðu að taka isæti í mið- stjórn. Þanniig mætti lengi telja. Yfirsetukona við fæðingu hins nýja flokks var Einar Olgeirsson, sem nú þykist aðeins vera óbreyttur liðsmáður, en gegnir sama hkitverki í röðum kommún- ista og fyrr. Einn flokksmaður komst svo að orði, að sama væri hverjir væm í meinlhluta í röð- um kommúnista, Einar Olgeirs- son réði þar öllu. Víst er, að Ragnar Arnalds og Addla Bára vom ekki kosin formaður og varaformaður isem fu'l'ltrúar ungu kynslóðarinnar og kvenna, held- ur sem fulltrúar Einars Olgeirs- sonalr. Þar að auki verða hin raunverufegu völd í flokknum ekki hjá þessu fólki, 'heldur allt öðrum aðilum, sem fela sig að tjaldabakl V Fjöldi mannis hefur sagt sig úr Alþýöubandalagsféláginu í Reykjaivík á undanfömum mán- uðum, og er tala féíagsmanna nú nökkrum hundmðum minni en hún var mest. Þetta er glöggur vitnisburður um, áð f jórða f lokks- stofnun kommúnista er vamlar- leikur, sem þeir sjálfir hafa ekki onikla trú á. Það verður fróðlegt að sjá, Ihver framvinda mála verður. Olympíuskákmótið: fsland í 9. sæfS íslenzka skáksveitin á olym píuskákmótinu í Sviss tapaði fyrir sveit Hollendinga í 11. umferð. Hlutu Hollendingar 2 V2 vinning og íslendingar IV2 vinning. Guðmundur Sigur- jónsson vann hinn þekkta holl enska skákmann Donner, Jón Kristinsson gerði jafntefli við Bouvmeester, Björn Þorsteins- son tapaði fyrir Prjns, en Bragi Kristjánsson tapaði fyrir Bee Nýjar sendim fdr ENSKIR KVENSKÓR, FALLEGT ÚRVAL- ENSKIR KVENSKÓR- GULL 0G SILFURLITIR- KULDASKÓR KVENNA 0G KARLA. Hagstætt verö, PÓSTSENDUM. SKÓBÆR Laugavegi 20 — Sími 18515. eftir að skákin hafði farið í bið. Önnur úrslit úr 11. umferð sem blaðinu var kunnugt um í gærdag voru þessi: England — Austurríki 2— 2, ísrael — Kúba 2V2 - IV2, Belgía - Sviss 2 —• 2, en ólokið var skák ium Brasilíu og Finnlands, Mon gólíu og Skotlands, Svíþjóðar og Spánar. í 10. umferð tefldu íslending ar við Brasilíumenn og skildu þeir jafnir með 2 vinningum gegn 2. Ingi R. tapaði fyrir Masking, Guðmundur vann German, Jón vann Camera, en íngvar tapaði fyrir Roche. Vinningsstaðan eftir 10 um ferðir í B-rlðli var þessi: 1. England 261^ v. 2. Holland 25 v. 3. Austurríki 24 v. 4 ísrael 23Vfc v. Ársrít Breiðfirðingafélagsins Innrömmun ÞOBBJÖBNS BSNEDIKTSSONAR ingóUsstræti 7 ' Athugið opið frá ki. I - 8 e.h. Breiðfirð'ingur, ársrit Breið- firðingafélagsins í Reykjavík er nú kominn út. Þetta er 25. árgangur ritsins og er helgaður 30 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 17. nóv. 1938 og verður afmæl isins minnzt hátíðlega í þess- um mánuði. í þessu afmælishefti er saga Breiðfirðingafélagsins síðast- liðin 20 ár, en um fyrstu 10 ár- in hefur áður verið skrifað í Breiðfirðingi. Ennfremur er í heftinu rit- igerð um Gest Vestfirðing, sem var eitt.fýrsta tímarit íslend'- inga og gefið út við Breiða- fjörð; ’ 5. Spánn 22 v. 6. Finnland 21 v. 7. -8. Kúba og Sviss 20V2 v. 9. ísland 20 v. 10. Svíþjóð 17 v. 11. -12. Belgía og Brasilía 16 v. 13. Skotland 14 v. 14. Mongólía 13V2 v Síðustu fréttir. í 12 umferð lítur út fyrir að ísland muni sigra Mongólíu. Ingi vann Uitjumen, en Guð- mundur á sennilega tapaða bið skák gegn Miag Marsuren. Bragi vann Zorigt og Jón á von andi unna biðskák gegn Purev jan. Staðan er sem sagt 2:0 fyr ir ísland. í 11. umferð urðu úrslit í óloknum skákum. Spánn — Svíþjóð %V2 — IV2, Skotland — Mongólía ZV2 — 1V2 og Finnland — Brasilía 2 - 2 Erlendar fréttir i stuttu máli MOSKVU 5. 11. (ntb-reut- er); Sovézki geimfarinn Ge* orgij Beregovoj, sagði á blaðamannafundi í Moskvu í gærdag, að geimskipið Sojus - 3, sem hann sigldi með umhverfis jörðina sam fleytt í fjóra daga síðast í október, væri þess ekki umkomið að flytja menn til tunglsins. Ekki gaf geimfarinn nánari skýring ar á þessari skoðun sinnþ Formaður sovézku vísinda akademíunnar, dr. Stanis- iav Keldysj, sagði við sama tækjfæri, að Rússar hefðu ekki uppi neinar ráðagerð ir um mannaða geimferð til tUnglsins á næstunnþ PARÍS 5. 11. (ntb-reuter): Fyrsta fundi framhaldandi friðarviðræða um Vietnam í París, sem halda átti í morgun, hefur verið frest að að sögn bandarískui sendinefndarinnar í dag. BRUSSEL 5. 11. (ntb): Utan ríkisráðherra Frakka, Mic he'l Debré, stakk upp á því á fundi utanríkisráðherra mUrkaðsbandalag'sland- anna í Briissel í dag, aff þeim Evrópulöndum, sem ( áhuga hefffu á að ganga í bandalagið, yrði boðin 30 próscnt tollalækkun. PARÍS 5. 11. (ntb-afp): Sendinefnd Suður- Viet nam stjórnar í friðarviðræð unum í París lýsti því yfir í dag, að hún mundi ekki taka þátt í fyrirhuguðum framhaldsfundi • deiluað- v ilja. Samtímis lýsti am- (t bassador Bandaríkjanna í#( Saigon, Ellsworth Bunker, >1 því yfir, að hann teldi « lausn Vietnam-styrjaldar- innar und> því komna, að r, allir Sem hlut ættu að máli J „tækju af fúsum vilja þátt " í samningaviðræðum og sýndu samstarfsvilja.“ OSLÓ 5. 11. (ntb): Heyskap ur og uppskera jarðar- gróða urðu með albezta móti í Noregi í ár; sérstak- lega á þetta viff um Suffur Noreg og Þrændalög. í Norður Noregi var tíð þó rysjótt víffa og uppskera síffri. Kartöfíuuppskera um landiff allt er talill vera 47.500 les'tum minnj en fyrra. i ■V-l. -■ 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.